Skipulagsnefnd

119. fundur 10. ágúst 2011 kl. 08:00 - 11:00 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Helgi Snæbjarnarson formaður
  • Eva Reykjalín Elvarsdóttir
  • Haraldur Sveinbjörn Helgason
  • Auður Jónasdóttir
  • Sigurður Guðmundsson
  • Pétur Bolli Jóhannesson skipulagsstjóri
  • Leifur Þorsteinsson fundarritari
Fundargerð ritaði: Leifur Þorsteinsson
Dagskrá

1.Byggingarreglugerð - ósk um umsögn vegna nýrrar reglugerðar

Málsnúmer 2011060010Vakta málsnúmer

Erindi dags. 31. maí 2011 frá umhverfisráðuneytinu þar sem fram kemur að á undanförnum mánuðum hafi staðið yfir vinna við gerð nýrrar byggingarreglugerðar. Óskað er eftir umsögn um framkomin vinnudrög og að þau berist ráðuneytinu eigi síðar en 15. ágúst nk.

Skipulagsstjóra og formanni skipulagsnefndar er falið að fullgera umsögn um drög að nýrri byggingarreglugerð í samræmi við umræður á fundinum.

2.Reglugerð um landsskipulagsstefnu - ósk um umsögn

Málsnúmer 2011070015Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 4. júlí 2011 þar sem Skipulagsstofnun óskar eftir umsögn frá skipulagsnefnd Akureyrarkaupstaðar um meðfylgjandi drög að reglugerð um landsskipulagsstefnu er verður kafli í nýrri skipulagsreglugerð. Umsögnin þarf að berast eigi síðar en 15. ágúst 2011.

Skipulagsstjóra og formanni skipulagsnefndar er falið að fullgera umsögn um drög að reglugerð um landsskipulagsstefnu í samræmi við umræður á fundinum.

3.Reglugerð um framkvæmdaleyfi - ósk um umsögn

Málsnúmer 2011060027Vakta málsnúmer

Erindi dags. 3. júní 2011 frá umhverfisráðuneytinu þar sem fram kemur að á undanförnum mánuðum hafi staðið yfir vinna við gerð nýrrar reglugerðar um framkvæmdaleyfi. Ráðuneytið óskar eftir umsögn um meðfylgjandi vinnudrög og að þau berist ráðuneytinu eigi síðar en 15. ágúst nk.

Skipulagsstjóra og formanni skipulagsnefndar er falið að fullgera umsögn um drög að nýrri reglugerð um framkvæmdaleyfi í samræmi við umræður á fundinum.

4.Bugðusíða - Borgarbraut. Tillögur um umferðaúrbætur

Málsnúmer 2011070066Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 21. júlí 2011 þar sem Vilhjálmur Kristjánsson f.h. íbúa í Vestursíðu 5 óskar eftir að skipulagsdeild bregðist við aukinni umferð um Bugðusíðu og gatnamót Borgarbrautar því íbúar telja öryggi sínu ógnað. Meðfylgjandi eru tillögur í fimm liðum um úrbætur á merkingum og breytingum á þessu svæði.
1. Merkja gangbrautir á Bugðusíðu.
2. Hraða frágangi Borgarbrautar og fjölga tengingum úr Síðuhverfi inná Borgarbraut, til að mynda frá Bröttusíðu.
3. Fjölga merkingum að ekið sé á 30 km svæði - mála hraðamerkingar á götu.
4. Koma fyrir hrðahindrun á Buðgusíðu við gatnamótin við Borgarbraut.
5. Hraða uppbyggingu og frágangi Borgarbrautar og fjölga tengingum inn í Síðuhverfi.

Skipulagsdeild óskaði eftir tillögum frá framkvæmdadeild um úrbætur á umferðarmálum í hverfinu. Einnig var óskað eftir upplýsingum um hraðamælingar á Bugðusíðu og Vestursíðu.
Viðbrögð framkvæmdadeildar við úrbótatillögum íbúanna:
1.     Í dag eru 4 merktar gangbrautir með "sebrum" og upplýsingamerkjum. Tillaga um þrjár aðrar upphækkaðar göngubrautir eru til skoðunar hjá framkvæmdadeild og skipulagsdeild.
2.     3ja ára framkvæmdaáætlun gerir ráð fyrir lengingu Borgarbrautar til norðurs að Bröttusíðu árið 2012.
3.     Framkvæmdardeild mun yfirfara merkingar á götuyfirborði og fjölga þeim eða breyta ef ástæða þykir til.
4.     Ekki er talin ástæða til að sett verði hraðahindrun á Bugðusíðu við gatnamót Borgarbrautar.
5.     Sjá svar við lið 2.

Framkvæmdadeild hefur mælt hraðann á Bugðusíðu og Vestursíðu 2009-2011 og virðist sú aðgerð að breyta Bugðusíðunni í 30 km götu hafa haft jákvæð áhrif þar sem  hraðinn hefur lækkað og það án frekari aðgerða eða fleiri hraðahindrana.

Skipulagsnefnd samþykkir ofangreint.

