Hafnarstræti 34 - umsókn um breytt deiliskipulag

Málsnúmer 2019090300

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 323. fundur - 25.09.2019

Erindi dagsett 17. september 2019 þar sem Þorgeir Jónsson fyrir hönd Höfða fasteignafélags ehf., kt. 690104-2020, sækir um breytingu á deiliskipulagi lóðar nr. 34 við Hafnarstræti. Sótt er um að skilgreina lóðina sem íbúðarhúsalóð en ekki lóð fyrir viðskipti og þjónustu eins og nú er. Meðfylgjandi eru tillöguuppdrættir sem sýna tvö íbúðarhús með allt að 8 íbúðum á tveimur hæðum sem kæmu í staðinn fyrir núverandi hús.
Skipulagsráð tekur jákvætt í erindið en felur sviðsstjóra skipulagssviðs að ræða nánar við umsækjanda um umbeðnar breytingar.

Skipulagsráð - 324. fundur - 09.10.2019

Lögð fram endurskoðuð tillaga að hugmyndum um uppbyggingu íbúðarhúsnæðis á lóðinni Hafnarstræti 34. Var áður fjallað um hugmyndir að uppbyggingu á lóðinni á fundi skipulagsráðs 25. september 2019. Í þeirri tillögu sem nú er lögð fram er gert ráð fyrir stækkun lóðarinnar Hafnarstræti 34 og að byggð verði 3 íbúðarhús í stað núverandi atvinnuhúsnæðis.
Skipulagsráð heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi sem felur í sér að byggð verði tvö íbúðarhús á svæðinu í samræmi við fyrri tillögu. Breytingin verði unnin í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og í samráði við sviðsstjóra skipulagssviðs.

Skipulagsráð - 325. fundur - 30.10.2019

Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi á lóðinni Hafnarstræti 34 til samræmis við bókun skipulagsráðs frá 9. október 2019. Í breytingunni felst að lóðinni er breytt í íbúðarhúsalóð, gert ráð fyrir að fjarlægja megi núverandi atvinnuhúsnæði og byggja í staðinn tvö íbúðarhús með allt að 8 íbúðum. Eru afmörkuð 8 ný stæði á lóðinni. Þá er einnig gert ráð fyrir að lóð spennistöðvar minnki þannig að núverandi gata og bílastæði verði utan hennar.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þegar gerðar hafa verið minniháttar lagfæringar á gögnum í samráði við skipulagssvið.

Bæjarstjórn - 3462. fundur - 05.11.2019

Liður 8 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 30. október 2019:

Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi á lóðinni Hafnarstræti 34 til samræmis við bókun skipulagsráðs frá 9. október 2019. Í breytingunni felst að lóðinni er breytt í íbúðarhúsalóð, gert ráð fyrir að fjarlægja megi núverandi atvinnuhúsnæði og byggja í staðinn tvö íbúðarhús með allt að 8 íbúðum. Eru afmörkuð 8 ný stæði á lóðinni. Þá er einnig gert ráð fyrir að lóð spennistöðvar minnki þannig að núverandi gata og bílastæði verði utan hennar.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þegar gerðar hafa verið minniháttar lagfæringar á gögnum í samráði við skipulagssvið.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsráðs með 11 samhljóða atkvæðum.

Skipulagsráð - 329. fundur - 15.01.2020

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi fyrir Hafnarstræti 34 var auglýst frá 27. nóvember 2019 til 8. janúar 2020. Tillagan gerir ráð fyrir því að lóðinni verði breytt í íbúðarhúsalóð. Gert er ráð fyrir að fjarlægja megi núverandi atvinnuhúsnæði og byggja í staðinn tvö íbúðarhús með allt að 8 íbúðum. Afmörkuð verða 8 ný bílastæði á lóðinni. Þá er einnig gert ráð fyrir að lóð spennistöðvar við Hafnarstræti 32 minnki þannig að núverandi bílastæði verði utan hennar.

Tvær athugasemdir bárust á kynningartíma.
Afgreiðslu frestað þar til viðbrögð umsækjanda um deiliskipulag við fyrirliggjandi athugasemdum liggja fyrir.

Skipulagsráð - 330. fundur - 29.01.2020

Lögð fram að nýju að lokinni auglýsingu, tillaga að breytingu á deiliskipulagi fyrir Hafnarstræti 34. Tillagan er lögð fram ásamt umsögn Minjastofnunar dagsett 20. janúar 2020, tveimur athugasemdum sem bárust á kynningartíma og bréfi Þorgeirs Jónssonar arkitekts, fyrir hönd umsækjanda, þar sem fram koma viðbrögð við efni innkominna athugasemda og drög að aðaluppdráttum fyrirhugaðra húsa. Þá er einnig lögð fram tillaga sviðsstjóra skipulagssviðs að svörum við innkomnum athugasemdum.


Tillagan er lögð fram með þeirri breytingu að í skilmálum er sett ákvæði um að breidd húsa megi að hámarki vera 9 m og lengd 15 m.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt með breytingum á skilmálum til að koma á móts við innkomnar athugasemdir og jafnframt að umsögn um athugasemdir verði samþykkt.

Bæjarstjórn - 3467. fundur - 04.02.2020

Liður 4 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 29. janúar 2020:

Lögð fram að nýju að lokinni auglýsingu, tillaga að breytingu á deiliskipulagi fyrir Hafnarstræti 34. Tillagan er lögð fram ásamt umsögn Minjastofnunar dagsett 20. janúar 2020, tveimur athugasemdum sem bárust á kynningartíma og bréfi Þorgeirs Jónssonar arkitekts, fyrir hönd umsækjanda, þar sem fram koma viðbrögð við efni innkominna athugasemda og drög að aðaluppdráttum fyrirhugaðra húsa. Þá er einnig lögð fram tillaga sviðsstjóra skipulagssviðs að svörum við innkomnum athugasemdum.

Tillagan er lögð fram með þeirri breytingu að í skilmálum er sett ákvæði um að breidd húsa megi að hámarki vera 9 m og lengd 15 m.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt með breytingum á skilmálum til að koma á móts við innkomnar athugasemdir og jafnframt að umsögn um athugasemdir verði samþykkt.
Ingibjörg Ólöf Isaksen kynnti tillögu skipulagsráðs.

Bæjarstjórn samþykkir deiliskipulagsbreytinguna með 11 samhljóða atkvæðum (með þeirri breytingu að breidd húsa megi að hámarki vera 9 m og lengd 15 m) og felur skipulagssviði að ganga frá gildistöku breytingarinnar.