Minningarsjóður Sigrúnar Mjallar Jóhannesdóttur - styrkur

Málsnúmer 2011100111

Vakta málsnúmer

Samfélags- og mannréttindaráð - 96. fundur - 02.11.2011

Tónleikarnir Í minningu Sissu voru haldnir 30. september sl. í þeim tilgangi að safna í minningarsjóð Sigrúnar Mjallar Jóhannesdóttur sem lést af ofneyslu fíkniefna aðeins 17 ára gömul. Sjóðurinn á að stuðla að skapandi störfum þeirra ungmenna sem hafa leiðst út í vímuefnaneyslu og eru í eða hafa lokið meðferð á meðferðarheimilum landsins.

Samfélags- og mannréttindaráð samþykkir að veita styrk að upphæð kr. 50.000 í minningarsjóðinn.