Bæjarráð

3835. fundur 25. janúar 2024 kl. 08:15 - 11:43 Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Heimir Örn Árnason formaður
  • Hulda Elma Eysteinsdóttir varaformaður
  • Hlynur Jóhannsson
  • Sunna Hlín Jóhannesdóttir
  • Hilda Jana Gísladóttir
  • Jón Hjaltason áheyrnarfulltrúi
  • Jana Salóme I. Jósepsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri
  • Olga Margrét Kristínard. Cilia lögfræðingur
  • Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður ritaði fundargerð
Fundargerð ritaði: Jón Þór Kristjánsson forstöðumaður þjónustu og þróunar
Dagskrá

1.Hlíðarvellir - umsókn um lóð

Málsnúmer 2023110089Vakta málsnúmer

Liður 6 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 14. desember 2023:

Liður 6 í fundargerð bæjarstjórnar dagsettri 5. desember 2023:

Liður 7 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 15. nóvember 2023:

Erindi dagsett 3. nóvember 2023 þar sem Fanney Hauksdóttir f.h. atNorth ehf. sækir um lóð við Hlíðarvelli sem í deiliskipulagi er merkt sem lóð B og er staðsett austan núverandi lóðar fyrirtækisins. Umrædd lóð er 7.882 m² að stærð með nýtingarhlutfall 0,5.

Meðfylgjandi er greinargerð og afstöðumynd.

Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista, Sindri Kristjánsson S-lista og Sóley Björk Stefánsdóttir V-lista leggja fram eftirfarandi tillögu að bókun:

Skipulagsráð frestar afgreiðslu og vísar erindinu til bæjarráðs sem hefur með atvinnumál að gera.

Tillagan var felld með fjórum atkvæðum gegn einu atkvæði Sóleyjar Bjarkar Stefánsdóttur V-lista.

Meirihluti skipulagsráðs leggur til við bæjarstjórn að lóð B við Hlíðarvelli 1 verði úthlutað til atNorth ehf. án auglýsingar.

Sóley Björk Stefánsdóttir situr hjá við afgreiðslu málsins.

Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista, Sóley Björk Stefánsdóttir V-lista og Sindri Krisjánsson S-lista óska bókað eftirfarandi:

Við teljum skipulagsráð ekki hafa forsendur að svo stöddu til að taka upplýsta ákvörðun um áframhaldandi uppbyggingu gagnavera á Akureyri. Sveitarfélagið þarf að setja sér stefnu varðandi uppbyggingu gagnavera í bæjarlandinu. Það liggur ekki fyrir hversu orkufrek þessi uppbygging er og hvert svigrúmið er þá til annarra stórnotenda sem mögulega hefðu hug á atvinnuuppbyggingu á svæðinu.

Halla Björk Reynisdóttir kynnti.

Bæjarstjórn vísar málinu til umræðu í bæjarráði, sem fer með atvinnumál fyrir hönd bæjarstjórnar.

Fyrir fundi bæjarráðs liggur greinargerð Eyjólfs Magnúsar Kristinssonar forstjóra atNorth dagsett 10. desember 2023.

Pétur Ingi Haraldsson skipulagsfulltrúi sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð frestar málinu til næsta fundar bæjarráðs.

Pétur Ingi Haraldsson skipulagsfulltrúi sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Deiliskipulag fyrir svæði AT16 var samþykkt í mars 2022 og var atNorth ehf. úthlutað lóð að Hlíðarvöllum 1 undir gagnaver samkvæmt viljayfirlýsingu bæjarstjórnar. Í deiliskipulaginu segir að lóðin Hlíðarvellir 1, merkt A í deiliskipulagi sé fyrir fyrsta áfanga gagnavers sem gefur möguleika á stækkun lóðar en einnig segir að sameina megi lóðir A, B og C án deiliskipulagsbreytingar. Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að úthluta lóð að Hlíðarvöllum 3, merkt B í deiliskipulagi, án auglýsingar, með vísan til 2.3. gr. í reglum um úthlutun lóða, þar sem deiliskipulag svæðisins er unnið með frekari stækkun gagnaversins í huga. Leggur bæjarráð einnig til við bæjarstjórn að gatnagerðargjald verði 15% sbr. heimild 1. mgr. 5.2. gr. í gjaldskrá gatnagerðar- og byggingarréttargjalda í Akureyrarbæ nr. 24/2024.


Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista, Hilda Jana Gísladóttir S-lista og Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir V-lista óska bókað:

Víð ítrekum þá afstöðu að mikilvægt er að Akureyrarbær setji sér stefnu varðandi uppbyggingu gagnavera í sveitarfélaginu og í framhaldinu hvort að tilefni sé til þess að endurskoða deiliskipulagið, en það gerir ráð fyrir áframhaldandi uppbyggingu gagnavera á lóðum C, D og E. Í þeirri vinnu væri æskilegt að tekið verði upp víðtækara samtal við hlutaðeigendur á starfssvæði SSNE um uppbyggingu gagnavera á svæðinu til framtíðar, þar sem ýmislegt bendir til þess að Norðurland verði ákjósanlegur kostur gagnavera í framtíðinni.

