Óseyri 33 - umsókn um byggingarleyfi fyrir hreinsistöð

Málsnúmer 2017020126

Vakta málsnúmer

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 622. fundur - 02.03.2017

Erindi dagsett 21. febrúar 2017 þar sem Gísli Kristinsson fyrir hönd Norðurorku hf. sækir um byggingarleyfi fyrir hreinsistöð á lóð nr. 33 við Óseyri. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Gísla Kristinsson.

Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 624. fundur - 16.03.2017

Erindi dagsett 13. mars 2017 þar sem Helgi Jóhannesson fyrir hönd Norðurorku hf. sækir um takmarkað byggingarleyfi til að reka niður undirstöðustaura, á lóð nr. 33 við Óseyri, sem norðurhluti byggingar fyrir hreinsistöð fráveitu mun sitja á.

Fyrir liggja teikningar af fyrirhugaðri hreinsistöð, sérteikningar af undirstöðustaurum og stauraplan, matsáætlun um umhverfismat hreinsistöðvar fráveitu á Akureyri og álit Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum.
Staðgengill byggingarfulltrúa samþykkir að gefa út takmarkað byggingarleyfi fyrir niðurrekstri undirstöðustauranna á grundvelli fyrirliggjandi gagna.

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 645. fundur - 07.09.2017

Erindi dagsett 21. febrúar 2017 þar sem Gísli Kristinsson fyrir hönd Norðurorku hf. sækir um byggingarleyfi fyrir hreinsistöð á lóð nr. 33 við Óseyri. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Gísla Kristinsson. Innkomnar nýjar teikningar 30. ágúst 2017.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 653. fundur - 09.11.2017

Erindi dagsett 21. febrúar 2017 þar sem Gísli Kristinsson fyrir hönd Norðurorku hf. sækir um byggingarleyfi fyrir hreinsistöð á lóð nr. 33 við Óseyri. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Gísla Kristinsson. Innkomnar nýjar teikningar

16. október og 2. nóvember 2017.
Staðgengill byggingarfulltrúa samþykkir erindið þar sem byggingin uppfyllir skilyrði í umhverfismati.

Skipulagsráð - 295. fundur - 11.07.2018

Erindi dagsett 2. júlí 2018 þar sem Gísli Kristinsson fyrir hönd Norðurorku hf., kt. 550978-0169, sækir um undanþágu frá kröfum um breytingu á deiliskipulagi vegna óverulegra frávika á hæð byggingar fyrir hreinsistöð á lóð nr. 33 við Óseyri. Meðfylgjandi er teikning eftir Gísla Kristinsson.
Með vísun í ákvæði 3. mgr. 43. gr. skiplagslaga nr. 123/2010 telur skipulagsráð að um svo óverulegt frávik sé að ræða að hagsmunir nágranna skerðist í engu hvað varðar landnotkun, útsýni, skuggavarp eða innsýn.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að frávikið verði samþykkt.

Bæjarráð - 3603. fundur - 19.07.2018

5. liður í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 11. júlí 2018:

Erindi dagsett 2. júlí 2018 þar sem Gísli Kristinsson fyrir hönd Norðurorku hf., kt. 550978-0169, sækir um undanþágu frá kröfum um breytingu á deiliskipulagi vegna óverulegra frávika á hæð byggingar fyrir hreinsistöð á lóð nr. 33 við Óseyri. Meðfylgjandi er teikning eftir Gísla Kristinsson.

Með vísun í ákvæði 3. mgr. 43. gr. skiplagslaga nr. 123/2010 telur skipulagsráð að um svo óverulegt frávik sé að ræða að hagsmunir nágranna skerðist í engu hvað varðar landnotkun, útsýni, skuggavarp eða innsýn.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að frávikið verði samþykkt.
Bæjarráð hefur fullnaðarafgreiðsluheimild í sumarleyfi bæjarstjórnar sbr. bókun í 8. lið fundargerðar bæjarstjórnar 26. júní 2018.

Bæjarráð samþykkir tillögu skipulagsráðs.

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 686. fundur - 01.08.2018

Erindi dagsett 21. febrúar 2017 þar sem Gísli Kristinsson fyrir hönd Norðurorku hf., kt. 550978-0169, sækir um breytingar á áður samþykktum teikningum fyrir hreinsistöð á lóð nr. 33 við Óseyri. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Gísla Kristinsson. Innkomin ný teikning 17. júlí 2018.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 695. fundur - 18.10.2018

Mótteknar teikningar 9. október 2018 þar sem Gísli Kristinsson fyrir hönd Norðurorku hf., kt. 550978-0169, sækir um breytingar á áður samþykktum teikningum fyrir hreinsistöð á lóð nr. 33 við Óseyri. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Gísla Kristinsson.
Byggingafulltrúi samþykkir erindið.