Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa

795. fundur 21. desember 2020 kl. 13:00 - 14:05 Fjarfundur
Nefndarmenn
  • Leifur Þorsteinsson byggingarfulltrúi
Starfsmenn
  • Arnar Ólafsson verkefnastjóri byggingarmála
  • Stefanía G Sigmundsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Stefanía Sigmundsdóttir
Dagskrá

1.Miðhúsavegur 1 - umsókn um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu

Málsnúmer 2018090317Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 4. desember 2020 þar sem Fanney Hauksdóttir fyrir hönd Vegagerðarinnar sækir um breytingar á áður samþykktum teikningum af viðbyggingu húss nr. 1 við Miðhúsaveg. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Fanneyju Hauksdóttur.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

2.Rangárvellir 3 - umsókn um byggingarleyfi fyrir stækkun aðveitustöðvar

Málsnúmer 2019090319Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 14. desember 2020 þar sem Fanney Hauksdóttir fyrir hönd Rarik ohf. sækir um breytingar á áður samþykktum teikningum af húsi nr. 3 við Rangárvelli. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Fanneyju Hauksdóttur.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

3.Höfðahlíð Glerárskóli D-álma - umsókn um breytingar

Málsnúmer 2020020513Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 9. desember 2020 þar sem Ágúst Hafsteinsson fyrir hönd umhverfis- og mannvirkjasviðs Akureyrarbæjar sækir um breytingar á áður samþykktum teikningum af Glerárskóla D-álmu. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Ágúst Hafsteinsson.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

4.Tryggvabraut 24 - umsókn um breytingar

Málsnúmer 2020030607Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 27. nóvember 2020 þar sem Orri Árnason fyrir hönd TB24 ehf. sækir um breytingar frá áður samþykktum teikningum af Tryggvabraut 24. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Orra Árnason. Innkomnar nýjar teikningar 14. desember 2020.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

5.Freyjunes 1 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2020090573Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 18. september 2020 þar sem Ragnar Auðunn Birgisson fyrir hönd Bygma Ísland ehf. sækir um byggingarleyfi fyrir húsi á lóð nr. 1 við Freyjunes. Fyrirhugað er að byggja blóma- og byggingavöruverslun ásamt timbursölu fyrir Blómaval - Húsasmiðjuna. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Ragnar Auðunn Birgisson. Innkomnar leiðréttar teikningar 14. og 18. desember 2020.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

6.Furulundur 2A - umsókn um atvinnustarfsemi í heimahúsi - hundasnyrting

Málsnúmer 2020100094Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 2. október 2020 frá Guðrúnu Kristínu Valgeirsdóttur þar sem hún sækir um leyfi til að vera með hundasnyrtingu í þvottahúsi íbúðar sinnar Furulundi 2A.

Meðfylgjandi er umsögn Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra og samþykki meðeigenda í húsinu, innkomið 14. desember 2020.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið. Leyfið gildir eingöngu meðan umsækjandi er eigandi íbúðarinnar.

7.Rangárvellir 2 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi og deiliskipulag

Málsnúmer 2020100642Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 22. október 2020 þar sem Fanney Hauksdóttir fyrir hönd Norðurorku hf. sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum á innra skipulagi húsa 1 og 4 á lóð nr. 2 við Rangárvelli ásamt að byggja anddyri og hjólageymslu við hús 1. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Fanneyju Hauksdóttur.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda í skoðunarskýrslu.

8.Hjalteyrargata 22 - umsókn um byggingarleyfi fyrir breytingum innanhúss

Málsnúmer 2020120104Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 3. desember 2020 þar sem Kári Magnússon fyrir hönd Slippsins Akureyri ehf. sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum innanhúss í Hjalteyrargötu 22. Fyrirhugað er að stækka skrifstofuaðstöðu á 2. hæð og setja milliloft í vinnusal, glugga og svalir. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Kára Magnússon.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

9.Fjólugata 14 - umsókn um byggingarleyfi vegna frístundahúss

Málsnúmer 2020120199Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 8. desember 2020 þar sem Arnar Birgir Ólafsson sækir um byggingarleyfi til að breyta geymsluhúsi á lóð nr. 14 við Fjólugötu í vinnustofu. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Þóri Guðmundsson.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda í skoðunarskýrslu.

10.Hafnarstræti 34 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2020120227Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 9. desember 2020 þar sem Þorgeir Jónsson fyrir hönd Höfða fasteignafélags ehf. sækir um byggingarleyfi fyrir fjölbýlishúsi nr. 34 á lóð nr. 34 við Hafnarstræti. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Þorgeir Jónsson.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda í skoðunarskýrslu.

11.Súluvegur - Möl og Sandur - umsókn um stöðuleyfi

Málsnúmer 2020120451Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 17. desember 2020 þar sem Rúnar Þór Björnsson sækir um endurnýjun stöðuleyfis fyrir sumarhús í byggingu á lóð við Súluveg.
Byggingarfulltrúi samþykkir stöðuleyfi til 1. september 2021.

Fundi slitið - kl. 14:05.