Bæjarstjórn

3519. fundur 15. nóvember 2022 kl. 16:00 - 16:45 Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Heimir Örn Árnason forseti bæjarstjórnar
  • Jana Salóme I. Jósepsdóttir
  • Lára Halldóra Eiríksdóttir
  • Inga Dís Sigurðardóttir
  • Brynjólfur Ingvarsson
  • Gunnar Már Gunnarsson
  • Gunnar Líndal Sigurðsson
  • Halla Björk Reynisdóttir
  • Hilda Jana Gísladóttir
  • Hulda Elma Eysteinsdóttir
  • Sunna Hlín Jóhannesdóttir
Starfsmenn
  • Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður ritaði fundargerð
Fundargerð ritaði: Jón Þór Kristjánsson forstöðumaður þjónustu og þróunar
Dagskrá
Inga Dís Sigurðardóttir M-lista sat fund bæjarstjórnar í forföllum Hlyns Jóhannssonar.

1.Dvergaholt 5-7-9 - umsókn um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 2022100813Vakta málsnúmer

Liður 5 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 9. nóvember 2022:

Erindi dagsett 23. október 2022 þar sem Haraldur Sigmar Árnason f.h. Trétaks ehf. sækir um breytingu á deiliskipulagi fyrir lóð nr. 5-7-9 við Dvergaholt. Meðfylgjandi eru greinargerð og uppdráttur.

Halla Björk Reynisdóttir bar upp vanhæfi við afgreiðslu málsins sem lóðarhafi Hulduholts nr. 29 og var það samþykkt. Vék hún af fundi undir umræðum og við afgreiðslu máls.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki að gerð verði breyting á Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 og breyting á deiliskipulagi Holtahverfis norður til samræmis við erindið.

Skipulagsráð telur að sérstakar ástæður þurfi að vera fyrir hendi til að samþykkja breytingu á nýsamþykktu deiliskipulagi. Skipulagsráð telur þó að slíkar aðstæður séu fyrir hendi nú í ljósi landfræðilegrar legu umræddrar lóðar sem staðsett er ofan í hvilft.

Er skipulagsfulltrúa falið að láta vinna lýsingu að breytingu á aðalskipulagi og leggja fyrir bæjarstjórn.

Lögð er fram tillaga að lýsingu á breytingu á aðalskipulagi skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Í upphafi þessa dagskrárliðar vakti Halla Björk Reynisdóttir L-lista á því athygli að hún teldi sig vanhæfa til að fjalla um þennan lið. Var meint vanhæfi borið undir atkvæði og samþykkt samhljóða. Halla Björk vék af fundi við umræðu og afgreiðslu málsins.

Hulda Elma Eysteinsdóttir kynnti málið. Til máls tóku Hilda Jana Gísladóttir og Sunna Hlín Jóhannesdóttir.

Bæjarstjórn samþykkir með 9 atkvæðum að hafna því að gerð verði breyting á Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 og deiliskipulagi Holtahverfis norður til samræmis við erindið. Samkvæmt gildandi skipulagi er hámarkshæð fjölbýlishúsa á svæðinu fjórar hæðir en samkvæmt erindinu er lagt til að heimilt verði að bæta við fimmtu hæðinni. Bæjarstjórn telur að aðstæður séu ekki með þeim hætti að þær kalli á breytingar á nýsamþykktu deiliskipulagi.

Brynjólfur Ingvarsson situr hjá.

2.Skarðshlíð 20 - umsókn um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 2022110175Vakta málsnúmer

Liður 4 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 9. nóvember 2022:

Erindi dagsett 3. nóvember 2022 þar sem Birgir Teitsson f.h. byggingarfélagsins Hyrnunnar sækir um breytingu á deiliskipulagi fyrir lóð nr. 20 við Skarðshlíð.

Tillagan gerir ráð fyrir vinkilbyggingu sem er 5 hæðir í miðjunni en lækkar til hliðanna í 3 hæðir. Byggingin mun rúma 53 íbúðir með alls 78 bílastæðum, þar af 46 stæðum í bílakjallara.

Meðfylgjandi eru tillögu- og skýringaruppdrættir.

