Fjárhagsáætlun 2012 - samfélags- og mannréttindadeild

Málsnúmer 2011090010

Vakta málsnúmer

Samfélags- og mannréttindaráð - 91. fundur - 07.09.2011

Lagt fram til kynningar yfirlit um fjárhagsáætlanaferli og tímaáætlun vegna áætlanagerðar næsta árs.

Samfélags- og mannréttindaráð - 92. fundur - 21.09.2011

Fjárhagsrammi fyrir árið 2012 lagður fram til kynningar.

Samfélags- og mannréttindaráð - 93. fundur - 05.10.2011

Unnið að gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2012. Alfa Aradóttir forstöðumaður æskulýðsmála og Bergljót Jónasdóttir forstöðumaður tómstundamála sátu fundinn undir þessum lið.

Samfélags- og mannréttindaráð - 94. fundur - 11.10.2011

Unnið að gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2012.

Samfélags- og mannréttindaráð - 95. fundur - 19.10.2011

Lögð fram tillaga að fjárhagsáætlun fyrir árið 2012.

Samfélags- og mannréttindaráð samþykkir framlagða tillögu fyrir sitt leyti og vísar til bæjarráðs. Jafnframt óskar ráðið eftir því við bæjarráð að til viðbótar fáist kr. 2.000.000 til að framkvæma launakönnun og kr. 5.000.000 til að efla forvarna- og félagsmiðstöðvastarf.

Samfélags- og mannréttindaráð - 112. fundur - 05.09.2012

Lagt fram til kynningar yfirlit um fjárhagsstöðu þeirra málaflokka sem heyra undir samfélags- og mannréttindaráð fyrir fyrstu 6 mánuði ársins.