Bæjarráð

3806. fundur 24. apríl 2023 kl. 10:00 - 11:56 Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Halla Björk Reynisdóttir formaður
  • Heimir Örn Árnason
  • Hlynur Jóhannsson
  • Hilda Jana Gísladóttir
  • Jón Hjaltason áheyrnarfulltrúi
  • Jana Salóme I. Jósepsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri
  • Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður ritaði fundargerð
Fundargerð ritaði: Jón Þór Kristjánsson forstöðumaður þjónustu og þróunar
Dagskrá
Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista tilkynnti forföll.
Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri sat fundinn í gegnum fjarfundarbúnað.

1.Ársreikningur Akureyrarbæjar fyrir árið 2022 - síðari umræða

Málsnúmer 2022090397Vakta málsnúmer

Síðari umræða um ársreikning Akureyrarbæjar fyrir árið 2022.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir að vísa ársreikningi Akureyrarbæjar fyrir árið 2022 til síðari umræðu í bæjarstjórn.

2.Lífeyrissjóður starfsmanna Akureyrarbæjar - samþykktarbreytingar

Málsnúmer 2021041299Vakta málsnúmer

Lagðar fram tillögur að breytingum á samþykkt Lífeyrissjóðs starfsmanna Akureyrarbæjar.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð staðfestir fyrir sitt leyti framlagðar tillögur um breytingar á samþykktum Lífeyrissjóðs starfsmanna Akureyrarbæjar sem lagðar verða fram til samþykktar á ársfundi sjóðsins 17. maí nk. og vísar þeim til afgreiðslu bæjarstjórnar.

3.Áskorun til bæjarstjórnar að styðja við Kisukot

Málsnúmer 2023040414Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 12. apríl 2023 frá Rósu Líf Darradóttur f.h. stjórnar Samtaka um dýravelferð á Íslandi sem skorar á bæjarstjórn að styðja við starfsemi Kisukots.

Pétur Ingi Haraldsson skipulagsfulltrúi og Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpmála sátu fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð vísar umræðu um málið til umhverfis- og mannvirkjaráðs.

4.Stytting vinnuvikunnar í leikskólum

Málsnúmer 2023040493Vakta málsnúmer

Rætt um vinnutímastyttingu í leikskólum.

Bjarni Ómar Haraldsson sérfræðingur á kjarasviði Sambands íslenskra sveitarfélaga sat fund bæjarráðs undir þessum lið í gegnum fjarfundabúnað.

Þá sátu einnig fundinn undir þessum lið Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri mannauðssviðs, Kristín Jóhannesdóttir sviðsstjóri fræðslu- og lýðheilsusviðs og Birna Eyjólfsdóttir forstöðumaður mannauðsmála.

5.Samstarf Akureyrarbæjar og Samtakanna '78

Málsnúmer 2022100497Vakta málsnúmer

Liður 4 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 13. apríl 2023:

Liður 4 í fundargerð fræðslu- og lýðheilsuráðs dagsettri 3. apríl 2023:

Lögð fram til samþykktar drög að samningi við Samtökin '78 um fræðslu.

Áheyrnarfulltrúar: Aðalbjörn Hannesson fulltrúi foreldra leikskólabarna, Anna Bergrós Arnarsdóttir fulltrúi grunnskólastjóra, Anna Lilja Sævarsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Daníel Sigurður Eðvaldsson fulltrúi foreldra grunnskólabarna, Ingi Jóhann Friðjónsson fulltrúi leikskólakennara, Pollý Rósa Brynjólfsdóttir fulltrúi grunnskólakennara og Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.

Fræðslu- og lýðheilsuráð samþykkir samninginn fyrir sitt leyti og vísar honum til bæjarráðs.

Kristín Jóhannesdóttir sviðsstjóri fræðslu- og lýðheilsusviðs og Bjarki Ármann Oddsson forstöðumaður skrifstofu fræðslu- og lýðheilsusviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir að gerður verði samningur við Samtökin '78 á grundvelli tilboðs samtakanna og felur bæjarlögmanni að útbúa drög að samningi og leggja fyrir bæjarráð.