Skipulagsráð tekur jákvætt í erindið og leggur til við bæjarstjórn að breyting á deiliskipulagi til samræmis við fyrirliggjandi gögn að undanskilinni stækkun lóðarinnar til suðurs verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Halla Björk Reynisdóttir kynnti málið.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum að framlögð tillaga að breytingu á deiliskipulagi að undanskilinni stækkun lóðarinnar til suðurs verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

3.Samstarfssamningur um Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra

Málsnúmer 2022110134Vakta málsnúmer

Liður 5 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 10. nóvember 2022:

Lögð fram drög að nýjum samstarfssamningi sveitarfélaga sem standa að Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra.

Bæjarráð samþykkir samstarfssamninginn og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn, en leggur til eina breytingu þess efnis að heilbrigðisnefnd boði árlega til sameiginlegs fundar með þeim sveitarfélögum sem standa að heilbrigðiseftirlitinu.

Halla Björk Reynisdóttir kynnti málið. Til máls tóku Sunna Hlín Jóhannesdóttir, Halla Björk Reynisdóttir og Hilda Jana Gísladóttir.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum samstarfssamninginn og tekur undir tillögu bæjarráðs, þess efnis að heilbrigðisnefnd boði árlega til sameiginlegs fundar með þeim sveitarfélögum sem standa að heilbrigðiseftirlitinu.

4.Vinabæir og erlend samskipti - 2022-2026

Málsnúmer 2022010136Vakta málsnúmer

Liður 3 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 10. nóvember 2022:

Umræða um vinabæjarsamstarf við Múrmansk og aðild Akureyrarbæjar að Northern Forum.

Hulda Sif Hermannsdóttir aðstoðarmaður bæjarstjóra sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð fordæmir innrás rússneskra stjórnvalda í Úkraínu og leggur til við bæjarstjórn að Akureyrarbær slíti vinabæjarsamstarfi við Múrmansk og jafnframt að Akureyrarbær segi sig úr samtökunum Northern Forum, sem er að stórum hluta samtök sveitarfélaga í Rússlandi.

Bæjarráð vísar tillögunum til umræðu í bæjarstjórn.

Halla Björk Reynisdóttir kynnti málið. Til máls tók Gunnar Már Gunnarsson.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum að taka undir bókun bæjarráðs, sem fordæmir innrás rússneskra stjórnvalda í Úkraínu og samþykkir þess vegna að slíta vinabæjarsamstarfi við Múrmansk. Jafnframt samþykkir bæjarstjórn að Akureyrarbær segi sig úr samtökunum Northern Forum.

Bæjarstjórn felur bæjarstjóra að senda tilkynningar þess efnis.

5.Loftgæðamál á Akureyri 2022

Málsnúmer 2022110473Vakta málsnúmer

Umræða um loftgæði.

Málshefjandi var Jana Salóme I. Jósepsdóttir.

Til máls tóku Gunnar Líndal Sigurðsson, Hilda Jana Gísladóttir, Heimir Örn Árnason, Sunna Hlín Jóhannesdóttir og Halla Björk Reynisdóttir.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum að Akureyrarbær meti árangur þeirra aðgerða sem ráðist hefur verið í til að takamarka áhrif svifryks og setji sér markmið um hversu mikið eigi að draga úr svifryksmengun á tilgreindum tíma. Í því skyni verði settar fram fyrirhugaðar leiðir og mælanlegir mælikvarðar.

Vísar bæjarstjórn tillögu sinni til umhverfis- og mannvirkjaráðs.
Eftirtaldar fundargerðir eru lagðar fram til kynningar:

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa 3. og 10. nóvember 2022
Bæjarráð 3. og 10. nóvember 2022
Fræðslu- og lýðheilsuráð 7. nóvember 2022
Skipulagsráð 9. nóvember 2022
Umhverfis- og mannvirkjaráð 8. nóvember 2022
Velferðarráð 26. október og 9. nóvember 2022

Hægt er að nálgast fundargerðirnar á heimasíðu Akureyrarbæjar: https://www.akureyri.is/is/stjornkerfi/stjornsysla/fundargerdir

Fundi slitið - kl. 16:45.