Íþrótta- og tómstundaskóli

Málsnúmer 2012020136

Vakta málsnúmer

Skólanefnd - 4. fundur - 20.02.2012

Fyrir fundinum lá tillaga um að stofna og tilnefna fulltrúa í starfshóp um skipulag íþrótta- og tómstundaskóla (Heilsdagsskóla) fyrir börn á aldrinum 5 - 9 ára á Akureyri. Markmiðið er að mynda samfelldan skóladag hjá börnum á þessum aldri þar sem fléttað er saman íþróttaiðkun, tómstundum og listsköpun. Reiknað er með því að ráða verkefnastjóra tímabundið í átaksverkefni til að stýra verkinu. Verkefnið þarf að vinna í samstarfi við samfélags- og mannréttindaráð, íþróttaráð, íþróttafélög og tómstundafélög í bænum. Þess vegna var lagt til að í starfshópnum verði einn fulltrúi frá skólanefnd, að samfélags- og mannréttindaráð og íþróttaráð sameinist um einn fulltrúa og að ÍBA og tómstundafélög sameinist um einn fulltrúa.

Skólanefnd samþykkir tillöguna samhljóða.

Kristlaug Þ. Svavarsdóttir yfirgaf fundinn kl. 15:45.

Skólanefnd - 5. fundur - 05.03.2012

Jóhannes Gunnar Bjarnason og Sigrún Vésteinsdóttir yfirgáfu fundinn kl. 15:55.
Fyrir fundinum lá tillaga um að tilnefna fulltrúa skólanefndar í starfshóp um skipulag íþrótta- og tómstundaskóla (frístundaskóla) fyrir börn á aldrinum 5 - 9 ára á Akureyri.

Skólanefnd samþykkir að tilnefna Loga Má Einarsson sem fulltrúa í starfshópinn.

Þá samþykkir skólanefnd að vinnuheiti verkefnisins verði frístundaskóli í staðinn fyrir íþrótta- og tómstundaskóli.

Samfélags- og mannréttindaráð - 104. fundur - 21.03.2012

Skólanefnd hefur á fundi sínum 20. febrúar sl. óskað eftir að samfélags- og mannréttindaráð og íþróttaráð sameinist um að tilnefna einn fulltrúa í starfshóp um skipulag íþrótta- og tómstundaskóla (Heilsdagsskóla) fyrir börn á aldrinum 5-9 ára.

Samfélags- og mannréttindaráð og íþróttaráð tilnefna Þorvald Sigurðsson sem fulltrúa sinn í starfshópnum og óska jafnframt eftir að forstöðumaður íþróttamála vinni með hópnum.

Íþróttaráð - 107. fundur - 22.03.2012

Skólanefnd hefur á fundi sínum 20. febrúar sl. óskað eftir að samfélags- og mannréttindaráð og íþróttaráð sameinist um að tilnefna einn fulltrúa í starfshóp um skipulag íþrótta- og tómstundaskóla (Heilsdagsskóla) fyrir börn á aldrinum 5-9 ára.

Íþróttaráð og samfélags- og mannréttindaráð tilnefna Þorvald Sigurðsson sem fulltrúa sinn í starfshópnum og óska jafnframt eftir að forstöðumaður íþróttamála vinni með hópnum.

Skólanefnd - 12. fundur - 25.06.2012

Gerður Jónsdóttir áheyrnarfulltrúi B-lista boðaði forföll.
Sólveig Jónasdóttir verkefnisstjóri á skóladeild kom á fundinn og kynnti stöðu verkefnisins Frístundaskóli á Akureyri.

Skólanefnd þakkar Sólveigu fyrir góða kynningu og starfshópnum fyrir sín störf.

Samfélags- og mannréttindaráð - 112. fundur - 05.09.2012

Sólveig Jónasdóttir verkefnastjóri hjá skóladeild mætti á fundinn og sagði frá starfi vinnuhóps um frístundaskóla. Alfa Aradóttir forstöðumaður æskulýðsmála sat fundinn undir þessum lið.

Samfélags- og mannréttindaráð þakkar Sólveigu fyrir upplýsingarnar. Ráðinu líst vel á fyrstu tillögur.

Íþróttaráð - 115. fundur - 06.09.2012

Sólveig Jónasdóttir verkefnastjóri hjá skóladeild mætti á fundinn og sagði frá starfi vinnuhóps um frístundaskóla.

Íþróttaráð þakkar Sólveigu Jónasdóttur fyrir kynningu á undirbúningsvinnu við stofnun frístundaskóla.

Dýrleif Skjóldal áheyrnarfulltrúi V-lista vék af fundi kl. 14:35.