Lagning raflína - drög til umsagnar

Málsnúmer 2014080113

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 186. fundur - 27.08.2014

Atvinnuvega- og nýsköðunarráðuneyti hyggst á komandi haustþingi leggja fram tillögu til þingsályktunar um stefnu stjórnvalda um lagningu raflína. Þar verður að finna viðmið og meginreglur sem leggja ber til grundvallar við uppbyggingu á dreifi- og flutningskerfi raforku, m.a. um þau álitamál hvenær leggja skuli raflínu í jörð og hvenær reisa á loftlínur.
Óskað er eftir umsögn um tillöguna.

Skipulagsnefnd Akureyrarkaupstaðar fagnar framkominni þingsályktunartillögu ráðuneytisins þar sem kynnt eru drög að stefnu stjórnvalda um lagningu raflína.

Skipulagsnefnd mótmælir því að nánari útfærsla mannvirkja vegna uppbyggingar flutningskerfis skuli ráðast af almennum opinberum viðmiðum stjórnvalda hverju sinni. Mikilvægt er að móta skýr viðmið um það hvar t.d. línur skuli fara í jörð og skulu hagsmunir annarra atvinnugreina, s.s. ferðaþjónustu, staða fólkvanga og verndarsvæða, gæði byggðar og flugöryggi að vera þættir sem vega ættu þungt í þeim efnum.

Skýra þarf betur lið 8 í grein 1.3, Önnur atriði sem hefst á orðunum " Tryggja skal að flutningstakmarkanir ..".  Lagt er til að 1. töluliður greinar 1.1.3 verði skýrður nánar.

Að öðru leyti tekur skipulagsnefnd undir umsögn og tillögur Sambands íslenskra sveitarfélaga um breytingar á þingsályktunartillögunni.

Skipulagsnefnd - 192. fundur - 26.11.2014

Erindi dagsett 12. nóvember 2014 frá atvinnuveganefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um tillögu til þingsályktunar um stefnu stjórnvalda um lagningu raflína, 321. mál. Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 26. nóvember nk. Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis:
http://www.althingi.is/altext/144/s/0392.html

Sjá bókun við 1. lið fundargerðarinnar.

Bæjarráð - 3440. fundur - 04.12.2014

2. liður í fundargerð skipulagsnefndar dagsett 26. nóvember 2014:
Erindi dagsett 12. nóvember 2014 frá atvinnuveganefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um tillögu til þingsályktunar um stefnu stjórnvalda um lagningu raflína, 321. mál. Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 26. nóvember nk. Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis:
http://www.althingi.is/altext/144/s/0392.html
Sjá bókun við 1. lið fundargerðarinnar.
Akureyrarbær hefur fengið aukafrest til að skila inn umsögn til 8. desember nk.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að senda umsögn Akureyrarbæjar.