Frístundaráð

95. fundur 19. maí 2021 kl. 12:00 - 14:00 Fundarsalur á 2. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Eva Hrund Einarsdóttir formaður
  • Anna Hildur Guðmundsdóttir
  • Haraldur Þór Egilsson
  • Sunna Hlín Jóhannesdóttir
  • Viðar Valdimarsson
  • Valur Sæmundsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Kristinn Jakob Reimarsson sviðsstjóri samfélagssviðs ritaði fundargerð
  • Gunnborg Petra Jóhannsdóttir varamaður fulltrúa ungmennaráðs
Fundargerð ritaði: Kristinn Jakob Reimarsson sviðsstjóri
Dagskrá
Haraldur Þór Egilsson S-lista mætti í forföllum Sveins Arnarssonar.
Valur Sæmundsson V-lista mætti í forföllum Ásrúnar Ýrar Gestsdóttur.
Gunnborg Petra Jóhannsdóttir varafulltrúi ungmennaráðs mætti í forföllum Þuru Björgvinsdóttur.

Í upphafi fundar leitaði formaður afbrigða frá útsendri dagskrá og óskaði eftir að mál nr. 2021050636 Mælaborð barnvæns sveitarfélags yrði tekið af dagskrá. Var það samþykkt.

1.Félagsleg liðveisla

Málsnúmer 2021050574Vakta málsnúmer

Bjarki Ármann Oddsson forstöðumaður tómstundamála og Giedré Grigaraviciuté verkefnastjóri félagslegrar liðveislu mættu á fundinn og kynntu stöðuna á félagslegri liðveislu.
Frístundaráð óskar eftir að starfsmenn endurskoði reglur um félagslega liðveislu. Einnig að þeir setji upp matskvarða á þjónustuna og komi með tillögu að breyttri kostnaðarskiptingu vegna þjónustu sem veitt er öðrum sveitarfélögum.

2.Lýðheilsa ungs fólks á Akureyri

Málsnúmer 2018120001Vakta málsnúmer

Alfa Aradóttir forstöðumaður forvarna- og frístundamála og Guðmundur Óli Gunnarsson forvarna- og félagsmálaráðgjafi mættu á fundinn og kynntu helstu niðurstöður úr könnun Rannsókna og greiningar um lýðheilsu ungs fólks á Akureyri vorið 2021.

Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður tómstundamála sat fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð leggur á það mikla áherslu að niðurstöðurnar verði kynntar foreldrum og forráðamönnum. Einnig að fræðsla um stafræn samskipti verði aukin og reynt verði að koma á jafningjafræðslu um þau samskipti í tengslum við fræðslu vinnuskólans.

3.Sumarvinna með stuðningi

Málsnúmer 2021041542Vakta málsnúmer

Alfa Aradóttir forstöðumaður forvarna- og frístundamála og Orri Stefánsson verkefnastjóri vinnuskólans mættu á fundinn og fóru yfir stöðuna á sumarvinnu með stuðningi.
Frístundaráð hvetur stofnanir Akureyrarbæjar og fyrirtæki til að sýna samfélagslega ábyrgð og taka þátt í verkefninu.

4.Skapandi sumarstörf

Málsnúmer 2019100124Vakta málsnúmer

Alfa Aradóttir forstöðumaður forvarna- og frístundamála mætti á fundinn og fór yfir verkefnið Skapandi sumarstörf sumarið 2021. Kynnti hún hugmynd að götuleikhúsi sem unnin verður í samstarfi við MAk.
Frístundaráð lýsir yfir ánægju með samstarfið við MAk um framkvæmd verkefnisins Skapandi sumarstörf.

5.Kynjaskipting í stjórnum og ráðum íþróttafélaga

Málsnúmer 2021050646Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar yfirlit yfir kynjaskiptingu í stjórnum og ráðum íþróttafélaga.

Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála sat fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð óskar eftir að fá frekari upplýsingar um kynjaskiptingu niður á stjórnir deilda og minni félaga.

6.Ungmennaráð - fundargerðir

Málsnúmer 2014100110Vakta málsnúmer

Fundargerð ungmennaráðs nr. 17 lögð fram til kynningar
Fylgiskjöl:

Fundi slitið - kl. 14:00.