Bæjarstjórn

3417. fundur 20. júní 2017 kl. 16:00 - 17:53 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Matthías Rögnvaldsson forseti bæjarstjórnar
  • Ingibjörg Ólöf Isaksen
  • Preben Jón Pétursson
  • Anna Hildur Guðmundsdóttir
  • Dagbjört Elín Pálsdóttir
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson
  • Sigríður Huld Jónsdóttir
  • Baldvin Valdemarsson
  • Eva Hrund Einarsdóttir
  • Gunnar Gíslason
  • Sóley Björk Stefánsdóttir
Starfsmenn
  • Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri
  • Dagný Magnea Harðardóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Dagný Magnea Harðardóttir skrifstofustjóri Ráðhúss
Dagskrá
Anna Hildur Guðmundsdóttir L-lista mætti í forföllum Silju Daggar Baldursdóttur.

1.Drottningarbrautarstígur - umsókn um breytingu á aðalskipulagi

Málsnúmer 2017050115Vakta málsnúmer

5. liður í fundargerð skipulagsráðs dagsett 14.júní 2017:

Erindi dagsett 16. maí 2017 þar sem Tómas Björn Hauksson fyrir hönd umhverfis- og mannvirkjasviðs Akureyrarbæjar, kt. 410169-6229, sækir um að gerð verði breyting á aðalskipulagi svo hægt sé að koma fyrir aðalstíg meðfram Drottningarbraut. Sjá skýringarmynd. Sviðsstjóri skipulagssviðs lagði fram tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018 dagsetta 5. júní 2017 unna af Árna Ólafssyni. Tillagan var send til umsagnar Eyjafjarðarsveitar, þar sem stígurinn nær að sveitafélagamörkum og umsögnin liggur fyrir. Tómas Björn Hauksson umhverfis- og mannvirkjasviði mætti á fundinn og ræddi tillöguna.

Skipulagsráð þakkar Tómasi fyrir komuna og leggur til við bæjarstjórn að þar sem hér er um óverulega breytingu á aðalskipulagi að ræða, verði aðalskipulagsbreytingin samþykkt og afgreidd samkvæmt 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Sviðsstjóra skipulagssviðs verði falið að senda erindið til Skipulagsstofnunar.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsráðs með 11 samhljóða atkvæðum.

2.Davíðshagi 2 og 4, Kjarnagata 51 og 53 - umsókn um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 2017050026Vakta málsnúmer

7. liður í fundargerð skipulagsráðs dagsett 14. júní 2017:

Erindi dagsett 4. maí 2017 þar sem Haraldur Árnason fyrir hönd SS Byggis ehf., kt. 620687-2519, sækir um breytingu á deiliskipulagi þannig að bílakjallari færist frá húsum 2 og 4 við Davíðshaga og húsum 51 og 53 við Kjarnagötu og yrðu staðsettir miðsvæðis á lóðinni. Leiksvæði og aðstöðuskýli yrði þá staðsett ofan á bílakjallara. Gert er ráð fyrir 60 bílastæðum í bílakjallaranum. Einnig er óskað eftir að hæðir húsa nr. 51 og 53 við Kjarnagötu verði lækkaður um 30 cm. Skipulagsráð heimilaði umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi á fundi 10. maí 2017. Tillagan er dagsett 31. maí 2017 og unnin af Ómari Ívarssyni hjá Landslagi. Einnig barst erindi þar sem óskað var eftir fleiri breytingum en komu fram í fyrra erindi. Óskað er eftir breytingu á afmörkun sérafnotahluta fyrir hús á lóðinni, sameiginlegt leiksvæði verði staðsett ofan á þaki bílakjallarans, breytingar á innkeyrslum í bílakjallara og lækkun á lágmarkslofthæð í bílakjallara.

Einungis er um að ræða minniháttar breytingar sem varðar Akureyrarkaupstað og lóðarhafa. Þess vegna leggur skipulagsráð til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt í samræmi við 2. málslið, 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og sviðsstjóra skipulagssviðs falið að annast gildistöku hennar.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsráðs með 11 samhljóða atkvæðum.

