Bæjarráð

3808. fundur 11. maí 2023 kl. 08:15 - 11:40 Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Halla Björk Reynisdóttir formaður
  • Lára Halldóra Eiríksdóttir
  • Hlynur Jóhannsson
  • Hilda Jana Gísladóttir
  • Sunna Hlín Jóhannesdóttir
  • Brynjólfur Ingvarsson áheyrnarfulltrúi
  • Jana Salóme I. Jósepsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri
  • Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður ritaði fundargerð
Fundargerð ritaði: Jón Þór Kristjánsson forstöðumaður þjónustu og þróunar
Dagskrá
Lára Halldóra Eiríksdóttir D-lista mætti í forföllum Heimis Arnar Árnasonar.

1.Bæjarsjóður Akureyrarbæjar - yfirlit um rekstur 2023

Málsnúmer 2023050347Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar þriggja mánaða rekstraryfirlit Akureyrarbæjar.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

2.Brynja, Hússjóður Öryrkjabandalagsins - stofnframlög, uppbygging á Akureyri 2022-2026

Málsnúmer 2022030528Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn um stofnframlög vegna 10 íbúða á vegum Brynju leigufélags.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir umsókn til Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar sem felur í sér 12% stofnframlag Akureyrarbæjar til Brynju leigufélags vegna 10 íbúða á Akureyri.

3.Endurskoðun ársreikninga 2023

Málsnúmer 2023050390Vakta málsnúmer

Rætt um endurskoðun ársreikninga Akureyrarbæjar. Lögð fram tillaga um að framlengja núverandi samning við Enor um eitt ár.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir að framlengja núverandi samning við Enor um eitt ár sbr. 6. mgr. 72. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.

4.Hlíðarfjall - rekstur

Málsnúmer 2022010809Vakta málsnúmer

Rætt um málefni Hlíðarfjalls.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs, Guðríður Friðriksdóttir sviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs og Brynjar Helgi Ásgeirsson forstöðumaður í Hlíðarfjalli sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

5.Hlíðarfjallsvegur - niðurfelling hluta vegar af vegaskrá

Málsnúmer 2023040650Vakta málsnúmer

Liður 4 í fundargerð umhverfis- og mannvirkjaráðs dagsettri 2. maí 2023:

Lagt fram til kynningar erindi Vegagerðarinnar dagsett 17. apríl 2023 þar sem tilkynnt er um fyrirhugaða niðurfellingu kafla Hlíðarfjallsvegar milli Rangárvalla og Hrímlands.

Tómas Björn Hauksson verkefnastjóri nýframkvæmda og viðhalds gatna sat fundinn undir þessum lið.

Umhverfis- og mannvirkjaráð telur að Síðubraut sé fyrsta gata í þéttbýli en ekki Hrímland og vísar málinu til bæjarráðs til frekari umræðu og afgreiðslu.

Guðríður Friðriksdóttir sviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs, Tómas Björn Hauksson verkefnastjóri nýframkvæmda og viðhalds gatna og Pétur Ingi Haraldsson skipulagsfulltrúi sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins og felur Ingu Þöll Þórgnýsdóttur bæjarlögmanni og Tómasi Birni Haukssyni verkefnastjóra nýframkvæmda og viðhalds gatna að koma með tillögu að bókun á næsta fund bæjarráðs.

6.Uppbygging á félagssvæði Knattspyrnufélags Akureyrar - KA

Málsnúmer 2021081217Vakta málsnúmer

Liður 5 í fundargerð fræðslu- og lýðheilsuráðs dagsettri 8. maí 2023:

Lagður fram til kynningar samningur um uppbyggingu á félagssvæði Knattspyrnufélags Akureyrar.

Andri Teitsson formaður umhverfis- og mannvirkjaráðs og Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sátu fundinn undir þessum lið.

Áheyrnarfulltrúar: Helga Björg Ingvadóttir framkvæmdastjóri ÍBA og Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.

Fræðslu- og lýðheilsuráð samþykkir samninginn við KA fyrir sitt leyti með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum og vísar honum til bæjarráðs.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs, Guðríður Friðriksdóttir sviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs og Ellert Örn Erlingsson fostöðumaður íþróttamála sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Meirihluti bæjarráðs samþykkir framlagðan samning um uppbyggingu á félagssvæði KA og vísar honum til umræðu í bæjarstjórn.


Sunna Hlín Jóhannesdóttir situr hjá.


Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista óskar bókað:

Sit hjá vegna ófullnægjandi gagna. Ég er ekki á móti þessari viðbót við fyrrum uppbyggingarsamning, það eru ákveðin rök fyrir því að klára félagsaðstöðuna samhliða en ákvörðun um það verður að vera byggð á faglegri vinnu. Enn er mörgum spurning ósvarað. Það er óábyrg fjármálastjórnun að ekki liggi til grundvallar minnisblað um rekstrarkostnað og hvaða áhrif þessi fjárfesting hefur á aðrar áætlaðar fjárfestingar og getu til fjárfestinga á næstu árum. Eins sýnir það skort á faglegum vinnubrögðum að hvorki fylgi gögnunum þarfagreining né heildar framtíðarsýn á uppbyggingu íþróttamannvirkja. Fulltrúar B-lista hafa talað fyrir því fyrir síðustu kosningar að dusta rykið af umræðu um þriggja kjarna starfsemi og skipuleggja uppbyggingu á KA og Þórssvæðinu samhliða því, það á enn við.

Það er óásættanlegt að ekki sé tímasett í samningnum hvenær viðunandi frágangi eigi að ljúka né kostnaðargreining á því. 7. gr. um bindingu Akureyrarvallar samræmist ekki nýsamþykktri húsnæðisáætlun.


Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir V-lista óskar bókað:

Mér finnst skorta framtíðarsýn varðandi uppbyggingu íþróttamannvirkja í bænum og að horft sé til þess að við erum 20.000 manna sveitarfélag í því samhengi. Eins þarf að meta hvaða áhrif þessi samningur hefur á aðrar áætlaðar fjárfestingar sveitarfélagsins og fjárfestingar til framtíðar sem og að rekstrarkostnaður sé ljós.


Hilda Jana Gísladóttir S-lista óskar bókað:

Mikilvægt er að tryggja að úthlutun lóða á Akureyrarvelli geti átt sér stað í samræmi við húsnæðisáætlun árið 2026, til að tryggja sveitarfélaginu tekjur til að standa straum af hluta þess kostnaðar sem um ræðir. Þá er mikilvægt að vinna að nýrri áætlun um framtíðaruppbyggingu íþróttamannvirkja, enda ljóst að einnig er þörf á uppbyggingu mannvirkja annarra íþróttafélaga sveitarfélagsins. Þá er mikilvægt að horfa til heildarsamhengis í framkvæmdaáætlun næstu ára, enda töluverð þörf á uppbyggingu mannvirkja tengt öðrum málarflokkum, ekki síst á velferðar- og fræðslusviði


Halla Björk Reynisdóttir L-lista, Hlynur Jóhannsson M-lista og Lára Halldóra Eiríksdóttir D-lista óska bókað:

Ánægjulegt er að nú liggi fyrir samningur um uppbyggingu á KA svæðinu. Við teljum ekkert í samningnum koma í veg fyrir uppbyggingu á Akureyrarvelli og hann því í samræmi við nýsamþykkta húsnæðisáætlun.

7.Skráningardagar í leikskólum

Málsnúmer 2023040631Vakta málsnúmer

Liður 2 í fundargerð fræðslu- og lýðheilsuráðs dagsettri 8. maí 2023:

Skráningardagar í leikskólum lagðir fram til samþykktar í fræðslu- og lýðheilsuráði.

Áheyrnarfulltrúar: Björg Sigurvinsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Daníel Sigurður Eðvaldsson fulltrúi foreldra grunnskólabarna, Valdimar Heiðar Valsson fulltrúi grunnskólastjóra, Ingi Jóhann Friðjónsson fulltrúi leikskólakennara, Hafdís Erna Ásbjarnardóttir fulltrúi foreldra leikskólabarna og Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.

Fræðslu- og lýðheilsuráð samþykkir fyrir sitt leyti að hefja innleiðingu skráningardaga í leikskólum Akureyrarbæjar frá og með næsta hausti og vísar málinu til bæjarráðs.

Rannveig Elíasdóttir S-lista óskar að bóka: Æskilegt hefði verið að eiga í víðtæku samráði við foreldra áður en ákvörðun væri tekin í málinu. Þá væri mjög æskilegt að í upphafi liggi fyrir hvernig meta eigi àrangur tilraunaverkefnisins, ekki síst möguleg áhrif á ólíka hópa m.t.t. kyns, efnahags og félagslegrar stöðu?
Meirihluti bæjarráðs samþykkir að hefja innleiðingu tilraunaverkefnis um skráningardaga í leikskólum Akureyrarbæjar frá og með næsta hausti.


Hilda Jana Gísladóttir S-lista situr hjá.


Hilda Jana Gísladóttir og Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir óska bókað:

Þar sem um töluverða breytingu er að ræða hefði verið æskilegt að horfa til víðtæks samráðs við hagaðila áður en ákvörðun er tekin. Þá hefði verið eðlilegt að greina líkleg áhrif ákvörðunarinnar á ólíka hópa s.s. kynja, tekjuhópa og félagsstöðu. Þar sem litið er á verkefnið sem tilraun hefði einnig verið æskilegt að fyrir myndi liggja hvernig meta eigi árangur þess.

