Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa

653. fundur 09. nóvember 2017 kl. 13:00 - 14:30 Fundarherbergi skipulagsdeild
Nefndarmenn
  • Leifur Þorsteinsson staðgengill byggingarfulltrúa
  • Björn Jóhannsson
Starfsmenn
  • Stefanía G Sigmundsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Stefanía Sigmundsdóttir
Dagskrá

1.Lækjargata 3 - umsókn um að breyta bílageymslu í gestaíbúð

Málsnúmer 2017100126Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 9. október 2017 þar sem Knútur Bruun fyrir hönd Gesthofs ehf. sækir um að breyta bílageymslu í gestaíbúð til einkanota. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Halldór Guðmundsson.
Staðgengill byggingarfulltrúa frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

2.Birkilundur 18 - umsókn um leyfi fyrir breytingum

Málsnúmer 2017100324Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 18. október 2017 þar sem Ívar Ragnarsson fyrir hönd Vilborgar H. Ívarsdóttur og Barkar Árnasonar sækir um leyfi fyrir breytingum innanhúss og lokun glugga á norðurhlið húss nr. 18 við Birkilund. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Ívar Ragnarsson. Innkomnar nýjar teikningar

8. nóvember 2017.
Staðgengill byggingarfulltrúa samþykkir erindið.

3.Óseyri 33 - umsókn um byggingarleyfi fyrir hreinsistöð

Málsnúmer 2017020126Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 21. febrúar 2017 þar sem Gísli Kristinsson fyrir hönd Norðurorku hf. sækir um byggingarleyfi fyrir hreinsistöð á lóð nr. 33 við Óseyri. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Gísla Kristinsson. Innkomnar nýjar teikningar

16. október og 2. nóvember 2017.
Staðgengill byggingarfulltrúa samþykkir erindið þar sem byggingin uppfyllir skilyrði í umhverfismati.

4.Skútagil 5, íbúð 201 - umsókn um byggingarleyfi fyrir geymslu í risi

Málsnúmer 2017100480Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 30. október 2017 þar sem Eva Björk Halldórsdóttir og Jón Kristján Jóhannsson sækja um byggingarleyfi fyrir breytingum á Skútagili 5, íbúð 201. Sótt er um að fækka herbergjum íbúðar og breyta þakrými í geymslu. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Harald S. Árnason.
Staðgengill byggingarfulltrúa frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

5.Höfðahlíð 19-23 - umsókn um breytingar

Málsnúmer 2015080030Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 2. nóvember 2017 þar sem Tryggvi Tryggvason fyrir hönd Sveins Heiðars Sveinssonar, Ásmundar Agnarssonar, og Snorra Sturlusonar sækir um breytingu frá áður samþykktum teikningum á húsi nr. 19-23 við Höfðahlíð. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Tryggva Tryggvason.
Staðgengill byggingarfulltrúa frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

6.Hríseyjargata 21 - umsókn um bílastæði

Málsnúmer 2017100059Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 3. október 2017 þar sem Elspa S. Salberg Olsen sækir um að fá sérmerkt bílastæði í götunni við hús sitt nr. 21 við Hríseyjargötu. Meðfylgjandi er skýringarmynd og afrit af stæðiskorti fyrir hreyfihamlaða. Innkomin umsögn frá umhverfis- og mannvirkjasviði 6. nóvember 2017.
Staðgengill byggingarfulltrúa samþykkir erindið og felur umhverfis- og mannvirkjasviði að merkja bílastæði fyrir fatlaða sem næst inngangi að húsinu, en án sérmerkingar bílnúmers.

7.Matthíasarhagi 3 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2017100183Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 11. október 2017 þar sem Rolf Karl Tryggvason og Sandra Ásgrímsdóttir sækja um byggingarleyfi fyrir einbýlishúsi á lóð nr. 3 við Matthíasarhaga. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Tryggva Tryggvason. Innkomnar nýjar teikningar 7. nóvember 2017.
Staðgengill byggingarfulltrúa samþykkir erindið.

Fundi slitið - kl. 14:30.