Bæjarráð

3713. fundur 21. janúar 2021 kl. 08:15 - 10:41 Fjarfundur
Nefndarmenn
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson formaður
  • Gunnar Gíslason
  • Halla Björk Reynisdóttir
  • Hilda Jana Gísladóttir
  • Hlynur Jóhannsson
  • Sóley Björk Stefánsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri
  • Kristín Sóley Sigursveinsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Kristín Sóley Sigursveinsdóttir forstöðumaður upplýsinga- og þjónustudeildar
Dagskrá

1.Smáforrit fyrir þjónustu- og upplýsingagjöf

Málsnúmer 2019040495Vakta málsnúmer

Róbert Freyr Jónsson og Margrét Víkingsdóttir frá Stefnu mættu á fund bæjarráðs til að kynna stöðu verkefnsins.

Kristinn J. Reimarsson sviðsstjóri samfélagssviðs, Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs og bæjarfulltrúarnir Eva Hrund Einarsdóttir, Heimir Haraldsson, Ingibjörg Ólöf Isaksen og Þórhallur Jónsson sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð þakkar Róbert og Margréti fyrir komuna á fundinn. Bæjarráð samþykkir að unnið verði að áframhaldandi þróun forritsins í samvinnu við fleiri sveitarfélög og felur sviðsstjóra stjórnsýslusviðs og sviðsstjóra samfélagssviðs að fylgja málinu eftir.

2.Gallup - þjónusta sveitarfélaga 2020 Akureyri

Málsnúmer 2020080951Vakta málsnúmer

Farið yfir helstu niðurstöður þjónustukönnunar fyrir Akureyrarbæ.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs, Jón Þór Kristjánsson verkefnastjóri upplýsingamiðlunar og bæjarfulltrúarnir Eva Hrund Einarsdóttir, Heimir Haraldsson, Ingibjörg Ólöf Isaksen og Þórhallur Jónsson sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð telur mikilvægt að fá fram viðhorf bæjarbúa til þjónustu sveitarfélagsins og þakkar þátttakendum í könnuninni fyrir mikilvægt framlag. Bæjarráð fagnar því að ánægja bæjarbúa með fjölmarga þætti í þjónustu bæjarfélagsins hafi aukist og leggur áherslu á að niðurstöðurnar séu nýttar með markvissum hætti, eins og áður hefur verið gert til þess að auka enn frekar ánægju bæjarbúa. Þá vekur bæjarráð athygli á ábendingahnappi á heimasíðu Akureyrarbæjar, þar er ávallt hægt að koma á framfæri ábendingum um hvernig bæta megi þjónustu bæjarfélagsins.

Bæjarráð felur sviðsstjóra stjórnsýslusviðs og verkefnastjóra upplýsingamiðlunar að koma þjónustukönnuninni á framfæri á heimasíðu sveitarfélagsins og beinir því til sviða og ráða að taka niðurstöður könnunarinnar til umfjöllunar og úrvinnslu.

3.Móttökusveitarfélög - beiðni félagsmálaráðuneytisins um þátttöku í tilraunaverkefni

Málsnúmer 2020110402Vakta málsnúmer

Liður 5 í fundargerð velferðarráðs dagsettri 13. janúar 2021:

Tekið fyrir að nýju erindi frá félagsmálaráðuneytinu varðandi þátttöku í tilraunaverkefni um móttöku flóttafólks.

Anna Marit Níelsdóttir forstöðumaður í félagsþjónustu sat fundinn undir þessum lið.

Velferðarráð lýsir yfir vilja til að taka þátt í verkefninu og vísar málinu til bæjarráðs.

Heimir Haraldsson formaður velferðarráðs og Guðrún Sigurðardóttir sviðsstjóri velferðarsviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir með fimm samhljóða atkvæðum þátttöku Akureyrarbæjar í tilraunaverkefni um móttöku flóttafólks og felur sviðsstjóra velferðarsviðs að vinna málið áfram.

4.Frumvarp til laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna, 354. mál

Málsnúmer 2020120471Vakta málsnúmer

Kynnt drög að umsögn um frumvarp til laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna.

Guðrún Sigurðardóttir sviðsstjóri velferðarsviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir framlagða umsögn með fimm samhljóða atkvæðum. Bæjarráð fagnar framkomnu frumvarpi og þeim metnaðarfullu markmiðum sem þar eru sett um samþætta þjónustu án hindrana fyrir börn og foreldra en leggur áherslu á þær athugasemdir sem koma fram í umsögn bæjarins, ekki síst þær sem snúa að fjármögnun og innleiðingu.

5.Frumvarp til laga um Barna- og fjölskyldustofu, 355. mál

Málsnúmer 2020120472Vakta málsnúmer

Kynnt drög að umsögn um frumvarp til laga um Barna- og fjölskyldustofu.

Guðrún Sigurðardóttir sviðsstjóri velferðarsviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir framlagða umsögn með fimm samhljóða atkvæðum. Bæjarráð vekur sérstaklega athygli á athugasemd við fyrirhugaða gjaldtöku sem getur ýtt undir hættu á að ójafnræði skapist milli íbúa landsins til þjónustunnar.

6.Frumvarp til laga um Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála, 356. mál

Málsnúmer 2020120473Vakta málsnúmer

Kynnt drög að umsögn um frumvarp til laga um Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála.

Guðrún Sigurðardóttir sviðsstjóri velferðarsviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir framlagða umsögn með fimm samhljóða atkvæðum.

7.Afskriftir krafna 2020

Málsnúmer 2021010997Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga sviðsstjóra fjársýslusviðs dagsett 20. janúar 2021 um afskriftir krafna. Kröfurnar eru frá árunum 2017 og fyrri árum. Jafnframt er um að ræða nokkrar nýrri kröfur hjá gjaldþrota aðilum og einstaklingum sem fengið hafa greiðsluaðlögun. Samtals er um 412 kröfur að ræða að fjárhæð krónur 8.209.570.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir með fimm samhljóða atkvæðum tillögu sviðsstjóra fjársýslusviðs um afskriftir 412 krafna að fjárhæð krónur 8.209.570.

Fundi slitið - kl. 10:41.