Skipulagsnefnd

173. fundur 26. febrúar 2014 kl. 08:00 - 11:00 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Helgi Snæbjarnarson formaður
  • Árni Páll Jóhannsson
  • Eva Reykjalín Elvarsdóttir
  • Edward Hákon Huijbens
  • Sigurður Guðmundsson
  • Ragnar Sverrisson áheyrnarfulltrúi
  • Stefán Friðrik Stefánsson áheyrnarfulltrúi
  • Viðar Valdimarsson áheyrnarfulltrúi
  • Pétur Bolli Jóhannesson skipulagsstjóri
  • Leifur Þorsteinsson fundarritari
Fundargerð ritaði: Leifur Þorsteinsson verkefnisstjóri
Dagskrá
Sigurður Guðmundsson A-lista mætti á fundinn 08:07.
Viðar Valdimarsson áheyrnarfulltrúi B-lista mætti í forföllum Tryggva Más Ingvarssonar.

1.Jaðarstún - framkvæmdaleyfi

Málsnúmer 2014020156Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 20. febrúar 2014 þar sem Helgi Már Pálsson f.h. framkvæmdadeildar Akureyrarbæjar, kt. 410169-6229, Norðurorku, Mílu og Tengis sækir um framkvæmdaleyfi til að leggja götuna Jaðarstún með tilheyrandi dreifilögnum.

Skipulagsnefnd hefur yfirfarið meðfylgjandi hönnunargögn vegna framkvæmda við lagningu götunnar með tilheyrandi dreifilögnum, sem eru í samræmi við samþykkt aðal- og deiliskipulag, og samþykkir útgáfu framkvæmdaleyfisins á grundvelli 4. gr.- g  "Samþykktar um skipulagsnefnd".

Eftirfarandi skilyrði setur skipulagsnefnd fyrir veitingu framkvæmdaleyfisins:

Framkvæmdir skulu vera í samræmi við 24. gr. Lögreglusamþykktar fyrir Akureyrarkaupstað en þar eru ákvæði um farmflutninga og hreinsun ökutækja áður en farið er inn á malbikaðar götur.

2.Miðhúsabraut-Súluvegur - breyting á deiliskipulagi, HGH Verk ehf

Málsnúmer 2014010374Vakta málsnúmer

Skipulagsstjóri lagði fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi athafna-, verslunar- og þjónustusvæðis við Súluveg, dagsetta 24. febrúar 2014, unna af Árna Ólafssyni arkitekt hjá Teiknistofu Arkitekta, Gylfa Guðjónssyni og félögum ehf.

Einungis er um að ræða minniháttar stækkun á byggingarreit til vesturs og er breyting sem varðar Akureyrarkaupstað og lóðarhafa. Þess vegna leggur skipulagsnefnd til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt í samræmi við 2. málslið, 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

3.Stórholt - Lyngholt - breyting á deiliskipulagi, Lyngholt 7

Málsnúmer 2013110221Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd heimilaði umsækjanda þann 11. desember 2013 að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi ásamt tillöguteikningu af bílgeymslunni. Tillagan er dagsett 15. janúar 2014 og unnin af Ómari Ívarssyni hjá Landslagi ehf.
Breytingartillagan var grenndarkynnt frá 27. janúar til 24. febrúar 2014. Engar athugasemdir bárust.

Skipulagsnefnd samþykkir deiliskipulagsbreytinguna á grundvelli 4. gr.-e "Samþykktar um skipulagsnefnd" og felur skipulagsstjóra að annast gildistöku hennar.

4.Furuvellir 18 - umsókn um lóðarstækkun vegna byggingar bruggtanka

Málsnúmer 2014020110Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 17. febrúar 2014 þar sem Ágúst Hafsteinsson f.h. Vífilfells hf., kt. 470169-1419, sækir um lóðarstækkun til austurs vegna byggingar bruggtanka á lóðinni við Furuvelli 18. Meðfylgjandi eru uppdrættir eftir Ágúst Hafsteinsson.

Skipulagsnefnd samþykkir að grenndarkynna erindið skv. 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

5.Krókeyrarnöf 11 - umsókn um breytingar á deiliskipulagi

Málsnúmer 2014020167Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 21. febrúar 2014 þar sem Logi Már Einarsson f.h. Jósefínu Hörpu Zophoníasdóttur sækir um tvær breytingar á núgildandi deiliskipulagi lóðar nr. 11 við Krókeyrarnöf.

Skipulagsnefnd heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Breytingin verði unnin í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

6.Hjalteyrargata, Furuvellir, Hvannavellir, Glerárgata og Glerá - deiliskipulag svæðisins

Málsnúmer 2014020176Vakta málsnúmer

Skipulagsstjóri óskar heimildar skipulagsnefndar til að setja í gang vinnu við deiliskipulag svæðis sem afmarkast af Hjalteyrargötu, Furuvöllum, Hvannavöllum, Glerárgötu og Glerá.

Skipulagsnefnd felur skipulagsstjóra að láta vinna deiliskipulag af umræddu svæði.

7.Afgreiðslur skipulagsstjóra 2014

Málsnúmer 2014010005Vakta málsnúmer

Fundargerð dagsett 13. febrúar 2014. Lögð var fram fundargerð 480. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 14 liðum.

Lagt fram til kynningar.

8.Afgreiðslur skipulagsstjóra 2014

Málsnúmer 2014010005Vakta málsnúmer

Fundargerð dagsett 20. febrúar 2014. Lögð var fram fundargerð 481. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 3 liðum.

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 11:00.