Frístundaráð

39. fundur 28. september 2018 kl. 11:30 - 14:00 Rósenborg - fundarsalur 3. hæð
Nefndarmenn
  • Arnar Þór Jóhannesson varaformaður
  • Maron Pétursson
  • Sunna Hlín Jóhannesdóttir
  • Berglind Ósk Guðmundsdóttir
  • Stefán Örn Steinþórsson
  • Ásrún Ýr Gestsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Kristinn Jakob Reimarsson sviðsstjóri samfélagssviðs ritaði fundargerð
  • Ellert Örn Erlingsson deildarstjóri íþróttamála
  • Alfa Aradóttir deildarstjóri forvarna- og frístundadeildar
Fundargerð ritaði: Kristinn Jakob Reimarsson sviðsstjóri
Dagskrá
Stefán Örn Steinþórsson M-lista mætti í forföllum Viðars Valdimarssonar.
Maron Pétursson L-lista mætti í forföllum Hildar Bettyjar Kristjánsdóttur.

1.Skákfélag Akureyrar - styrkbeiðni vegna alþjóðlegs skákmóts 2019

Málsnúmer 2018010366Vakta málsnúmer

Tekin fyrir að nýju styrkbeiðni Skákfélags Akureyrar vegna alþjóðlegs skákmóts 2019.
Frístundaráð samþykkir að styrkja félagið um kr. 100.000 vegna alþjóðlegs móts sem haldið er í tilefni af 100 ára afmæli félagsins.

2.Yfirlit yfir verkefni, framkvæmdir, viðhald og endurnýjun áhalda og búnaðar

Málsnúmer 2018090243Vakta málsnúmer

Áframhald umræðu frá síðsta fundi. Farið yfir verkefnalista frá ÍBA vegna verkefna, framkvæmda, viðhalds og endurnýjunar áhalda og búnaðar.
Frístundaráð óskar eftir því við umhverfis- og mannvirkjaráð að á árinu 2019 verði eftirfarandi búnaður endurnýjaður í íþróttamannvirkjum:

1) Stiga- og tímatafla/klukka í Íþróttahúsi Lundarskóla.

2) Stiga- og tímatafla/klukka í Íþróttahúsi Síðuskóla.

3) Stiga- og tímatafla/klukka í Íþróttahúsi Glerárskóla.

4) Borð, stólar og búnaður í teríu Íþróttahallarinnar.

5) Keypt verði hjólabraut (Pumptrack) á skólalóð.



Frístundaráð óskar eftir því við umhverfis- og mannvirkjaráð að eignarsjóður gatna:

1) Endurnýi og kaupi nýjan umhverfisvænan snjótroðara fyrir Hlíðarfjall.

2) Fjármagni brettapark sunnan Hjallabrautar, jarðvegstilfærslur og uppbyggingu.

3) Endurnýi snjógirðingar í Hlíðarfjalli.

4) Geri áætlun um mótun hjólreiðabrauta í Hlíðarfjalli og viðhald á þeim.



Frístundaráð óskar eftir því við umhverfis- og mannvirkjaráð að farið verði í að:

1) Útbúa félagsaðstöðu í Skautahöllinni sbr. tillögur Skautafélags Akureyrar.

2) Keypt verði “laust" gólf til að leggja á gervigrasið í Boganum.

3) Byggð verði varanleg geymsla við austurhlið Bogans.

4) Útbúa skrifstofu- og félagsaðstöðu á 2. hæð íþróttahallarinnar (suðurenda).

5) Setja upp utanhúss körfuboltavöll við íþróttamiðstöð Glerárskóla.

6) Setja hurð út úr áhaldageymslu íþróttahallarinnar (norður).

7) Kostnaðarmeta uppbyggingu á stærri framtíðaríþróttamannvirkjum.



