Kvennafrídagurinn 24. október 2011 - sveitarstjórnir hvattar til að standa fyrir fundum í tilefni da

Málsnúmer 2011100006

Vakta málsnúmer

Samfélags- og mannréttindaráð - 95. fundur - 19.10.2011

Erindi dags. 29. september 2011 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga þar sem sambandið hvetur sveitarstjórnir landsins til að standa fyrir fundum vikuna 24. til 29. október nk. um stöðu og aðgerðir í jafnréttismálum kynjanna í sveitarfélaginu að áeggjan "Skottanna", regnhlífarsamtaka íslensku kvennahreyfinganna. Tilefnið er að 24. október er íslenski kvennafrídagurinn.

Samfélags- og mannréttindaráð mun standa fyrir fræðslufundi um jafnréttismál fyrir starfsfólk Akureyrarbæjar þann 24. október nk.

Samfélags- og mannréttindaráð - 155. fundur - 23.10.2014

Lagt var fram til kynningar boð á fund um öryggi kvenna í þjónustustörfum. Fundurinn verður haldinn í tilefni Kvennafrídagsins 24. október nk. á Hótel Kea.
Jafnréttisstofa í samstarfi við Akureyrbæ boðar til fundarins.