Drottningarbraut - umferðaröryggi við Nökkvasvæði

Málsnúmer 2013020219

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 153. fundur - 27.02.2013

Erindi dagsett 18. febrúar 2013 frá Rúnari Þór Björnssyni f.h. Nökkva, félags siglingamanna, þar sem óskað er eftir úrbótum í umferðaröryggismálum við svæði félagsins við Drottningarbraut sbr. meðfylgjandi bréf.

Samkvæmt deiliskipulagi svæðisins er gert ráð fyrir gönguljósum á gatnamótum Aðalstrætis og Drottningarbrautar ásamt gönguleið norður að Kaupvangsstræti. Framkvæmdirnar þarf að vinna í samráði við Vegagerðina og framkvæmdadeild bæjarins.

Skipulagsstjóra falið að óska eftir upplýsingum um framkvæmdatíma.