Kristín Jóhannesdóttir sviðsstjóri fræðslu- og lýðheilsusviðs sat fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir framlagðan samning með þeim breytingum sem komu fram á fundinum og felur bæjarstjóra að undirrita hann.

6.Hope Spot - Vonarsvæði - boð um þátttöku

Málsnúmer 2023010602Vakta málsnúmer

Liður 5 í fundargerð umhverfis- og mannvirkjaráðs dagsettri 21. mars 2023:

Erindi dagsett 9. janúar 2023 frá Belén García Ovide f.h. Ocean Missions og Hvalasafnsins á Húsavík þar sem greint er frá því að Eyjafjörður, Skjálfandaflói og Grímsey hafa verið valin sem fyrsta íslenska "Vonarsvæðið" (e. Hope Spot). Þetta eru sérstök svæði sem skilgreind eru á heimsvísu sem mikilvæg fyrir heilbrigði hafsins. Akureyrarbæ er boðið að taka þátt í að kynna verkefnið.

Umhverfis- og mannvirkjaráð fagnar tilnefningunni og vísar málinu til bæjarráðs til frekari vinnslu.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara erindinu.

7.Ferjuhafnir í Dalvíkurbyggð - beiðni um samtal við Akureyrarbæ vegna uppbyggingar

Málsnúmer 2023040616Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Eyrúnu Ingibjörgu Sigþórsdóttur sveitarstjóra Dalvíkurbyggðar dagsett 18. apríl 2023 þar sem leitast er eftir samstarfi vegna uppbyggingar, viðhalds og reksturs ferjuhafna Dalvíkurbyggðar.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við sveitarstjóra Dalvíkurbyggðar um framhaldið.

8.Stapi lífeyrissjóður - ársfundur 2023

Málsnúmer 2023040234Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 5. apríl 2023 frá Jóhanni Steinari Jóhannssyni f.h. stjórnar Stapa lífeyrissjóðs þar sem boðað er til ársfundar sjóðsins miðvikudaginn 3. maí nk. Fundurinn verður haldinn í menningarhúsinu Hofi á Akureyri og hefst kl. 14:00.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að fara með atkvæði Akureyrarbæjar á ársfundinum.

9.Landskerfi bókasafna hf. - aðalfundur 2023

Málsnúmer 2022030931Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 17. apríl 2023 frá Sveinbjörgu Sveinsdóttur f.h. stjórnar Landskerfis bókasafna hf. þar sem boðað er til aðalfundar félagsins þriðjudaginn 9. maí nk. kl. 14:30 að Katrínartúni 4 í Reykjavík.
Bæjarráð felur Árna Konráði Bjarnasyni að fara með umboð Akureyrarbæjar á fundinum.

10.Hverfisráð Grímseyjar - fundargerðir 2023

Málsnúmer 2023030655Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð hverfisráðs Grímseyjar dagsett 7. apríl 2023.
Bæjarráð vísar umsögn hverfisráðs varðandi vindmyllur í Grímsey til skipulagsráðs.

11.Hverfisráð Hríseyjar - fundargerðir 2023

Málsnúmer 2023010813Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 161. fundar hverfisráðs Hríseyjar dagsett 13. apríl 2023.
Bæjarráð vísar dagskrárliðum 1 og 3, varðandi staðsetningu á hundasvæði, umsjón með öskudagstunnu og framkvæmdir við sjósundstiga, til umhverfis- og mannvirkjasviðs.

12.Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - fundargerðir 2023

Málsnúmer 2023011346Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 921. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga dagsett 30. mars 2023.

13.Stjórn Norðurorku hf. - fundargerðir 2022-2023

Málsnúmer 2022031302Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar fundargerðir 283., 284. og 285. fundar stjórnar Norðurorku hf. dagsettar 28. febrúar, 21. mars og 28. mars 2023.

Fundi slitið - kl. 11:56.