Glerárskóli - framtíðarsýn

Málsnúmer 2017080128

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 16. fundur - 01.09.2017

Tilnefning fulltrúa ráðsins í verkefnislið vegna fyrirhugaðra breytinga í Glerárskóla.
Umhverfis- og mannvirkjaráð tilnefnir Ingibjörgu Ólöfu Isaksen B-lista sem fulltrúa ráðsins í verkefnisliðinu. Ráðið óskar eftir tilnefningu fulltrúa frá frístundaráði og tvo fulltrúa frá fræðsluráði.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 17. fundur - 08.09.2017

Glerárskóli - vettvangsskoðun ráðsins.

Frístundaráð - 13. fundur - 14.09.2017

Óskað er eftir tilnefningu frístundaráðs í vinnuhóp vegna fyrirhugaðra breytinga í Glerárskóla.
Frístundaráð tilnefnir Óskar Inga Sigurðsson B-lista sem fulltrúa sinn í vinnuhópnum.

Fræðsluráð - 2. fundur - 22.01.2018

Óskað er eftir tilnefningu í fulltrúa fræðsluráðs í vinnuhóp vegna nýbyggingar við Glerárskóla.
Fræðsluráð samþykkir að Dagbjört Pálsdóttir formaður fræðsluráðs verði fulltrúi í vinnuhóp vegna leikskólanýbyggingar við Glerárskóla.

Fræðsluráð - 16. fundur - 03.09.2018

Umhverfis- og mannvirkjasvið óskar eftir að fræðsluráð tilnefni fulltrúa í vinnuhóp vegna nýbyggingar við Glerárskóla.
Fræðsluráð samþykkir að Ingibjörg Isaksen verði skipuð í hópinn.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 39. fundur - 07.09.2018

Skipa þarf nýjan fulltrúa umhverfis- og mannvirkjaráðs í vinnuhóp vegna breytinga á Glerárskóla.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að Jóhann Jónsson verði fulltrúi ráðsins í vinnuhópi vegna breytinga á Glerárskóla.

Fræðsluráð - 19. fundur - 01.10.2018

Ingibjörg Isaksen formaður fræðsluráðs gerði grein fyrir stöðu vinnu við hönnun leikskóla og endurnýjun húsnæðis á Glerárskólareit.