Sumartómstundir barna - mótun stefnu

Málsnúmer 2011100055

Vakta málsnúmer

Samfélags- og mannréttindaráð - 95. fundur - 19.10.2011

Umræður um fyrirkomulag sumartómstunda sem samfélags- og mannréttindadeild kemur að. Bergljót Jónasdóttir forstöðumaður tómstunda sat fundinn undir þessum lið.

Samfélags- og mannréttindaráð felur forstöðumanni tómstunda og framkvæmdastjóra að vinna áfram að málinu.

Samfélags- og mannréttindaráð - 105. fundur - 18.04.2012

Rætt um sumartilboð á vegum samfélags- og mannréttindadeildar fyrir börn. Bergljót Jónasdóttir forstöðumaður tómstundamála sat fundinn undir þessum lið.

Samfélags- og mannréttindaráð samþykkir að sumarið 2012 verði eins og áður samið við íþróttafélögin KA og Þór um rekstur leikja- og íþróttaskóla sem verði í boði fyrir og eftir hádegi í báðum félögunum. Fyrir liggur að endurskoða frítímastarf barna á ársgrundvelli. Á vegum skólanefndar er verið að setja saman vinnuhóp í því skyni.

Samfélags- og mannréttindaráð - 107. fundur - 16.05.2012

Erindi dags. 15. maí 2012 frá Sævari Péturssyni f.h. Knattspyrnufélags Akureyrar þar sem óskað er eftir að tímasetning á leikja- og íþróttaskóla KA sumarið 2012 verði sú sama og áður.

Samfélags- og mannréttindaráð samþykkir að verða við beiðninni að þessu sinni þar sem sumarstarfið hefur þegar verið skipulagt. Allt tómstundastarf barna er í endurskoðun og gera má ráð fyrir breyttu fyrirkomulagi næsta sumar.

Samfélags- og mannréttindaráð - 108. fundur - 06.06.2012

Erindi dags. 31. maí 2012 frá Sigfúsi Helgasyni f.h. Íþróttafélagsins Þórs þar sem óskað er eftir viðbótarfjármagni til reksturs íþrótta- og tómstundaskóla.

Samfélags- og mannréttindaráð felur framkvæmdastjóra og forstöðumanni tómstundamála að ræða við bréfritara í samræmi við umræður á fundinum.

Samfélags- og mannréttindaráð - 114. fundur - 03.10.2012

Ræddar hugmyndir að breyttu fyrirkomulagi leikja- og íþróttaskóla sem í boði hafa verið á sumrin.

Samfélags- og mannréttindaráð - 120. fundur - 06.02.2013

Undanfarin ár hefur samfélags- og mannréttindaráð samið við íþróttafélögin KA og Þór um rekstur leikja- og íþróttaskóla fyrir börn á sumrin. Rætt var um hugmyndir að breyttu fyrirkomulagi.

Samfélags- og mannréttindaráð óskar eftir samstarfi við íþróttaráð um útfærslu.