Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa

708. fundur 31. janúar 2019 kl. 13:00 - 13:35 Fundarherbergi á 3. hæð Ráðhúss
Nefndarmenn
  • Leifur Þorsteinsson byggingarfulltrúi
  • Björn Jóhannsson
Starfsmenn
  • Stefanía G Sigmundsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Stefanía Sigmundsdóttir
Dagskrá

1.Óseyri 1 - umsókn um bráðabirgðastöðuleyfi fyrir sumarhús

Málsnúmer 2019010205Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 18. janúar 2019 þar sem Leifur Hjörleifsson fyrir hönd Marengs ehf., kt. 461218-0830, sækir um stöðuleyfi til bráðabirgða fyrir sumarhús á lóð nr. 1 við Óseyri meðan fram fer viðgerð á húsinu. Meðfylgjandi er samþykki lóðarhafa og afstöðumynd.
Byggingarfulltrúi samþykkir stöðuleyfi til 31. september 2019.

2.Hvannavellir 14 - umsókn um byggingarleyfi fyrir breytingum

Málsnúmer 2019010102Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 24. janúar 2019 þar sem Fanney Hauksdóttir fyrir hönd Reita ehf., kt. 530117-0730, sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum á brunatæknilegum atriðum á 3. hæð húss nr. 14 við Hvannavelli. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Fanneyju Hauksdóttur.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

3.Miðhúsavegur 1 - umsókn um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu

Málsnúmer 2018090317Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 25. janúar 2019 þar sem Fanney Hauksdóttir fyrir hönd Vegagerðarinnar, kt. 680269-2899, sækir um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við hús nr. 1 við Miðhúsaveg ásamt breytingum á núverandi húsi. Meðfylgjandi er gátlisti og teikningar eftir Fanneyju Hauksdóttur.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

4.Frostagata 6a - umsókn um breytingar

Málsnúmer 2017040119Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 28. janúar 2019 þar sem Kári Magnúsar fyrir hönd Vélsmiðju Steindórs ehf., kt. 690269-3769, sækir um breytingar á áður samþykktum teikningum af innréttingu húss nr. 6a við Frostagötu. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Fanneyju Hauksdóttur.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

Fundi slitið - kl. 13:35.