Furuvellir 18 - umsókn um lóðarstækkun vegna byggingar bruggtanka

Málsnúmer 2014020110

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 173. fundur - 26.02.2014

Erindi dagsett 17. febrúar 2014 þar sem Ágúst Hafsteinsson f.h. Vífilfells hf., kt. 470169-1419, sækir um lóðarstækkun til austurs vegna byggingar bruggtanka á lóðinni við Furuvelli 18. Meðfylgjandi eru uppdrættir eftir Ágúst Hafsteinsson.

Skipulagsnefnd samþykkir að grenndarkynna erindið skv. 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulagsnefnd - 176. fundur - 09.04.2014

Erindi dagsett 17. febrúar 2014 þar sem Ágúst Hafsteinsson f.h. Vífilfells hf., kt. 470169-1419, sækir um byggingarleyfi fyrir bruggtönkum við hús nr. 18 við Furuvelli. Einnig er sótt um lóðarstækkun til austurs. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Ágúst Hafsteinsson.
Erindið var sent í grenndarkynningu 28. febrúar til 28. mars.
Ein athugasemd barst frá Norðurorku, dagsett 24. mars 2014.
Heimlagnir hússins lenda undir verðandi viðbyggingu. Því þyrfti að færa heimlagnir umræddra veitna. Ekki hefur verið gerð kostnaðaráætlun fyrir verkið.

Skipulagsnefnd samþykkir umbeðna lóðarstækkun. tekur jákvætt í byggingaráformin og felur skipulagsstjóra að afgreiða umsókn um byggingarleyfi þegar hún berst.

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 508. fundur - 11.09.2014

Erindi dagsett 20. ágúst 2014 þar sem Jónas V. Karlesson f.h. Vífilfells hf., kt. 471069-1419, sækir um leyfi fyrir breytingum við Furuvelli 18. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Ágúst Hafsteinsson.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið.