Bæjarstjórn

3393. fundur 17. maí 2016 kl. 16:00 - 18:31 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
 • Matthías Rögnvaldsson forseti bæjarstjórnar
 • Ingibjörg Ólöf Isaksen
 • Sóley Björk Stefánsdóttir
 • Anna Hildur Guðmundsdóttir
 • Guðmundur Baldvin Guðmundsson
 • Logi Már Einarsson
 • Sigríður Huld Jónsdóttir
 • Eva Hrund Einarsdóttir
 • Gunnar Gíslason
 • Njáll Trausti Friðbertsson
 • Preben Jón Pétursson
Starfsmenn
 • Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri
 • Heiða Karlsdóttir fundarritari
Dagskrá

1.Kjarnaskógur - deiliskipulagsbreyting

Málsnúmer 2016030052Vakta málsnúmer

4. liður í fundargerð skipulagsnefndar dagsett 11. maí 2016:

Erindi dagsett 8. mars 2016 þar sem Jón Birgir Gunnlaugsson f.h. Akureyrarkaupstaðar, kt. 410169-6229, sækir um breytingu á deiliskipulagi Kjarnaskógar.

Skipulagsnefnd heimilaði umsækjanda þann 23. mars 2016 að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi í samræmi við 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Framlögð tillaga er unnin af Ómari Ívarssyni hjá Landslagi ehf. dagsett 13. apríl 2016.

Einungis er um að ræða minniháttar breytingar á deiliskipulagi þar sem byggingarreit fyrir salernisaðstöðu er komið fyrir, bílastæði breytt og bætt er við göngustígum. Breytingin varðar Akureyrarkaupstað og lóðarhafa. Þess vegna leggur skipulagsnefnd til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt í samræmi við 2. málslið, 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.

2.Miðbær - deiliskipulagsbreyting vegna fjölgunar lóða og breytingu á Torfunefsbryggju

Málsnúmer 2016010086Vakta málsnúmer

8. liður í fundargerð skipulagsnefndar dagsett 11. maí 2016:

Skipulagsstjóri lagði fram tillögu að breytingum á deiliskipulagi miðbæjar. Um er að ræða fjölgun lóða fyrir hafnsækna ferðaþjónustu við Hofsbót, breytingar á Torfunefsbryggju o.fl. Tillagan er unnin af Ómari Ívarssyni hjá Landslagi ehf.

Tvö erindi bárust frá Ambassador hvalaskoðun þann 16. mars 2016, annars vegar um hvort samþykki fengist til að flytja Wathne-húsið á lóð nr. 1 við Torfunef og gömlu Bátasmiðjuna á lóð nr. 3. Hins vegar er óskað eftir að komið verði upp bryggjukanti í vesturhluta hafnarinnar.Umsögn vegna Torfunefsbryggju barst frá Minjastofnun Íslands, dagsett 19. apríl 2016.

Torfunefsbryggja var upphaflega byggð árið 1905 og endurreist árið 1907. Leifar bryggjunnar kunna að finnast undir landfyllingu Drottningarbrautar og eru friðaðar. Ekki má raska friðuðum fornleifum nema með leyfi Minjastofnunar. Ef farið verður í framkvæmdir sem ógna fornleifum mun Minjastofnun fara fram á mótvægisaðgerðir. Ef ráðist verður í gerð nýrrar Torfunefsbryggju hvetur Minjastofnun til að skilyrði verði sett í deiliskipulag varðandi hönnun nýrrar bryggju.

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.

3.Gata sólarinnar - deiliskipulagsbreyting vegna staðsetningar á rotþró

Málsnúmer 2015090105Vakta málsnúmer

14. liður í fundargerð skipulagsnefndar dagsett 11. maí 2016:

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi vegna staðsetningar rotþróar var grenndarkynnt frá 19. febrúar til 18. mars 2016.

Ein athugasemd barst:

Félag sumarbústaðaeigenda Kjarnabyggð, 15. mars 2016.

Félag sumarbústaðaeigenda mótmælir fyrirhugaðri breytingu á deiliskipulagi. Rotþróin verður á fallegu skógivöxnu svæði sem óásættanlegt er að verði rofið. Ný rotþró getur verið á þeim stað sem henni er ætlað samkvæmt gildandi skipulagi. Ekki liggja fyrir rannsóknir á áhrifum staðsetningarinnar á frístundabyggð. Nóg er komið af breytingum á skipulagi svæðisins. Óskað er eftir gögnum og skoðunum sem fram fóru þegar komist var að þeirri niðurstöðu sem er til umfjöllunar.

