Bugðusíða - Borgarbraut. Tillögur um umferðaúrbætur

Málsnúmer 2011070066

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 119. fundur - 10.08.2011

Erindi dagsett 21. júlí 2011 þar sem Vilhjálmur Kristjánsson f.h. íbúa í Vestursíðu 5 óskar eftir að skipulagsdeild bregðist við aukinni umferð um Bugðusíðu og gatnamót Borgarbrautar því íbúar telja öryggi sínu ógnað. Meðfylgjandi eru tillögur í fimm liðum um úrbætur á merkingum og breytingum á þessu svæði.
1. Merkja gangbrautir á Bugðusíðu.
2. Hraða frágangi Borgarbrautar og fjölga tengingum úr Síðuhverfi inná Borgarbraut, til að mynda frá Bröttusíðu.
3. Fjölga merkingum að ekið sé á 30 km svæði - mála hraðamerkingar á götu.
4. Koma fyrir hrðahindrun á Buðgusíðu við gatnamótin við Borgarbraut.
5. Hraða uppbyggingu og frágangi Borgarbrautar og fjölga tengingum inn í Síðuhverfi.

Skipulagsdeild óskaði eftir tillögum frá framkvæmdadeild um úrbætur á umferðarmálum í hverfinu. Einnig var óskað eftir upplýsingum um hraðamælingar á Bugðusíðu og Vestursíðu.
Viðbrögð framkvæmdadeildar við úrbótatillögum íbúanna:
1.     Í dag eru 4 merktar gangbrautir með "sebrum" og upplýsingamerkjum. Tillaga um þrjár aðrar upphækkaðar göngubrautir eru til skoðunar hjá framkvæmdadeild og skipulagsdeild.
2.     3ja ára framkvæmdaáætlun gerir ráð fyrir lengingu Borgarbrautar til norðurs að Bröttusíðu árið 2012.
3.     Framkvæmdardeild mun yfirfara merkingar á götuyfirborði og fjölga þeim eða breyta ef ástæða þykir til.
4.     Ekki er talin ástæða til að sett verði hraðahindrun á Bugðusíðu við gatnamót Borgarbrautar.
5.     Sjá svar við lið 2.

Framkvæmdadeild hefur mælt hraðann á Bugðusíðu og Vestursíðu 2009-2011 og virðist sú aðgerð að breyta Bugðusíðunni í 30 km götu hafa haft jákvæð áhrif þar sem  hraðinn hefur lækkað og það án frekari aðgerða eða fleiri hraðahindrana.

Skipulagsnefnd samþykkir ofangreint.