Rauðamýri 11 - umsókn um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 2012110021

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 147. fundur - 14.11.2012

Erindi dagsett 6. október 2012 þar sem Þröstur Sigurðsson f.h. Þorsteins H. Vignissonar sækir um breytingar á deiliskipulagi vegna stækkunar á bílageymslu á lóð nr. 11 við Rauðumýri. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Þröst Sigurðsson.

Skipulagsnefnd heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Breytingin verði unnin í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulagsnefnd - 149. fundur - 12.12.2012

Í samræmi við bókun skipulagsnefndar dagsetta 14. nóvember 2012, leggur Gísli Kristinsson arkitekt frá Arkitektur.is ehf. fram tillögu að deiliskipulagsbreytingu á deiliskipulagi Mýrarhverfis fh. Þorsteins H. Vignissonar. Tillagan er vegna stækkunar bílgeymslu á lóðinni nr. 11 við Rauðumýri og dagsett 7. desember 2012 .

Þar sem um óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi er að ræða leggur skipulagsnefnd til við bæjarstjórn að tillagan verði grenndarkynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarstjórn - 3332. fundur - 18.12.2012

4. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 12. desember 2012:
Í samræmi við bókun skipulagsnefndar dags. 14. nóvember 2012, leggur Gísli Kristinsson arkitekt frá Arkitektur.is ehf fram tillögu að deiliskipulagsbreytingu á deiliskipulagi Mýrarhverfis f.h. Þorsteins H. Vignissonar. Tillagan er vegna stækkunar bílgeymslu á lóðinni nr. 11 við Rauðumýri og dags. 7. desember 2012.
Þar sem um óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi er að ræða leggur skipulagsnefnd til við bæjarstjórn að tillagan verði grenndarkynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.

Skipulagsnefnd - 151. fundur - 30.01.2013

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar var grenndarkynnt frá 19. desember 2012 með athugasemdarfresti til 16. janúar 2013.
Engin athugasemd barst.

Skipulagsnefnd samþykkir deiliskipulagsbreytinguna á grundvelli 4. gr.-e "Samþykktar um skipulagsnefnd" og felur skipulagsstjóra að annast gildistöku hennar.