Bæjarstjórn

3453. fundur 16. apríl 2019 kl. 16:00 - 20:20 Hamrar í Hofi
Nefndarmenn
 • Halla Björk Reynisdóttir forseti bæjarstjórnar
 • Dagbjört Elín Pálsdóttir
 • Andri Teitsson
 • Guðmundur Baldvin Guðmundsson
 • Hilda Jana Gísladóttir
 • Ingibjörg Ólöf Isaksen
 • Eva Hrund Einarsdóttir
 • Gunnar Gíslason
 • Rósa Njálsdóttir
 • Sóley Björk Stefánsdóttir
 • Þórhallur Jónsson
Starfsmenn
 • Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri
 • Kristín Sóley Sigursveinsdóttir forstöðumaður upplýsinga- og þjónustudeildar ritaði fundargerð
Fundargerð ritaði: Kristín Sóley Sigursveinsdóttir forstöðumaður upplýsinga- og þjónustudeildar
Dagskrá
Rósa Njálsdóttir M-lista mætti í forföllum Hlyns Jóhannssonar.

Í upphafi fundar leitaði forseti afbrigða til að taka á dagskrá tvo dagskrárliði sem varða breytingu á skipan fulltrúa í nefndum og verði liðir númer 1 og 2 á dagskránni. Var það samþykkt.

1.Bæjarstjórn Akureyrar - breytingar í nefndum 2018-2022

Málsnúmer 2018060500Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga S-lista um breytingu á skipan fulltrúa í umhverfis- og mannvirkjaráði:

Unnar Jónsson verður aðalfulltrúi í stað Ólínu Freysteinsdóttur. Vignir Þormóðsson verður varafulltrúi í stað Unnars Jónssonar.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 samhljóða atkvæðum.

2.Bæjarstjórn Akureyrar - breytingar í nefndum 2018-2022

Málsnúmer 2018060500Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga L-lista um breytingu á skipan fulltrúa í öldungaráði:

Helgi Snæbjarnarson verði aðalfulltrúi og formaður í stað Odds Helga Halldórssonar.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 samhljóða atkvæðum.

3.Ársreikningur Akureyrarbæjar fyrir árið 2018

Málsnúmer 2018080707Vakta málsnúmer

Liður 1 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 11. apríl 2019:

Síðari umræða um ársreikning Akureyrarbæjar fyrir árið 2018.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir með 5 samhljóða atkvæðum að vísa ársreikningi Akureyrarbæjar fyrir árið 2018 til síðari umræðu í bæjarstjórn.

Guðmundur Baldvin Guðmundsson kynnti málið.
Ársreikningur Akureyrarbæjar fyrir árið 2018 var borinn upp í heild sinni og samþykktur með 11 samhljóða atkvæðum.

Ársreikningurinn var síðan undirritaður.

4.Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2019-2022 - viðauki

Málsnúmer 2018050147Vakta málsnúmer

Liður 2 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 11. apríl 2019:

Lagður fram viðauki 2.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir framlagðan viðauka að upphæð 32,2 milljónir króna með 5 samhljóða atkvæðum og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn.

Guðmundur Baldvin Guðmundsson kynnti efni viðaukans.
Bæjarstjórn staðfestir ákvörðun bæjarráðs með 11 samhljóða atkvæðum.

5.Aðalskipulagsbreyting - Krossaneshagi

Málsnúmer 2018080081Vakta málsnúmer

Liður 14 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 10. apríl 2019:

Lögð fram að lokinni kynningu skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga tillaga að breytingu á aðalskipulagi sem felst í að hluti núverandi athafnasvæðis, merkt AT5, sem liggur sunnan Óðinsness og vestan Krossanesbrautar breytist í iðnaðarsvæði. Tillagan var auglýst til kynningar 20. mars sl. og hafa engar athugasemdir borist en fyrir liggja umsagnir Skipulagsstofnunar, Minjastofnunar og Norðurorku við lýsingu aðalskipulagsbreytingarinnar.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að aðalskipulagsbreytingin verði auglýst samkvæmt 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga og feli skipulagssviði að senda breytinguna til athugunar Skipulagsstofnunar.

Ingibjörg Ólöf Isaksen kynnti tillögu skipulagsráðs.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsráðs með 11 samhljóða atkvæðum.

6.Starfsáætlun og stefnuumræða nefnda 2019 - umhverfis- og mannvirkjaráð

Málsnúmer 2019010386Vakta málsnúmer

Starfsáætlun og stefnuumræða umhverfis- og mannvirkjaráðs.

Andri Teitsson formaður ráðsins kynnti áætlunina.

Í umræðum tóku til máls Sóley Björk Stefánsdóttir, Gunnar Gíslason, Guðmundur Baldvin Guðmundsson, Rósa Njálsdóttir, Andri Teitsson, Dagbjört Elín Pálsdóttir, Ingibjörg Ólöf Isaksen, Hilda Jana Gísladóttir, Eva Hrund Einarsdóttir, Gunnar Gíslason (í annað sinn), Sóley Björk Stefánsdóttir (í annað sinn), Halla Björk Reynisdóttir, Þórhallur Jónsson, Ingibjörg Ólöf Isaksen (í annað sinn), Hilda Jana Gísladóttir (í annað sinn), Eva Hrund Einarsdóttir (í annað sinn), Sóley Björk Stefánsdóttir (í þriðja sinn), Guðmundur Baldvin Guðmundsson (í annað sinn), Andri Teitsson, Sóley Björk Stefánsdóttir (í fjórða sinn) og Rósa Njálsdóttir (í annað sinn).
Hilda Jana Gísladóttir vék af fundi kl. 19:45.

7.Stefna Akureyrarbæjar í norðurslóðamálum

Málsnúmer 2019040211Vakta málsnúmer

Umræða um stefnu bæjarins í norðurslóðamálum sem samþykkt var í bæjarstjórn 3. október 2017.

Stefnuna má finna á eftirfarandi slóð: https://www.akureyri.is/static/research/files/stefna-akureyrarbaejar-i-nordurslodamalum-2017pdf

Halla Björk Reynisdóttir reifaði helstu þætti stefnunnar og lagði til að hún yrði tekin til endurskoðunar.

Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri fór yfir hvernig þátttöku Akureyrarbæjar í samstarfi um norðurslóðamál er háttað.

Í umræðum tóku til máls Sóley Björk Stefánsdóttir og Guðmundur Baldvin Guðmundsson.
Bæjarstjórn samþykkir með 10 samhljóða atkvæðum að endurskoða stefnu Akureyrarbæjar í norðurslóðamálum.

8.Skýrsla bæjarstjóra

Málsnúmer 2010090095Vakta málsnúmer

Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri fór yfir helstu atriði í störfum sínum frá síðasta fundi bæjarstjórnar.
Eftirtaldar fundargerðir eru lagðar fram til kynningar:

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa 4. apríl 2019
Bæjarráð 4. og 11. apríl 2019
Frístundaráð 3. og 11. apríl 2019
Fræðsluráð 1. apríl 2019
Skipulagsráð 10. apríl 2019
Stjórn Akureyrarstofu 4. apríl 2019
Umhverfis- og mannvirkjaráð 1. apríl 2019
Velferðarráð 3. apríl 2019

Hægt er að nálgast fundargerðirnar á heimasíðu Akureyrarbæjar: https://www.akureyri.is/is/stjornkerfi/stjornsysla/fundargerdir

Fundi slitið - kl. 20:20.