Kjarasamninganefnd

6. fundur 21. september 2015 kl. 08:15 - 10:25 Fundarsalur á 2. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson formaður
  • Silja Dögg Baldursdóttir
  • Gunnar Gíslason
Starfsmenn
  • Halla Margrét Tryggvadóttir starfsmannastjóri ritaði fundargerð
Dagskrá

1.TV einingar - úthlutun haustið 2015

Málsnúmer 2015070065Vakta málsnúmer

Kynnt tillaga matshóps um úthlutun tímabundinna viðbótarlauna (TV eininga) vegna verkefna og hæfni haustið 2015. Á fund nefndarinnar mættu fulltrúar í matshópnum Sigríður Stefánsdóttir framkvæmdastjóri samfélags- og mannréttindadeildar og Hólmkell Hreinsson amtsbókavörður.
Kjarasamninganefnd samþykkir tillögu matshópsins um úthlutun TV eininga til sjö umsækjenda.

2.Ábyrgðarmörk og siðareglur kjörinna fulltrúa og nefndarmanna

Málsnúmer 2014070048Vakta málsnúmer

Kynning á reglum um ábyrgðarmörk og siðareglur kjörinna fulltrúa og nefndarmanna. Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður mætti á fund nefndarinnar undir þessum lið.

3.Búsetustefna - framkvæmd 2015

Málsnúmer 2015050119Vakta málsnúmer

5. liður í fundargerð velferðarráðs 16. september 2015:
Soffía Lárusdóttir framkvæmdastjóri og Anna Marit Níelsdóttir verkefnastjóri búsetudeildar lögðu fram minnisblað dagsett 16. september 2015 um þróun búsetuþjónustunnar og tillögur að skipulagsbreytingum.
Velferðarráð samþykkir að breyta stöðu verkefnisstjóra yfir í forstöðumann stoðþjónustu. Lagðar voru fram fimm aðrar tillögur sem allar voru samþykktar.
Kjarasamninganefnd leggur til við bæjarráð að nýtt starf forstöðumanns stoðþjónustu verði skilgreint sem forstöðumannsstarf. Lagt er til að greitt verði stjórnendaálag vegna starfsins skv. reglum Akureyrarbæjar um greiðslu stjórnendaálags.
Kjarasamninganefnd felur starfsmannastjóra að taka saman upplýsingar um þróun fjölda stöðugilda forstöðumanna hjá Akureyrarbæ frá árinu 2006.

4.Tímabundið tilraunaverkefni

Málsnúmer 2015090067Vakta málsnúmer

Kynnt erindi dagsett 4. september 2015 frá Hildi Óladóttur aðstoðarleikskólastjóra á Pálmholti þar sem óskað er eftir heimild fyrir tímabundnu tilraunaverkefni á leikskólanum Pálmholti veturinn 2015-2016.
Kjarasamninganefnd leggur til við bæjarráð að heimild verði veitt fyrir tilraunaverkefni á leikskólanum Pálmholti til vors 2016.
Kjarasamninganefnd óskar eftir að fá í febrúar 2016 stöðuskýrslu um reynslu af verkefninu, sem byggir m.a. á könnun meðal starfsmanna.

5.Kerfisbundin endurskoðun starfsmats

Málsnúmer 2015070059Vakta málsnúmer

Kynnt niðurstaða kerfisbundinnar endurskoðunar starfsmats sveitarfélaga.

Fundi slitið - kl. 10:25.