Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa

653. fundur 09. nóvember 2017 kl. 13:00 - 14:30 Fundarherbergi skipulagsdeild
Nefndarmenn
  • Leifur Þorsteinsson staðgengill byggingarfulltrúa
  • Björn Jóhannsson
Starfsmenn
  • Stefanía G Sigmundsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Stefanía Sigmundsdóttir
Dagskrá

1.Lækjargata 3 - umsókn um að breyta bílageymslu í gestaíbúð

Málsnúmer 2017100126Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 9. október 2017 þar sem Knútur Bruun fyrir hönd Gesthofs ehf.,

kt. 620202-4010, sækir um að breyta bílageymslu í gestaíbúð til einkanota. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Halldór Guðmundsson.
Staðgengill byggingarfulltrúa frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

2.Birkilundur 18 - umsókn um leyfi fyrir breytingum

Málsnúmer 2017100324Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 18. október 2017 þar sem Ívar Ragnarsson fyrir hönd Vilborgar H. Ívarsdóttur, kt. 271081-5029, og Barkar Árnasonar, kt. 071079-3929, sækir um leyfi fyrir breytingum innanhúss og lokun glugga á norðurhlið húss nr. 18 við Birkilund. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Ívar Ragnarsson. Innkomnar nýjar teikningar

8. nóvember 2017.
Staðgengill byggingarfulltrúa samþykkir erindið.

3.Óseyri 33 - umsókn um byggingarleyfi fyrir hreinsistöð

Málsnúmer 2017020126Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 21. febrúar 2017 þar sem Gísli Kristinsson fyrir hönd Norðurorku hf.,

kt. 550978-0169, sækir um byggingarleyfi fyrir hreinsistöð á lóð nr. 33 við Óseyri. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Gísla Kristinsson. Innkomnar nýjar teikningar

16. október og 2. nóvember 2017.
Staðgengill byggingarfulltrúa samþykkir erindið þar sem byggingin uppfyllir skilyrði í umhverfismati.

4.Skútagil 5, íbúð 201 - umsókn um byggingarleyfi fyrir geymslu í risi

Málsnúmer 2017100480Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 30. október 2017 þar sem Eva Björk Halldórsdóttir, kt. 101186-3859, og Jón Kristján Jóhannsson, kt. 040680-5519, sækja um byggingarleyfi fyrir breytingum á Skútagili 5, íbúð 201. Sótt er um að fækka herbergjum íbúðar og breyta þakrými í geymslu. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Harald S. Árnason.
Staðgengill byggingarfulltrúa frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

5.Höfðahlíð 19-23 - umsókn um breytingar

Málsnúmer 2015080030Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 2. nóvember 2017 þar sem Tryggvi Tryggvason fyrir hönd Sveins Heiðars Sveinssonar, kt. 220468-5349, Ásmundar Agnarssonar, kt. 240467-4299, og Snorra Sturlusonar, kt. 021069-3619, sækir um breytingu frá áður samþykktum teikningum á húsi nr. 19-23 við Höfðahlíð. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Tryggva Tryggvason.
Staðgengill byggingarfulltrúa frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

6.Hríseyjargata 21 - umsókn um bílastæði

Málsnúmer 2017100059Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 3. október 2017 þar sem Elspa S. Salberg Olsen, kt. 060846-7749, sækir um að fá sérmerkt bílastæði í götunni við hús sitt nr. 21 við Hríseyjargötu. Meðfylgjandi er skýringarmynd og afrit af stæðiskorti fyrir hreyfihamlaða. Innkomin umsögn frá umhverfis- og mannvirkjasviði 6. nóvember 2017.
Staðgengill byggingarfulltrúa samþykkir erindið og felur umhverfis- og mannvirkjasviði að merkja bílastæði fyrir fatlaða sem næst inngangi að húsinu, en án sérmerkingar bílnúmers.

7.Matthíasarhagi 3 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2017100183Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 11. október 2017 þar sem Rolf Karl Tryggvason, kt. 220473-5119, og Sandra Ásgrímsdóttir, kt. 070581-4509, sækja um byggingarleyfi fyrir einbýlishúsi á lóð nr. 3 við Matthíasarhaga. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Tryggva Tryggvason. Innkomnar nýjar teikningar 7. nóvember 2017.
Staðgengill byggingarfulltrúa samþykkir erindið.

Fundi slitið - kl. 14:30.