Öldungaráð

22. fundur 12. október 2022 kl. 13:00 - 15:15 Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Hjálmar Pálsson formaður
  • Hildur Brynjarsdóttir
  • Brynjólfur Ingvarsson
  • Hallgrímur Gíslason fulltrúi ebak
  • Úlfhildur Rögnvaldsdóttir fulltrúi ebak
  • Þorgerður Jóna Þorgilsdóttir fulltrúi ebak
  • Eva Björg Guðmundsdóttir fulltrúi hsn
Starfsmenn
  • Bjarki Ármann Oddsson forstöðumaður skrifstofu ritaði fundargerð
  • Halla Birgisdóttir Ottesen forstöðumaður tómstundamála
Fundargerð ritaði: Bjarki Ármann Oddsson forstöðumaður skrifstofu fræðslu- og lýðheilsusviðs
Dagskrá

1.Reglur velferðarsviðs um stuðningsþjónustu

Málsnúmer 2022090993Vakta málsnúmer

Bergdís Ösp Bjarkadóttir forstöðumaður í heimaþjónustu og Karólína Gunnarsdóttir þjónustustjóri velferðarsviðs kynntu drög að reglum velferðarsviðs um stuðningsþjónustu.

Öldungaráð óskar eftir því að Félag eldri borgara á Akureyri fari yfir drögin að reglunum og skili inn athugasemdum fyrir 24. október nk.

2.Aðgerðaáætlun í málefnum eldra fólks 2022-2026

Málsnúmer 2022090478Vakta málsnúmer

Farið yfir stöðu aðgerðaáætlunar í málefnum eldra fólks.

Bergdís Ösp Bjarkadóttir forstöðumaður í heimaþjónustu og Karólína Gunnarsdóttir þjónustustjóri velferðarsviðs sátu fundinn undir þessum lið.

Öldungaráð vísar þeim málefnum sem ekki hefur tekist að ljúka til næsta áfanga aðgerðaáætlunar í málefnum eldra fólks.

3.Þjónusta í Nausta- og Hagahverfi

Málsnúmer 2022091420Vakta málsnúmer

Umræða um uppbyggingu þjónustu í Nausta- og Hagahverfi.

Bæjarstjórn bókaði eftirfarandi á fundi sínum 4. október:

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að hefja ætti samtal og samráð við öldungaráð og Félag eldri borgara á Akureyri (EBAK) um hvernig gera megi Nausta- og Hagahverfi að aldursvænni hverfum með tilliti til þjónustu og/eða samkomustaða. Þá er mikilvægt að hafa slíkt markmið í huga við uppbyggingu nýrra hverfa. Að endingu ætti þess að vera gætt að þjónustu og verslun sé ekki úthýst úr nýjum hverfum með skipulagsbreytingum.
Öldungaráð tekur heilshugar undir ályktun bæjarstjórnar og er spennt fyrir komandi samtali og samráði.

4.Leikskóli og hjúkrunarheimili - breyting á deiliskipulagi Síðuskóla

Málsnúmer 2022010712Vakta málsnúmer

Í kynningu eru drög að tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir Síðuskóla í samræmi við 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagstillagan gerir ráð fyrir stækkun skipulagssvæðisins til vesturs að Vestursíðu, afmörkun lóðar fyrir hjúkrunarheimili á tveimur hæðum á suðvesturhluta svæðisins og nýjum leikskóla sem tengist Síðuskóla á norðvesturhluta þess.
Öldungaráði finnst mikilvægt að vandað sé til verka við staðsetningu hjúkrunarheimilisins og vill að skoðað sé hvort aðrir betri kostir séu fýsilegir með tilliti til framtíðaruppbyggingar svæðisins vestur af Síðuskóla.

5.Þátttaka eldra fólks í starfi sveitarfélaga

Málsnúmer 2022100343Vakta málsnúmer

Umræður um þátttöku eldra fólks í störfum sveitarstjórna.
Öldungaráð telur mikilvægt að nefndir og ráð bæjarins séu virk í því að senda öll málefni sem snerta eldra fólk til umsagnar í öldungaráði.

Fundi slitið - kl. 15:15.