Leikskólabygging við Glerárskóla

Málsnúmer 2017120010

Vakta málsnúmer

Fræðsluráð - 21. fundur - 04.12.2017

Soffía Vagnsdóttir sviðsstjóri fræðslusvið fór yfir stöðuna á vinnunni.

Fræðsluráð - 22. fundur - 03.12.2018

Formaður fræðsluráðs gerði grein fyrir stöðunni við hönnun leikskólabyggingar á Glerárskólareit. Ráðgert er að byggingin verði tekin í notkun haustið 2021.

Fræðsluráð - 5. fundur - 04.03.2019

Formaður fræðsluráðs gerði grein fyrir vinnu við leikskólabyggingu á Glerárskólareit.

Verið er að vinna við hönnun leikskólans og er skipulagsferlið hafið. Ráðgert er að skólinn verði tekinn í notkun árið 2021.

Fræðsluráð - 8. fundur - 12.04.2019

Erna Rós Ingvarsdóttir verkefnastjóri leikskóla kom á fundinn og gerði grein fyrir stöðu mála við hönnun leikskóla á lóð Glerárskóla.
Fræðsluráð samþykkir samhljóða fyrir sitt leyti framlagðar teikningar og vísar þeim til umhverfis- og mannvirkjasviðs til áframhaldandi vinnu.

Fræðsluráð - 20. fundur - 18.11.2019

Guðríður E. Friðriksdóttir sviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs kom á fundinn og gerði grein fyrir stöðu mála við hönnun leikskóla á lóð Glerárskóla.