Skipulagsnefnd fól skipulagdeild að gera tillögu að svari við innkominni athugasemd á fundi 13. apríl 2016.

Skipulagsnefnd samþykkir erindið og leggur til við bæjarstjórn að málinu verði lokið skv. 43. grein skipulagslaga nr. 123/2010. Fyrirhuguð staðsetning er um 30 m suðvestan við núverandi frístundasvæði og er landhalli til austurs eða suðausturs frá henni og á því ekki að hafa áhrif á núverandi byggð. Breytingin er gerð þar sem ekki er nægilegt pláss fyrir rotþróna vegna landhalla þar sem gert var ráð fyrir henni samkvæmt gildandi skipulagi. Skerðing á skóglendi vegna nýrrar staðsetningar er óveruleg og rotþróin verður lítið áberandi í landinu.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.

4.Dalsbraut 1H (Gleráreyrar 3) - umsókn um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 2015100060Vakta málsnúmer

18. liður í fundargerð skipulagsnefndar dagsett 11. maí 2016:

Erindi dagsett 9. október 2015 þar sem Haraldur Árnason f.h. Ekki hika ehf., kt. 590809-0550, sækir um breytingu á deiliskipulagi vegna viðbygginga við hús nr. 3 við Gleráreyrar. Skipulagsnefnd heimilaði umsækjanda þann 28. október 2015 að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi.

Tillaga að deiliskipulagi er dagsett 11. apríl 2016 og unnin af Steinmari H. Rögnvaldssyni hjá H.S.Á. Teiknistofu.

Samþykki meðeiganda í matshlutanum liggur fyrir.

Þar sem um óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi er að ræða leggur skipulagsnefnd til við bæjarstjórn að tillagan verði grenndarkynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.

5.Reglur um styrki til náms og verkfæra- og tækjakaupa

Málsnúmer 2010030022Vakta málsnúmer

2. liður í fundargerð velferðarráðs dagsett 4. maí 2016:

Lögð fram tillaga að breytingu á reglum um styrki til náms og verkfæra- og tækjakaupa. Karólína Gunnarsdóttir þjónustustjóri á fjölskyldudeild sat fundinn undir þessum lið.

Velferðarráð samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti og vísar þeim til bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn samþykkir framlagðar Reglur um styrki til náms og verkfæra- og tækjakaupa samkvæmt lögum um málefni fatlaðs fólks nr. 59/1992 með 11 samhljóða atkvæðum.

6.Starfsáætlun og stefnuumræða nefnda 2016 - velferðarráð

Málsnúmer 2016010065Vakta málsnúmer

Starfsáætlun og stefnuumræða velferðarráðs.

Sigríður Huld Jónsdóttir bæjarfulltrúi og formaður velferðarráðs gerði grein fyrir starfsáætlun ráðsins.

Almennar umræður.

7.Skýrsla bæjarstjóra

Málsnúmer 2010090095Vakta málsnúmer

Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri fór yfir helstu atriði í störfum sínum frá síðasta fundi bæjarstjórnar.
Eftirtaldar fundargerðir eru lagðar fram til kynningar:

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra 11. maí 2016
Atvinnumálanefnd 11. maí 2016
Bæjarráð 12. maí 2016
Framkvæmdaráð 6. maí 2016
Fræðslunefnd 13. maí 2016
Kjarasamninganefnd 6. maí 2016
Samfélags- og mannréttindaráð 12. maí 2016
Skipulagsnefnd 4. og 11. maí 2016
Skólanefnd 2. maí 2016
Stjórn Akureyrarstofu 10. maí 2016
Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar 6. maí 2016
Umhverfisnefnd 10. maí 2016
Velferðarráð 4. maí 2016

Hægt er að nálgast fundargerðirnar á heimasíðu Akureyrarbæjar / www.akureyri.is /
Stjórnkerfið / Fundargerðir

Eftir að dagskrá var tæmd tók forseti til máls og færði fundarritara Heiðu Karlsdóttur þakkir fyrir störf hennar við fundarritun í bæjarstjórn sl. 13 ár, en þetta var hennar síðasti fundur.
Heiða þakkaði hlý orð í sinn garð og gott samstarf og óskaði bæjarfulltrúum og bæjarstjóra allra heilla á komandi árum.Fundi slitið - kl. 18:31.