Öldungaráð

12. fundur 09. október 2018 kl. 10:00 - 11:30 Rósenborg - fundarsalur 3. hæð
Nefndarmenn
  • Dagbjört Elín Pálsdóttir formaður
  • Gunnar Gíslason
  • Halldór Gunnarsson
  • Sigríður Stefánsdóttir
  • Valgerður Jónsdóttir
Starfsmenn
  • Kristinn Jakob Reimarsson sviðsstjóri samfélagssviðs ritaði fundargerð
Fundargerð ritaði: Kristinn Jakob Reimarsson sviðsstjóri
Dagskrá

1.Vetrarstarf á Punktinum og í Víðilundi

Málsnúmer 2018090404Vakta málsnúmer

Bergljót Jónasdóttir forstöðumaður tómstundamála kynnti vetrarstarf á Punktinum og í Víðilundi.

2.Öldungaráð

Málsnúmer 2014040148Vakta málsnúmer

Samkvæmt samþykkt fyrir öldungaráð sem samþykkt var 24. apríl 2018 skal hún endurskoðuð fyrir árslok 2018.

Einnig skal ráðið ráðið sbr. 4. grein kjósa sér varaformann en bæjarstjórn kýs formann ráðsins.
Öldungaráð samþykkir að óska eftir því við bæjarráð að settur verið á fót vinnuhópur til að endurskoða samþykkt ráðsins m.t.t. nýrrar laga um félagsþjónustu sveitarfélaga sem tók gildi 1. október sl. og samspil ráðsins við notendaráð um málefni eldri borgara. Meðal nýmæla er að öldungaráð taki við því hlutverki sem þjónustuhópur aldraðra hefur fram til þessa verið falið að sinna.Öldungaráð samþykkir að Sigríður Stefánsdóttir verði varaformaður ráðsins.

3.Heilsuefling eldri borgara

Málsnúmer 2018100166Vakta málsnúmer

Fulltrúar EBAK í stjórn Öldungaráðs, þau Sigríður Stefánsdóttir, Halldór Gunnarsson og Valgerður Jónsdóttir, leggja fram eftirfarandi tillögur;

- að farið verði markvisst í heilsueflingu eldri borgara á Akureyri.

- að frístundastyrkir verði greiddir til eldri borgara til eflingar á líkamlegri og andlegri færni þeirra. Tekið verið mið af stefnu Hafnarfjarðarbæjar í þessu samhengi.

- að ókeypis verði í sund fyrir eldri borgara í Sundlaugar á Akureyri.
Öldungaráð samþykkir að vísa tillögum til umræðu í bæjarráði og hjá frístundaráði.

4.Gjaldskrár fyrir ýmsa þjónustu við eldri borgara

Málsnúmer 2018100167Vakta málsnúmer

Fulltrúar EBAK í stjórn Öldungaráðs, þau Sigríður Stefánsdóttir, Halldór Gunnarsson og Valgerður Jónsdóttir, leggja fram eftirfarandi tillögu;

- Lagt er til að teknar verði saman upplýsingar og samanburður á gjaldskrám fyrir ýmsa þjónustu fyrir eldri borgara sem sveitarfélögin sjá um:

Þetta á m.a. við fyrir heimaþjónustu, seldan mat bæði í félagsmiðstöðvum og heimsendan, tómstundastarf og akstur.

Öldungaráð samþykkir tillöguna og felur starfsmanni ráðsins að umbeðnar upplýsingar verði teknar saman og lagðar fyrir næsta fund ráðsins.
Fylgiskjöl:

5.Samræming á upplýsingum vegna þjónustu fyrir eldri borgara

Málsnúmer 2018100168Vakta málsnúmer

Fulltrúar EBAK í stjórn Öldungaráðs, þau Sigríður Stefánsdóttir, Halldór Gunnarsson og Valgerður Jónsdóttir, leggja fram eftirfarandi tillögu;

- Lagt er til að þegar verði hafin vinna við að samræma upplýsingar, yfirsýn og tengiliði vegna heimaþjónustu og stoðþjónustu fyrir eldri boraga.
Öldungaráð samþykkir að óska eftir því við Velferðarráð að þessi vinna verði sett af stað.

6.Öldungaráð - önnur mál

Málsnúmer 2017040160Vakta málsnúmer

Umræða um tímasetningu á fundi Öldungaráðs og bæjarstjórnar vegna fjárhagsáætlunar sbr. ákvæði í samþykkt um Öldungaráð.

Formanni ráðsins falið að finna heppilegann fundartíma í samráði við forseta bæjarstjórnar.

Fundi slitið - kl. 11:30.