Fræðsluráð

2. fundur 22. janúar 2018 kl. 13:30 - 15:30 Síðuskóli
Nefndarmenn
 • Dagbjört Elín Pálsdóttir formaður
 • Dagný Þóra Baldursdóttir
 • Siguróli Magni Sigurðsson
 • Margrét Kristín Helgadóttir
 • Þórhallur Harðarson
 • Anna María Hjálmarsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
 • Soffía Vagnsdóttir sviðsstjóri fræðslusviðs ritaði fundargerð
 • Hrafnhildur G Sigurðardóttir leikskólafulltrúi
 • Árni Konráð Bjarnason forstöðumaður rekstrardeildar
 • Bryndís Björnsdóttir fulltrúi skólastjóra
 • Sigurður Freyr Sigurðarson fulltrúi grunnskólakennara
 • Ellý Dröfn Kristjánsdóttir fulltrúi leikskólakennara
 • Ingunn Högnadóttir fulltrúi foreldra leikskólabarna
 • Jóhann Gunnarsson fulltrúi foreldra grunnskólabarna
 • Jakobína Elín Áskelsdóttir fulltrúi leikskólastjóra
Fundargerð ritaði: Soffía Vagnsdóttir sviðsstjóri fræðslusviðs
Dagskrá
Margrét Kristín Helgadóttir Æ-lista sat fundinn í forföllum Brynhildar Pétursdóttur.

1.Síðuskóli - kynning fyrir fræðsluráð

2018010286

Ólöf Inga Andrésdóttir skólastjóri Síðuskóla kynnti húsnæði skólans.
Fræðsluráð þakkar Ólöfu kærlega fyrir kynninguna.

2.Einkarekinn ungbarnaleikskóli

2017120367

Linda Lárusdóttir þroskaþjálfi mætti á fundinn og viðraði hugmyndir sínar um rekstur ungbarnaleikskóla.
Fræðsluráð þakkar Lindu kærlega fyrir áhugaverða kynningu og mun taka málið til áframhaldandi umræðu.

3.Erindi frá stjórnendum leikskóla um rými í leikskólum

2018010285

Erindi undirritað af þremur leikskólastjórum á Akureyri fyrir hönd allra leikskólastjórnenda þar sem þeir lýsa áhyggjum sínum yfir því að of lítið rými er fyrir hvert barn í leikskólum. Það hefur áhrif á geðtengsl og einbeitingu, aukinn kvíða og félags- og málþroska barna.

Jakobína Elín Áskelsdóttir áheyrnarfulltrúi leikskólastjórnenda í fræðsluráði og Hrafnhildur Sigurðardóttir leikskólafulltrúi fóru yfir málið.

4.Hlíðarskóli - vinnuhópur vegna endurbóta á húsnæði

2017080129

Óskað er eftir tilnefningu fulltrúa fræðsluráðs í vinnuhóp vegna framkvæmda í Hlíðarskóla.
Fræðsluráð samþykkir að Dagbjört Pálsdóttir formaður fræðsluráðs verði fulltrúi í vinnuhóp vegna framkvæmda í Hlíðarskóla.

5.Glerárskóli - vinnuhópur vegna nýbyggingar á Glerárskólareit.

2017080128

Óskað er eftir tilnefningu í fulltrúa fræðsluráðs í vinnuhóp vegna nýbyggingar við Glerárskóla.
Fræðsluráð samþykkir að Dagbjört Pálsdóttir formaður fræðsluráðs verði fulltrúi í vinnuhóp vegna leikskólanýbyggingar við Glerárskóla.

6.Skýrsla skólaþings sveitarfélaga 2017

2018010287

Dagbjört Pálsdóttir formaður fræðsluráðs vakti máls á helstu atriðum í skýrslunni s.s. áhyggjur af fækkun í kennarastétt, helstu niðurstöður úttektar á skóla fyrir alla og fleira. Sagði hún skólaþingið hafa verið sérstaklega áhugavert, fræðandi og jákvætt.

Hún hvatti fundarmenn til að fara yfir megin niðurstöður í umræðum á fundinum og horfa á útsendingu fundarins.

Fundi slitið - kl. 15:30.