Undirhlíð - Miðholt, deiliskipulagsbreyting vegna spennistöðvar

Málsnúmer 2011050007

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 114. fundur - 18.05.2011

Staðgengill skipulagsstjóra lagði fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi Undirhlíð - Miðholt. Breytingin felst í að gerð er ný lóð fyrir spennistöð við Langholt á opnu svæði norðan Undirhlíðar 1. Tillagan er unnin af Kollgátu og dagsett 1. maí 2011.

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 

Bæjarstjórn - 3305. fundur - 07.06.2011

3. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 18. maí 2011:
Staðgengill skipulagsstjóra lagði fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi Undirhlíð - Miðholt. Breytingin felst í að gerð er ný lóð fyrir spennistöð við Langholt á opnu svæði norðan Undirhlíðar 1. Tillagan er unnin af Kollgátu og dags. 1. maí 2011.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Logi Már Einarssonar S-lista vék af fundi bæjarstjórnar við umræðu og afgreiðslu þessa liðar vegna vanhæfis.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 10 samhljóða atkvæðum.

Skipulagsnefnd - 119. fundur - 10.08.2011

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Undirhlíðar og Miðholts sem felst í að gerð er ný lóð fyrir spennistöð við Langholt á opnu svæði norðan Undirhlíðar 1 var auglýst þann 16. júní og var athugasemdafrestur til 18. júlí 2011. Skipulagsgögn voru aðgengileg á heimasíðu skipulagsdeildar og í þjónustuanddyri Ráðhúss.
Engar athugasemdir bárust.

Skipulagsnefnd á grundvelli 4. gr.-e "Samþykktar um skipulagsnefnd"  samþykkir deiliskipulagsbreytinguna og felur skipulagsstjóra að annast gildistöku hennar.