Þjóðarsáttmáli um jákvæð samskipti - dagur gegn einelti 8. nóvember 2011

Málsnúmer 2011100100

Vakta málsnúmer

Samfélags- og mannréttindaráð - 96. fundur - 02.11.2011

Lagður fram til kynningar tölvupóstur dags. 21. október 2011 frá Árna Guðmundssyni f.h. verkefnastjórnar um aðgerðir gegn einelti þar sem vakin er athygli á degi gegn einelti 8. nóvember, en þann dag verður undirritaður þjóðarsáttmáli um jákvæð samskipti. Verkefnastjórnin hvetur m.a. leikskóla, grunn- og framhaldsskóla, félags- og frístundamiðstöðvar, vinnustaði og stofnanir til að taka höndum saman og helga 8. nóvember baráttunni gegn einelti.

Samfélags- og mannréttindaráð fagnar þessu frábæra framtaki og tekur undir hvatningu verkefnastjórnarinnar.

Samfélags- og mannréttindaráð - 116. fundur - 07.11.2012

Lagður fram til kynningar tölvupóstur dags. 1. nóvember 2012 frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu þar sem vakin er athygli á degi gegn einelti 8. nóvember og fólk hvatt til að undirrita þjóðarsáttmála á heimasíðunni www.gegneinelti.is.

Samfélags- og mannréttindaráð hvetur bæjarbúa til að undirrita þjóðarsáttmálann.

Samfélags- og mannréttindaráð - 135. fundur - 06.11.2013

Lagt fram til kynningar bréf dags. 16. október 2013 frá mennta- og menningarmálaráðherra og félags- og húsnæðismálaráðherra þar sem vakin er athygli á degi gegn einelti 8. nóvember og fólk hvatt til að undirrita þjóðarsáttmála á heimasíðunni www.gegneinelti.is. Einnig er hvatt til þess að bjöllum, klukkum og skipsflautum verði hringt frá kl. 13.00-13.07 þennan dag.

Samfélags- og mannréttindaráð hvetur bæjarbúa til að undirrita þjóðarsáttmálann.