5.Krókeyrarnöf 23 - umsókn um leyfi fyrir hurð á útigeymslu

Málsnúmer 2011070068Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 22. júlí 2011 þar sem Fanney Hauksdóttir f.h. Guðmundar Hjálmarssonar sækir um leyfi til að setja hurð fyrir útigeymslu. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Fanneyju Hauksdóttur.

Skipulagsnefnd heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi þar sem umrædd útigeymsla er utan byggingarreits. Breytingin verði unnin í samræmi við 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

6.Tónatröð 5 - umsókn um deiliskipulagsbreytingu

Málsnúmer 2011050092Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 15. maí 2011 þar sem Fríða Stefánsdóttir f.h. Reisum ehf., kt. 470809-0270, sækir um deiliskipulagsbreytingu á lóð nr. 5 við Tónatröð þ.e. að breyta húsgerð úr E1 (kjallara, hæð og ris) í E3 (hæð og ris).
Erindið var grenndarkynnt frá 8. júlí til 5. ágúst 2011. Tvær athugasemdir bárust.

1) Ólafur Tryggvi Kjartansson og Þorbjörg Ingvadóttir Spítalavegi 9 og Gísli Sigurgeirsson Tómatröð 8 dags. 4. ágúst 2011. Þau mótmæla fyrirhugaðri breytingu m.a. með þeim rökum að hún gangi gegn markmiði deiliskipulagsins um þéttingu byggðar.

2) Ólafur Tr. Kjartansson, Kjartan Ólafsson og Ólafur Ólafsson f.h. ÓM ehf dags. 5. ágúst 2011. Óskað er eftir skýringum á því hvers vegna félaginu var ekki kynnt fyrirhuguð breyting á deiliskipulaginu. Þá er jafnframt óskað eftir að félaginu verði gefið tækifæri til að kynna sér þessi áform og eftir atvikum að gera athugasemdir við þau.

1) Í fyrirliggjandi deiliskipulagstillögu er óskað eftir að felld verði niður kvöð um kjallara sem er að hluta til niðurgrafinn undir meginhúsinu. Skipulagsnefnd telur breytinguna ekki ganga gegn markmiðum deiliskipulagsins um þéttingu byggðar þar sem ekki er verið að gera breytingar á öðrum þáttum skipulagsins eða gildandi skilmálum.

2) Við yfirferð nafnalista vegna grenndarkynningar kom í ljós að sami aðili var skráður sem eigandi að húseigninni Spítalavegi 9 og ÓM ehf. sem einnig hefur aðsetur að Spítalavegi 9. Vegna þessa var ekki talin ástæða til að senda gögnin í tvíriti.

Bréfriturum verða send umbeðin gögn til kynningar.

 

Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu málsins að öðru leiti.

7.Undirhlíð - Miðholt, deiliskipulagsbreyting vegna spennistöðvar

Málsnúmer 2011050007Vakta málsnúmer

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Undirhlíðar og Miðholts sem felst í að gerð er ný lóð fyrir spennistöð við Langholt á opnu svæði norðan Undirhlíðar 1 var auglýst þann 16. júní og var athugasemdafrestur til 18. júlí 2011. Skipulagsgögn voru aðgengileg á heimasíðu skipulagsdeildar og í þjónustuanddyri Ráðhúss.
Engar athugasemdir bárust.

Skipulagsnefnd á grundvelli 4. gr.-e "Samþykktar um skipulagsnefnd"  samþykkir deiliskipulagsbreytinguna og felur skipulagsstjóra að annast gildistöku hennar. 

8.Krókeyrarnöf 15 - Umsókn um lóð

Málsnúmer 2011080003Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 2. ágúst 2011 þar sem Ívan Grímur Norðkvist Brynjarsson og Dagný Elfa Birnisdóttir sækja um lóð nr. 15 við Krókeyrarnöf. Meðfylgjandi er staðfesting á greiðslugetu frá BYR hf.

Skipulagsnefnd samþykkir erindið. Deiliskipulagsskilmálar ásamt almennum byggingarskilmálum gilda.

9.Vörðutún 2, 4 og 6 - umsókn um lóðarstækkun

Málsnúmer 2011080016Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 8. ágúst 2011 þar sem Haraldur S. Árnason f.h. eigenda að Vörðutúni 2, Jóhanns Oddgeirssonar, Vörðutúni 4, Margrétar Stefánsdóttur og Vörðutúni 6, Landsbankans sækir um endurnýjað leyfi til að vinna tillögu að lóðarstækkun um 2 metra til suðurs í samræmi við eldri afgreiðslu skipulagsnefndar þann 25. nóv. 2009.

Frestað.

10.Afgreiðslur skipulagsstjóra 2010-2011

Málsnúmer 2010010128Vakta málsnúmer

Fundargerð dagsett 27. júlí 2011. Lögð var fram fundargerð 357. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 13 liðum.

Lagt fram til kynningar.

11.Afgreiðslur skipulagsstjóra 2010-2011

Málsnúmer 2010010128Vakta málsnúmer

Fundargerð dagsett 3. ágúst 2011. Lögð var fram fundargerð 358. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 10 liðum.

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 11:00.