Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs

Málsnúmer 2015040029

Vakta málsnúmer

Umhverfisnefnd - 103. fundur - 15.04.2015

Tekið fyrir erindi dagsett 26. mars 2015 frá verkefnisstjórn um svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi, þar sem óskað er eftir samþykki sveitarstjórnar um að verkefnisstjórninni verði falið að auglýsa svæðisáætlunardrögin fyrir hönd sveitarstjórnar í samræmi við ákvæði 6. gr. laga nr. 55/2003 um meðhöndlun úrgangs með síðari breytingum og í samræmi við lög nr. 105/2006 um umhverfismat áætlana. Jafnframt verði verkefnisstjórn falið að taka við athugasemdum sem berast á umsagnartíma.
Umhverfisnefnd samþykkir fyrir sitt leyti að fela verkefnisstjórninni að auglýsa áætlunina fyrir hönd sveitarfélagsins og að taka við athugasemdum sem berast á umsagnartíma.
Málinu vísað til bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn - 3372. fundur - 21.04.2015

2. liður í fundargerð umhverfisnefndar dagsett 15. apríl 2015:
Tekið fyrir erindi dagsett 26. mars 2015 frá verkefnisstjórn um svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi, þar sem óskað er eftir samþykki sveitarstjórnar um að verkefnisstjórninni verði falið að auglýsa svæðisáætlunardrögin fyrir hönd sveitarstjórnar í samræmi við ákvæði 6. gr. laga nr. 55/2003 um meðhöndlun úrgangs með síðari breytingum og í samræmi við lög nr. 105/2006 um umhverfismat áætlana. Jafnframt verði verkefnisstjórn falið að taka við athugasemdum sem berast á umsagnartíma.
Umhverfisnefnd samþykkir fyrir sitt leyti að fela verkefnisstjórninni að auglýsa áætlunina fyrir hönd sveitarfélagsins og að taka við athugasemdum sem berast á umsagnartíma.
Málinu vísað til bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum að fela verkefnisstjórninni að auglýsa áætlunina fyrir hönd sveitarfélagsins og að taka við athugasemdum sem berast á umsagnartíma.

Umhverfisnefnd - 110. fundur - 24.11.2015

Tekið fyrir erindi dagsett 23. september 2015 frá verkefnisstjórn um svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi 2015-2026, þar sem óskað er eftir samþykki sveitarstjórnar á áætluninni.
Umhverfisnefnd gerir ekki athugasemdir við áætlunina í heild sinni. Nefndin hvetur hinsvegar til þess að ákvarðanir verði teknar sem varða landið í heild s.s. staðsetningu brennslustöðva fyrir sóttnæman úrgang.
Umhverfisnefnd vísar samþykktinni til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Bæjarráð - 3487. fundur - 10.12.2015

1. liður í fundargerð umhverfisnefndar dagsett 24. nóvember 2015:
Tekið fyrir erindi dagsett 23. september 2015 frá verkefnisstjórn um svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi 2015-2026, þar sem óskað er eftir samþykki sveitarstjórnar á áætluninni.
Umhverfisnefnd gerir ekki athugasemdir við áætlunina í heild sinni. Nefndin hvetur hinsvegar til þess að ákvarðanir verði teknar sem varða landið í heild s.s. staðsetningu brennslustöðva fyrir sóttnæman úrgang.
Umhverfisnefnd vísar samþykktinni til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Bæjarráð frestar afgreiðslu.

Bæjarráð - 3489. fundur - 07.01.2016

Tekið fyrir að nýju. 1. liður í fundargerð umhverfisnefndar dagsett 24. nóvember 2015:
Tekið fyrir erindi dagsett 23. september 2015 frá verkefnisstjórn um svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi 2015-2026, þar sem óskað er eftir samþykki sveitarstjórnar á áætluninni.
Umhverfisnefnd gerir ekki athugasemdir við áætlunina í heild sinni. Nefndin hvetur hinsvegar til þess að ákvarðanir verði teknar sem varða landið í heild s.s. staðsetningu brennslustöðva fyrir sóttnæman úrgang.
Umhverfisnefnd vísar samþykktinni til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Bæjarráð frestaði afgreiðslu á fundi sínum 10. desember sl.
Ólöf Harpa Jósefsdóttir forstöðumaður Flokkunar Eyjafjarðar ehf mætti á fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð vísar Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi 2015-2026 til bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn - 3385. fundur - 19.01.2016

1. liður í fundargerð bæjarráðs dagsett 7. janúar 2016:

Tekið fyrir að nýju. 1. liður í fundargerð umhverfisnefndar dagsett 24. nóvember 2015:

Tekið fyrir erindi dagsett 23. september 2015 frá verkefnisstjórn um svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi 2015-2026, þar sem óskað er eftir samþykki sveitarstjórnar á áætluninni.

Umhverfisnefnd gerir ekki athugasemdir við áætlunina í heild sinni. Nefndin hvetur hinsvegar til þess að ákvarðanir verði teknar sem varða landið í heild s.s. staðsetningu brennslustöðva fyrir sóttnæman úrgang.

Umhverfisnefnd vísar samþykktinni til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Bæjarráð frestaði afgreiðslu á fundi sínum 10. desember sl.

Ólöf Harpa Jósefsdóttir forstöðumaður Flokkunar Eyjafjarðar ehf mætti á fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð vísar Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi 2015-2026 til bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn samþykkir framlagða Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi 2015-2026 með 11 samhljóða atkvæðum.


Njáll Trausti Friðbertsson D-lista lagði fram tillögu að bókun svohljóðandi:

Bæjarstjórn Akureyrar leggur til að haldin verði ráðstefna á vegum Eyþings og SSNV í framhaldi af útgáfu Svæðisáætlunar um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi 2015-2026. Bæjarstjórn Akureyrar lýsir ánægju sinni með gerð áætlunarinnar sem er skýr viljayfirlýsing um frekara samstarf á næstu árum. Því er mikilvægt að sveitarfélögin á Norðurlandi móti framkvæmdaáætlun í samræmi við markaða stefnu hvernig eigi að standa að urðun, brennslu og jarðgerð í landsfjórðungnum til framtíðar í sátt við umhverfið.


Bæjarstjórn samþykkir framlagða bókun með 11 samhljóða atkvæðum.