Lögð fram að nýju að lokinni auglýsingu, tillaga að breytingu á deiliskipulagi fyrir Hafnarstræti 34. Tillagan er lögð fram ásamt umsögn Minjastofnunar dagsett 20. janúar 2020, tveimur athugasemdum sem bárust á kynningartíma og bréfi Þorgeirs Jónssonar arkitekts, fyrir hönd umsækjanda, þar sem fram koma viðbrögð við efni innkominna athugasemda og drög að aðaluppdráttum fyrirhugaðra húsa. Þá er einnig lögð fram tillaga sviðsstjóra skipulagssviðs að svörum við innkomnum athugasemdum.
Tillagan er lögð fram með þeirri breytingu að í skilmálum er sett ákvæði um að breidd húsa megi að hámarki vera 9 m og lengd 15 m.