Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa

709. fundur 07. febrúar 2019 kl. 14:00 - 15:30 Fundarherbergi skipulagssviðs
Nefndarmenn
  • Björn Jóhannsson staðgengill byggingarfulltrúa
Fundargerð ritaði: Björn Jóhannsson
Dagskrá

1.Furuvellir 18 - umsókn um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu og tveimur tönkum

Málsnúmer 2019020068Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 1. febrúar 2019 þar sem Ágúst Hafsteinsson fyrir hönd Coca-cola European Partners ehf., kt. 470169-1419, sækir um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við hús nr. 18 við Furuvelli. Viðbygging og tveir nýir stáltankar komi við austurhlið vinnslusals. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Ágúst Hafsteinsson.
Staðgengill byggingarfulltrúa óskar umsagnar skipulagsráðs þar sem umbeðin breyting varðar útlit og form hússins og deiliskipulag liggur ekki fyrir.

2.Hamarstígur 25 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2019020028Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 3. febrúar 2019 þar sem Sólveig Ingunn Skúladóttir sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum á þaki og risi á húsi sínu nr. 25 við Hamarstíg. Meðfylgjandi er teikning eftir Valbjörn Ægi Vilhjálmsson, sem ætluð er til grenndarkynningar.
Staðgengilli byggingarfulltrúa óskar umsagnar skipulagsráðs þar sem umbeðin breyting varðar útlit og form hússins og deiliskipulag liggur ekki fyrir.

3.Miðhúsavegur 1 - umsókn um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu

Málsnúmer 2018090317Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 25. janúar 2019 þar sem Fanney Hauksdóttir fyrir hönd Vegagerðarinnar, kt. 680269-2899, sækir um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við hús nr. 1 við Miðhúsaveg ásamt breytingum á núverandi húsi. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Fanneyju Hauksdóttur. Innkomnar nýjar teikningar 6. febrúar 2019.
Staðgengill byggingafulltrúa samþykkir erindið.

4.Gleráreyrar 1, rými 63 - rými breytt í skrifstofu

Málsnúmer 2019010171Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 15. janúar 2019 þar sem Egill Guðmundsson fyrir hönd EF1 hf., kt. 681113-0960, sækir um leyfi til að útbúa skrifstofu í rými 63 á 2. hæð í húsi nr. 1 við Gleráreyrar. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Gunnar Boga Borgarsson. Innkomin ný teikning 7. febrúar 2019.
Staðgengill byggingafulltrúa samþykkir erindið.

5.Hvannavellir 14 - umsókn um breytingar á 2. hæð

Málsnúmer 2018070358Vakta málsnúmer

Erindin dagsett 5. febrúar 2019 þar sem Kári Magnússon fyrir hönd Reita - skrifstofa ehf., 530117-0730, sækir um leyfi fyrir breytingum á innra skipulagi SA-hluta á 2. hæð í húsi nr. 14 að Hvannavöllum. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Fanneyju Hauksdóttur.
Staðgengill byggingafulltrúa samþykkir erindið.

Fundi slitið - kl. 15:30.