G.V. Gröfur ehf - ágreiningur um verðbætur v. verksamnings

Málsnúmer 2016090050

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3602. fundur - 05.07.2018

Kynntur dómur héraðsdóms Norðurlands eystra í máli G.V. Grafa ehf gegn Akureyrarbæ sem kveðinn var upp 25. júní sl.

Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir að áfrýja málinu til Landsréttar.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 36. fundur - 06.07.2018

Lagður fram til kynningar dómur frá Héraðsdómi Norðurlands eystra dagsettur 25. júní 2018.

Tómas Björn Hauksson forstöðumaður nýframkvæmda sat fundinn undir þessum lið.

Bæjarráð - 3631. fundur - 14.03.2019

Kynntur dómur Landsréttar frá 1. mars sl. í máli Akureyrarkaupstaðar gegn G.V. Gröfum ehf. nr. 580/2018.

Dóminn er að finna á eftirfarandi vefslóð: https://www.landsrettur.is/domar-og-urskurdir/domur-urskurdur/?id=26ba5cdc-03ef-4a5e-a0f5-82139f4b1f3c

Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Lagt fram fram til kynningar.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 52. fundur - 15.03.2019

Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður fór yfir dóm Landsréttar frá 1. mars 2019 í máli nr. 580 2018 Akureyrarbær gegn GV gröfum.

Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpmála, Jón Birgir Gunnlaugsson verkefnastjóri umhverfis- og sorpmála og Jónas Vigfússon forstöðumaður Umhverfismiðstöðvar sátu fundinn undir þessum lið.