8.Málræktarsjóður - aðalfundur 2023

Málsnúmer 2023050242Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 4. maí 2023 frá framkvæmdastjóra Málræktarsjóðs þar sem boðað er til aðalfundar sjóðsins mánudaginn 12. júní kl. 15.30 í fundarsal 1 á Hilton Reykjavik Nordica. Akureyrarbær á rétt á að skipa einn mann í fulltrúaráð sjóðsins. Tilnefningar, ásamt netfangi þess sem tilnefndur er, þurfa að berast framkvæmdastjóra í tölvupósti eigi síðar en 22. maí nk.
Bæjarráð felur Hólmkeli Hreinssyni að fara með umboð Akureyrarbæjar á fundinum. Einnig tilnefnir bæjarráð Hólmkel í fulltrúaráð Málræktarsjóðs. Bæjarráð hvetur Málræktarsjóð til að kanna möguleika þess að halda fundi sína með rafrænum hætti.

9.Forsetakosningar 1. júní 2024 - rásfundur

Málsnúmer 2023050398Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 5. maí 2023 frá Ástríði Jóhannesdóttur framkvæmdastjóra landskjörstjórnar þar sem einum fulltrúa frá Akureyrarbæ er boðið á rásfund um forsetakosningarnar sem munu fara fram þann 1. júní 2024. Rásfundurinn er haldinn 1. júní 2023 frá kl. 13-16 að Hallveigarstöðum, Túngötu 14 í Reykjavík. Fulltrúinn má gjarnan vera úr yfirkjörstjórn sveitarfélagsins eða starfsmaður sem kemur að kosningatengdum málum. Fjarfundur verður í boði fyrir þau sem ekki eiga heimangengt.
Bæjarráð felur Helgu Eymundsdóttur að sækja fundinn fyrir hönd bæjarins.

10.Sveitarstjórnarviðburður í tengslum við leiðtogafund Evrópuráðsins í Reykjavík

Málsnúmer 2023050395Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 8. maí 2023 þar sem Anna G. Björnsdóttir f.h. Sambands íslenskra sveitarfélaga boðar til sveitarstjórnarviðburðar í tengslum við leiðtogafund Evrópuráðsins í Reykjavík. Framkvæmdastjóra sveitarfélagsins og kjörnum fulltrúum ásamt fulltrúum í ungmennaráði er sérstaklega boðið að taka þátt. Viðburðurinn er haldinn 15. maí í Ráðhúsi Reykjavíkur. Streymt verður frá fundinum.

11.Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - fundargerðir 2023

Málsnúmer 2023011346Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 925. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga dagsett 28. apríl 2023.

12.Fundargerðir öldungaráðs 2022 - 2023

Málsnúmer 2023050173Vakta málsnúmer

Fundargerðir 26., 27. og 28. funda öldungaráðs lagðir fram til kynningar.
Bæjarráð vísar 1. og 2. lið í fundargerð 27. fundar öldungaráðs til velferðarráðs.
Lára Halldóra Eiríksdóttir fór af fundi kl. 11:09.

13.Frumvarp til laga um tímabundnar undanþágur frá skipulags- og byggingarlöggjöf og skipulagi, 1028. mál

Málsnúmer 2023050393Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi dagsett 5. maí 2023 frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um tímabundnar undanþágur frá skipulags- og byggingarlöggjöf og skipulagi, 1028. mál 2023.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 17. maí 2023 nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is.

Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: https://www.althingi.is/altext/pdf/153/s/1637.pdf
Bæjarráð leggur áherslu á að Akureyrarbær hefur áhuga á að taka þátt í að leita lausna varðandi húsnæðsvanda fyrir hælisleitendur í góðri samvinnu við ríkið, en telur varhugavert að tímabundið leyfi verði gefið til búsetu á atvinnusvæðum. Ekki er nægilega ljóst hvaða fordæmi verið er að setja með þessum breytingum. Bæjarráð telur að verði farið af stað með slíkar breytingar megi gera ráð fyrir þrýstingi um að slík leyfi verði framlengd og leiði mögulega til varanlegrar búsetu á svæðum sem ekki hafa verið skipulögð sem slík. Þá telur bæjarráð að skoða þurfi vel hvort og þá hvernig þessi breyting ef af verður hefur á þjónustu sveitarfélaga og að skýrari grein verði gerð á því hvaða afsláttur verði gefinn á kröfum til íbúðarhúsnæðis á atvinnusvæðum. Bæjarráð felur Pétri Inga Haraldssyni skipulagsfulltrúa að senda umsögn um frumvarpið.

14.Tillaga til þingsályktunar um aðgerðaráætlun í málefnum hönnunar og arkitektúrs fyrir árin 2023-2026, 978. mál

Málsnúmer 2023050066Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi dagsett 28. apríl 2023 frá atvinnuveganefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um tillögu til þingsályktunar um aðgerðaráætlun í málefnum hönnunar og arkitektúrs fyrir árin 2023-2026, 978. mál 2023.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 11. maí nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is.

Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: https://www.althingi.is/altext/pdf/153/s/1526.pdf

Fundi slitið - kl. 11:40.