Drottningarbraut - umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir göngustíg

Málsnúmer 2014010104

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 170. fundur - 15.01.2014

Erindi dagsett 9. janúar 2014 þar sem framkvæmdadeild Akureyrarbæjar, kt. 410169-6229, sækir um framkvæmdaleyfi fyrir göngustíg meðfram Drottningarbraut austanverðri frá Torfunefsbryggju að gatnamótum Drottningarbrautar og Miðhúsabrautar.
Meðfylgjandi eru þversnið, planmyndir og tillöguteikning af legu göngustígsins unnin af framkvæmdadeild Akureyrarbæjar. Einnig fylgir nánari hönnum göngustígsins og áningastaða unnin af Landslagi ehf.

Skipulagsnefnd hefur yfirfarið meðfylgjandi hönnunargögn vegna framkvæmda við lagningu göngustígsins, sem er í samræmi við samþykkt aðalskipulag, og samþykkir útgáfu framkvæmdaleyfisins á grundvelli 4. gr.- g  "Samþykktar um skipulagsnefnd".

Eftirfarandi skilyrði setur skipulagsnefnd fyrir veitingu framkvæmdaleyfisins:

Framkvæmdir skulu vera í samræmi við 24. gr. Lögreglusamþykktar fyrir Akureyrarbæ en þar eru ákvæði um farmflutninga og hreinsun ökutækja áður en farið er inn á malbikaðar götur.

Skipulagsnefnd - 176. fundur - 09.04.2014

Skipulagsnefnd veitti framkvæmdaleyfi fyrir göngustíg meðfram Drottningarbraut austanverðri frá Torfunefsbryggju að gatnamótum Drottningarbrautar og Miðhúsabrautar 15. janúar 2014.
Arnar B. Ólafsson landslagsarkitekt hefur unnið að útfærslu og nánari hönnun göngustígsins í samvinnu við framkvæmdadeild og kom hann á fundinn og kynnti fyrirliggjandi útfærslu.

Skipulagsnefnd þakkar Arnari B. Ólafssyni fyrir kynninguna.

Lagt fram til kynningar. 

Andrea Hjálmsdóttir fulltrúi VG lagði fram eftirfarandi bókun:

Ég vil leggja áherslu á notagildi þessarar uppbyggingar og ítrekar því mikilvægi þess að tekið sé tillit til hjólreiðafólks við stígagerðina. Skýrt þarf að skilja að með merkingum braut fyrir gangandi vegfarandur annars vegar og hjólreiðafólk hins vegar og gefa hvorum hóp um sig nægjanlegt rými til ferða á sínum forsendum.