Frístundaráð minnir á verkefni sem eru komin á spöl og skulu kláruð/ framhaldið haustið/veturinn 2018 eða árið 2019:

- 50m innisundlaug: Halda áfram undirbúningi og hefja hönnun.

- Íþróttamiðstöð Glerárskóla: Skipta um gólf í íþróttasal.

- Siglingasvæði Nökkva: Uppbygging félagsaðstöðu fyrir Nökkva.

- Sparkvellir: Endurnýjun gervigrass.

- Íþróttamiðstöð Glerárskóla: Bæta hljóðvist, yfirfara loftræstikerfi og endurnýja lýsingu í íþróttasal.



Frístundaráð samþykkir framkvæmdayfirlit íþróttamála 2019 - 2022 og vísar því til umhverfis- og mannvirkjaráðs.

Ásrún Ýr Gestsdóttir áheyrnarfulltrúi V-lista vék af fundi kl. 13:25.

3.Starfs- og fjárhagsáætlun frístundaráðs 2019

Málsnúmer 2018080857Vakta málsnúmer

Starfs- og fjárhagsáætlun frístundaráðs fyrir árið 2019 lögð fram til samþykktar.
Tillaga að fjárhagsáætlun málaflokks 102, tómstundamál og Sumarvinna skólafólks, sem eru á ábyrgð frístundaráðs gerir ráð fyrir að það vanti kr. 7.022.000 upp á að rekstur rúmist innan útgefis ramma sem er kr. 119.776.000. Óskað er eftir hækkun á fjárhagsrammanum sem því nemur.



Fjárhagsrammi fyrir málaflokk 106 vegna ársins 2019 er kr. 2.191.601.000 og er framlögð fjárhagsáætlun innan þess ramma.

Frístundaráð samþykkir að óska eftir því við bæjarráð að fá 1,7 viðbótarstöðugildi til að ráða tímabundið verkefnastjóra yfir samfelldum vinnudegi barna (1,0). Til að auka við stöðu verkefnastjóra barnasáttmálans úr 30 í 70% (0,4) og til að auka við stöðugildi verkefnastjóra atvinnumála ungs fólks úr 70 í 100% (0,3) með áherslu á aukna þjónustu vegna starfsemi Virkisins. Kostnaður vegna viðbótarstöðugilda rúmast innan ramma fjárhagsáætlunar.



Frístundaráð samþykkir framlagða fjárhags- og starfsáætlun 2019 með atkvæðum Arnars Þórs Jóhannessonar S-lista, Sunnu Hlínar Jóhannesdóttur B-lista, Marons Péturssonar L-lista og Berglindar Óskar Guðmundsdóttur D-lista. Stefán Örn Steinþórsson M-lista greiddi atkvæði á móti.



Starfs- og fjárhagsáætlun er vísað til endanlegrar afgreiðslu bæjarráðs.



Stefán Örn Steinþórsson M-lista lagði fram eftirfarandi bókun:

Ég leggst gegn lækkun fjárframlaga sem komu fram í samningsdrögum vegna uppbyggingar á svæði Bílaklúbbs Akureyrar úr kr. 25.000.000 á ári í 4 ár niður í kr. 15.000.000 á ári á grundvelli þess að sú upphæð dugi ekki til að klára lágmarks uppbyggingu á svæðinu og skilji því framkvæmdina eftir ókláraða til framtíðar.



Berglind Ósk Guðmundsdóttir D-lista lagði fram eftirfarandi bókun:

Æskilegt væri að hækka fyrir árið 2019 frístundaávísun í kr. 50.000 í samræmi við kosningaloforð flokkanna fyrir kosningar í maí 2018.



Nauðsyn er að brýna fyrir íþróttafélögunum mikilvægi þess að þau setji sér verklagsreglur um viðbrögð við einelti, kynbundinni og kynferðislegri áreitni og öðru ofbeldi til að samræma viðbrögð ef/þegar slík tilvik koma upp.

Fundi slitið - kl. 14:00.