Samræming á upplýsingum vegna þjónustu fyrir eldri borgara

Málsnúmer 2018100168

Vakta málsnúmer

Öldungaráð - 12. fundur - 09.10.2018

Fulltrúar EBAK í stjórn Öldungaráðs, þau Sigríður Stefánsdóttir, Halldór Gunnarsson og Valgerður Jónsdóttir, leggja fram eftirfarandi tillögu;

- Lagt er til að þegar verði hafin vinna við að samræma upplýsingar, yfirsýn og tengiliði vegna heimaþjónustu og stoðþjónustu fyrir eldri boraga.
Öldungaráð samþykkir að óska eftir því við Velferðarráð að þessi vinna verði sett af stað.

Velferðarráð - 1289. fundur - 21.11.2018

Öldungaráð Akureyrarbæjar óskar eftir því við velferðarráð að það hlutist til um að hafin verði vinna við að samræma upplýsingar, yfirsýn og tengiliði vegna heimaþjónustu og stoðþjónustu fyrir eldri borgara.
Velferðarráð felur sviðsstjóra búsetusviðs og forstöðumanni þjónustudeildar fjölskyldusviðs að afla frekari upplýsinga og vinna áfram að málinu.