2.Hofsbót 1-3 - auglýsing lóðar

Málsnúmer 2023030521Vakta málsnúmer

Liður 4 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 17. janúar 2024:

Liður 21 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 10. janúar 2024:

Lögð fram tillaga að úthlutunar- og útboðsskilmálum fyrir lóðirnar Hofsbót 1 og 3.

Skipulagsráð samþykkir að vísa ákvörðun um útboð lóðanna til bæjarráðs og ákvörðun um hlutfall gatnagerðargjalds til bæjarstjórnar.

Jón Hjaltason óflokksbundinn situr hjá við afgreiðslu þessa máls.

Pétur Ingi Haraldsson skipulagsfulltrúi og Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð frestar málinu til næsta fundar og felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram.

Pétur Ingi Haraldsson skipulagsfulltrúi sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir að lóðunum Hofsbót 1 og 3 verði úthlutað með útboðsleið með lágmarksverði í samræmi við framlagða skilmála.

3.Fyrirspurn frá Innviðaráðuneytinu um innheimtu innviðagjalda

Málsnúmer 2024011007Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 18. janúar 2024 frá innviðaráðuneytinu þar sem óskað er upplýsinga varðandi innheimtu innviðagjalda í sveitarfélögum.

Pétur Ingi Haraldsson skipulagsfulltrúi sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara erindinu.

4.Listasafnið á Akureyri - sýningaráætlun 2024 og rekstur 2023

Málsnúmer 2024011009Vakta málsnúmer

Rætt um rekstur Listasafnsins á Akureyri á árinu 2023 og sýningaráætlun 2024.

Sumarliði Helgason sviðsstjóri þjónustu- og skipulagssviðs og Hlynur Hallsson safnstjóri Listasafnsins á Akureyri sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

5.Menningarfélag Akureyrar - rekstur og starfsemi 2023-2024

Málsnúmer 2024011081Vakta málsnúmer

Eva Hrund Einarsdóttir framkvæmdastjóri Menningarfélags Akureyrar mætti til fundar og fór yfir rekstur og starfsemi menningarfélagsins.

6.Sameining Háskólans á Akureyri og Háskólans á Bifröst

Málsnúmer 2024010005Vakta málsnúmer

Rætt um fýsileikakönnun vegna sameiningar Háskólans á Akureyri og Háskólans á Bifröst.

Eyjólfur Guðmundsson rektor Háskólans á Akureyri og Elín Díanna Gunnarsdóttir aðstoðarrektor Háskólans á Akureyri sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarfulltrúarnir Halla Björk Reynisdóttir og Lára Halldóra Eiríksdóttir sátu undir þessum lið í gegnum fjarfundarbúnað.
Bæjarráð þakkar fyrir kynninguna.

7.Red Bull - verkefni í Hlíðarfjalli

Málsnúmer 2024011171Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að samningi við Red Bull Japan Co.,Ltd. varðandi afnot af Hlíðarfjalli, gerð stökkpalls og upptöku myndefnis vegna viðburðar á vegum fyrirtækisins.

Guðríður Friðriksdóttir sviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs og Brynjar Helgi Ásgeirsson forstöðumaður í Hlíðarfjalli sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð felur forstöðumanni Hlíðarfjalls að vinna málið áfram og ganga frá samningnum.

8.Fjölmenningarráð SSNE

Málsnúmer 2024011145Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi dagsett 19. janúar 2024 þar sem Elva Gunnlaugsdóttir f.h. Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra óskar eftir tilnefningu fulltrúa Akureyrarbæjar í fjölmenningarráð SSNE.
Bæjarráð tilnefnir Zane Brikovska í fjölmenningarráðið.

9.Fundargerðir öldungaráðs

Málsnúmer 2023050173Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 34. fundar öldungaráðs Akureyrarbæjar dagsett 17. janúar 2024.

10.Stjórn Norðurorku hf. - fundargerðir 2022-2024

Málsnúmer 2022031302Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 293. fundar stjórnar Norðurorku hf. dagsett 12. desember 2023.

11.Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - fundargerðir 2024

Málsnúmer 2024010317Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 941. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga dagsett 12. janúar 2024.

12.Frumvarp til laga um breytingar á lögum nr. 491997 um varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum

Málsnúmer 2024010800Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi dagsett 15. janúar 2024 frá Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um breytingu á lögum um varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum.

Umsagnarfrestur er til og með 26. janúar 2024. Þátttaka í samráðinu fer fram í gegnum samráðsgáttina.

13.Drög að reglugerð um sjálfbæra landnýtingu

Málsnúmer 2024011165Vakta málsnúmer

Matvælaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 3/2024, reglugerð um sjálfbæra landnýtingu. Akureyrarbæ er sérstaklega boðið að taka þátt.

Umsagnarfrestur er til og með 14.02.2024. Þátttaka í samráðinu fer fram í gegnum samráðsgáttina.

Fundi slitið - kl. 11:43.