Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa

751. fundur 13. desember 2019 kl. 13:00 - 13:45 Fundarherbergi skipulagssviðs
Nefndarmenn
  • Leifur Þorsteinsson byggingarfulltrúi
  • Björn Jóhannsson
Starfsmenn
  • Stefanía G Sigmundsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Stefanía Sigmundsdóttir
Dagskrá

1.Lyngholt 9 - afturköllun á byggingaráformum

Málsnúmer 2017100032Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 9. desember 2019 þar sem Jóhann Elvar Tryggvason leggur inn beiðni um afturköllun á byggingaráformum fyrir bílgeymslu við hús sitt nr. 9 við Lyngholt.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

2.Daggarlundur 7 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2017030113Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 9. desember 2019 þar sem Steinmar H. Rögnvaldsson fyrir hönd Guðna Rúnars Kristinssonar og Aldísar Maríu Sigurðardóttur leggur inn nýjar teikningar af húsi nr. 7 við Daggarlund vegna lokaúttektar. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Steinmar H. Rögnvaldsson.
Byggingarfulltrúi frestar erindi og vísar til athugasemda á fylgiblaði.

3.Daggarlundur 5 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2017030112Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 9. desember 2019 þar sem Steinmar H. Rögnvaldsson fyrir hönd Heiðars Heiðarssonar og Hörpu Hannesdóttur leggur inn nýjar teikningar af húsi nr. 5 við Daggarlund vegna lokaúttektar. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Steinmar H. Rögnvaldsson.
Byggingarfulltrúi frestar erindi og vísar til athugasemda á fylgiblaði.

4.Drottningarbraut N1 - umsókn um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu

Málsnúmer 2017020173Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 9. desember 2019 þar sem Sigurður Einarsson fyrir hönd N1 hf., kt. 540206-2010, sækir um leyfi til að fella niður flóttaleið í gegnum kæli og breyta rými 0103 úr kæli í lager í húsi N1 við Drottningarbraut. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Sigurð Einarsson. Fyrir liggur jákvæð umsögn slökkviliðs og brunahönnuðar.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

5.Strandgata 3 - fyrirspurn vegna klæðningar

Málsnúmer 2019120039Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 3. desember 2019 þar sem Kári Magnússon fyrir hönd Strandgötu 3, húsfélags, kt. 580401-3090, leggur inn fyrirspurn vegna fyrirhugaðrar álklæðningar á hvíta fleti hússins nr. 3 við Strandgötu. Meðfylgjandi er sérteikning eftir Kára Magnússon.
Byggingarfulltrúi óskar umsagnar skipulagsráðs um erindið.

6.Sunnuhlíð 12 - umsókn um breytingu á rýmisnúmerum

Málsnúmer 2019040005Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 12. desember 2019 þar sem Haraldur S. Árnason fyrir hönd Húsfélagsins Sunnuhlíð 12, kt. 641182-0449, leggur inn umsókn um breytt rýmisnúmer og staðfærðar teikningar. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Harald S. Árnason.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

7.Hjallalundur 16 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2017020163Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 24. febrúar 2017 þar Ágúst Hafsteinsson fyrir hönd Kristjáns Elíss Jónassonar og Ólafar Matthíasdóttur sækir um leyfi fyrir geymslu í þakrými á húsi nr. 16 við Hjallalund. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Ágúst Hafsteinsson. Innkomnar nýjar teikningar 9. desember 2019.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

Fundi slitið - kl. 13:45.