3.Gjafasjóður ÖA - samþykktir og gögn vegna umsóknar um endurgreiðslu vsk

Málsnúmer 2015120211Vakta málsnúmer

2. liður í fundargerð velferðarráðs dagsett 7. júní 2017:

Halldór S Guðmundsson framkvæmdastjóri ÖA lagði fram tillögu að breytingum á samþykktum Gjafasjóðs ÖA í samræmi við afgreiðslu á 12. lið velferðarráðs á fundi þann 24. maí sl. Markmið breytinga á reglum sjóðsins er að rjúfa fjárhagsleg tengsl gefanda og þiggjanda eins og bent hefur verið á.

Velferðarráð samþykkir tillögu að breytingum og vísar málinu til bæjarstjórnar til staðfestingar.
Bæjarstjórn samþykkir framlagða tillögu að breytingum á samþykkt fyrir Gjafasjóð Öldrunarheimila Akureyrarbæjar með 11 samhljóða atkvæðum.

4.Miðbæjarskipulag og Glerárgata

Málsnúmer 2017060107Vakta málsnúmer

Gunnar Gíslason D-lista óskaði eftir umræðu um málefni Glerárgötunnar og miðbæjarskipulagsins.
Bæjarfulltrúar D-listans Gunnar Gíslason, Eva Hrund Einarsdóttir og Baldvin Valdemarsson lögðu fram eftirfarandi tillögu að bókun:

Bæjarstjórn samþykkir að skipulagsráði verði falið að taka gildandi Miðbæjarskipulag til endurskoðunar. Skipulaginu verði breytt þannig að hætt verði við þrengingu Glerárgötunnar frá gatnamótum Glerárgötu og Grænugötu að gatnamótum Glerárgötu og Kaupangsstrætis. Þá verði hætt við að hliðra Glerárgötu á kafla milli gatnamóta Glerárgötu og Kaupangsstrætis og gatnamóta Glerárgötu og Strandgötu. Í staðinn verði hugað að öðrum leiðum til að auka umferðaröryggi á svæðinu t.d. með því að skoða möguleika á því og kostnað við að byggja göngubrú eða gera undirgögn á gatnamótum Glerárgötu og Strandgötu. Þá má skoða möguleika á því að koma upp hraðamyndavélum í götunni til þess að halda umferðarhraða innan löglegra marka og auka þannig umferðaröryggi þeirra sem eru gangandi og hjólandi.

Tillagan var borin upp og felld með 7 atkvæðum gegn atkvæðum Baldvins Valdemarssonar D-lista, Evu Hrundar Einarsdóttur D-lista og Gunnars Gíslasonar D-lista, Preben Jón Pétursson Æ-lista sat hjá við afgreiðslu.



Meirihluti bæjarstjórnar lagði fram eftirfarandi tillögu að bókun:

Meirihluti bæjarstjórnar getur ekki samþykkt framlagða bókun en bendir á að nú þegar er unnið að forgangsröðun í umferðaröryggismálum í samvinnu við Vegagerðina. Þá er jafnframt vinna á vegum skipulagsráðs í gangi um mögulegar útfærslur á miðbæjarskipulagi.

Tillagan var borin upp samþykkt með 6 atkvæðum.

Baldvin Valdemarsson D-lista, Eva Hrund Einarsdóttur D-lista, Gunnar Gíslasonar D-lista, Preben Jón Pétursson Æ-lista og Sóley Björk Stefánsdóttir V-lista sátu hjá við afgreiðslu.

5.Skýrsla bæjarstjóra

Málsnúmer 2010090095Vakta málsnúmer

Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri fór yfir helstu atriði í störfum sínum frá síðasta fundi bæjarstjórnar.
Eftirtaldar fundargerðir eru lagðar fram til kynningar:


Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa 9. og 15. júní 2017
Frístundaráð 8. og 14. júní 2017
Fræðsluráð 18. maí og 12. júní 2017
Kjarasamninganefnd 8. júní 2017
Skipulagsráð 14. júní 2017
Stjórn Akureyrarstofu 13. júní 2017
Umhverfis- og mannvirkjaráð 2. og 16. júní 2017
Velferðarráð 7. júní 2017

Hægt er að nálgast fundargerðirnar á heimasíðu Akureyrarbæjar / www.akureyri.is /
Stjórnkerfið / Fundargerðir

Fundi slitið - kl. 17:53.