Tónatröð 5 - umsókn um deiliskipulagsbreytingu

Málsnúmer 2011050092

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 115. fundur - 01.06.2011

Erindi dagsett 15. maí 2011 þar sem Fríða Stefánsdóttir f.h. Reisum ehf., kt. 470809-0270, sækir um deiliskipulagsbreytingu á lóð nr. 5 við Tónatröð þ.e. að fá að byggja hæð og ris í stað kjallara, hæðar og riss.

Skipulagsnefnd heimilar umsækjanda að láta gera tillögu að breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Gjald vegna deiliskipulagsbreytingarinnar verður innheimt í samræmi við gjaldskrá Akureyrarbæjar.

Skipulagsnefnd - 117. fundur - 29.06.2011

Erindi dagsett 15. maí 2011 þar sem Fríða Stefánsdóttir f.h. Reisum ehf., kt. 470809-0270, sækir um deiliskipulagsbreytingu á lóð nr. 5 við Tónatröð þ.e. að breyta húsgerð úr E1 (kjallara, hæð og ris) í E3 (hæð og ris).

Þar sem um óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi er að ræða leggur skipulagsnefnd til við bæjarstjórn að tillagan verði grenndarkynnt skv. 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarráð - 3278. fundur - 07.07.2011

1. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 29. júní 2011:
Erindi dags. 15. maí 2011 þar sem Fríða Stefánsdóttir f.h. Reisum ehf, kt. 470809-0270, sækir um deiliskipulagsbreytingu á lóð nr. 5 við Tónatröð þ.e. að breyta húsgerð úr E1 (kjallara, hæð og ris) í E3 (hæð og ris).
Þar sem um óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi er að ræða leggur skipulagsnefnd til við bæjarstjórn að tillagan verði grenndarkynnt skv. 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Bæjarráð hefur fullnaðarafgreiðsluheimild í sumarleyfi bæjarstjórnar sbr. bókun í 9. lið fundargerðar bæjarstjórnar 7. júní 2011.

Bæjarráð samþykkir tillögu skipulagsnefndar.

Skipulagsnefnd - 119. fundur - 10.08.2011

Erindi dagsett 15. maí 2011 þar sem Fríða Stefánsdóttir f.h. Reisum ehf., kt. 470809-0270, sækir um deiliskipulagsbreytingu á lóð nr. 5 við Tónatröð þ.e. að breyta húsgerð úr E1 (kjallara, hæð og ris) í E3 (hæð og ris).
Erindið var grenndarkynnt frá 8. júlí til 5. ágúst 2011. Tvær athugasemdir bárust.

1) Ólafur Tryggvi Kjartansson og Þorbjörg Ingvadóttir Spítalavegi 9 og Gísli Sigurgeirsson Tómatröð 8 dags. 4. ágúst 2011. Þau mótmæla fyrirhugaðri breytingu m.a. með þeim rökum að hún gangi gegn markmiði deiliskipulagsins um þéttingu byggðar.

2) Ólafur Tr. Kjartansson, Kjartan Ólafsson og Ólafur Ólafsson f.h. ÓM ehf dags. 5. ágúst 2011. Óskað er eftir skýringum á því hvers vegna félaginu var ekki kynnt fyrirhuguð breyting á deiliskipulaginu. Þá er jafnframt óskað eftir að félaginu verði gefið tækifæri til að kynna sér þessi áform og eftir atvikum að gera athugasemdir við þau.

1) Í fyrirliggjandi deiliskipulagstillögu er óskað eftir að felld verði niður kvöð um kjallara sem er að hluta til niðurgrafinn undir meginhúsinu. Skipulagsnefnd telur breytinguna ekki ganga gegn markmiðum deiliskipulagsins um þéttingu byggðar þar sem ekki er verið að gera breytingar á öðrum þáttum skipulagsins eða gildandi skilmálum.

2) Við yfirferð nafnalista vegna grenndarkynningar kom í ljós að sami aðili var skráður sem eigandi að húseigninni Spítalavegi 9 og ÓM ehf. sem einnig hefur aðsetur að Spítalavegi 9. Vegna þessa var ekki talin ástæða til að senda gögnin í tvíriti.

Bréfriturum verða send umbeðin gögn til kynningar.

 

Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu málsins að öðru leiti.

Skipulagsnefnd - 121. fundur - 14.09.2011

Erindi dagsett 15. maí 2011 þar sem Fríða Stefánsdóttir f.h. Reisum byggingarfélags ehf., kt. 470809-0270, sækir um deiliskipulagsbreytingu á lóð nr. 5 við Tónatröð, þ.e. að breyta húsgerð úr E1 (kjallara, hæð og ris) í E3 (hæð og ris).
Erindið var grenndarkynnt frá 8. júlí til 5. ágúst 2011.
Tvær athugasemdir bárust og var þeim svarað en afgreiðslu frestað á fundi skipulagsnefndar 10. ágúst 2011.
Svar ÓM ehf. vegna deiliskipulagsbreytingarinnar hefur borist og ekki gerð athugasemd við tillöguna.

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.

Bæjarstjórn - 3308. fundur - 20.09.2011

8. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 14. september 2011:
Erindi dags. 15. maí 2011 þar sem Fríða Stefánsdóttir f.h. Reisum byggingarfélags ehf, kt. 470809-0270, sækir um deiliskipulagsbreytingu á lóð nr. 5 við Tónatröð, þ.e. að breyta húsgerð úr E1 (kjallara, hæð og ris) í E3 (hæð og ris).
Erindið var grenndarkynnt frá 8. júlí til 5. ágúst 2011.
Tvær athugasemdir bárust og var þeim svarað en afgreiðslu frestað á fundi skipulagsnefndar 10. ágúst 2011.
Svar ÓM ehf vegna deiliskipulagsbreytingarinnar hefur borist og ekki gerð athugasemd við tillöguna.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.