Bæjarráð

3489. fundur 07. janúar 2016 kl. 08:30 - 12:27 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson formaður
  • Matthías Rögnvaldsson
  • Sigríður Huld Jónsdóttir
  • Gunnar Gíslason
  • Margrét Kristín Helgadóttir
  • Sóley Björk Stefánsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri
  • Heiða Karlsdóttir fundarritari
Dagskrá
Í upphafi fundar óskaði formaður bæjarráðsmönnum og starfsmönnum Akureyrarbæjar gleðilegs árs og farsældar.

Sigríður Huld Jónsdóttir S-lista mætti í forföllum Loga Más Einarssonar.

1.Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs

Málsnúmer 2015040029Vakta málsnúmer

Tekið fyrir að nýju. 1. liður í fundargerð umhverfisnefndar dagsett 24. nóvember 2015:
Tekið fyrir erindi dagsett 23. september 2015 frá verkefnisstjórn um svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi 2015-2026, þar sem óskað er eftir samþykki sveitarstjórnar á áætluninni.
Umhverfisnefnd gerir ekki athugasemdir við áætlunina í heild sinni. Nefndin hvetur hinsvegar til þess að ákvarðanir verði teknar sem varða landið í heild s.s. staðsetningu brennslustöðva fyrir sóttnæman úrgang.
Umhverfisnefnd vísar samþykktinni til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Bæjarráð frestaði afgreiðslu á fundi sínum 10. desember sl.
Ólöf Harpa Jósefsdóttir forstöðumaður Flokkunar Eyjafjarðar ehf mætti á fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð vísar Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi 2015-2026 til bæjarstjórnar.

2.Bæjarsjóður Akureyrar - yfirlit um rekstur 2015

Málsnúmer 2015040016Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar yfirlit um rekstur aðalsjóðs frá janúar til nóvember 2015.
Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

3.Aðgerðarhópur um framtíðarrekstur Akureyrarbæjar

Málsnúmer 2015120146Vakta málsnúmer

Lagt fram erindisbréf fyrir aðgerðarhóp um framtíðarrekstur Akureyrarbæjar.
Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir framlagt erindisbréf.

4.Hrísey - Sæborg

Málsnúmer 2015120041Vakta málsnúmer

Tekið fyrir að nýju. Erindi dagsett 3. desember 2015 frá Ingimari Ragnarssyni f.h. Leikklúbbsins Kröflu varðandi Sæborg í Hrísey.
Bæjarráð frestaði afgreiðslu á fundi sínum 10. desember sl.
Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð felur fjármálastjóra að ganga til samninga við bréfritara.

5.Menntaskólinn á Tröllaskaga

Málsnúmer 2007100109Vakta málsnúmer

Bréf dagsett 18. desember 2015 frá Gunnari Inga Birgissyni bæjarstjóra Fjallabyggðar þar sem fram kemur svar Fjallabyggðar við sáttatillögu Akureyrarkaupstaðar vegna Menntaskólans á Tröllaskaga.
Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri og Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara bréfritara í samræmi við umræður á fundinum.

6.Nefndalaun - breytingar á reglum

Málsnúmer 2015110142Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að breytingum á reglum um nefndalaun.
Bæjarráð samþykkir tillögu um breytingar á reglum um nefndalaun.

7.Frumkvöðlasetur á Akureyri

Málsnúmer 2015110232Vakta málsnúmer

2. liður í fundargerð atvinnumálanefndar dagsett 16. desember 2015:
Lagt fram minnisblað dagsett 9. desember 2015 vegna mögulegs samstarfssamnings við Nýsköpunarmiðstöð Íslands um rekstur frumkvöðlaseturs á Akureyri og kostnað vegna breytinga á húsnæði.
Atvinnumálanefnd leggur til að farið verði í formlegar viðræður við Nýsköpunarmiðstöð Íslands um rekstur frumkvöðlaseturs á Akureyri og vísar málinu til bæjarráðs.
Bæjarráð felur bæjarstjóra og verkefnisstjóra atvinnumála að hefja formlegar viðræður við Nýsköpunarmiðstöð Íslands um rekstur frumkvöðlaseturs á Akureyri.

8.Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - fundargerðir

Málsnúmer 2015010106Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar fundargerðir 833. og 834. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga dagsettar 30. nóvember og 11. desember 2015. Fundargerðirnar má finna á vefslóðinni: http://www.samband.is/um-okkur/fundargerdir-stjornar/searchmeetings.aspx

9.Hverfisráð Hríseyjar - fundargerð

Málsnúmer 2010020035Vakta málsnúmer

Lögð fram 96. fundargerð hverfisráðs Hríseyjar dagsett 18. desember 2015. Fundargerðina má finna á netslóðinni: http://www.akureyri.is/is/stjornkerfid/hverfisnefndir/hrisey/fundargerdir
Bæjarráð vísar 1. lið til skipulagsdeildar, 3. lið til bæjarstjóra, 5. lið til framkvæmdaráðs, 6. lið til Fasteigna Akureyrarbæjar, 2. og 4. liður eru lagðir fram til kynningar í bæjarráði.

10.Eyþing - fundargerð

Málsnúmer 2010110064Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 275. fundar stjórnar Eyþings dagsett 8. desember 2015.
Fundargerðina má finna á netslóðinni: http://www.eything.is/is/fundargerdir

11.Frumvarp til laga um almennar íbúðir, 435. mál

Málsnúmer 2015120199Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi dagsett 21. desember 2015 frá velferðarnefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um almennar íbúðir (heildarlög), 435. mál 2015.
Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 14. janúar nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is.
Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: http://www.althingi.is/altext/145/s/0643.html

12.Frumvarp til laga um húsaleigulög, 399. mál

Málsnúmer 2015120200Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi dagsett 21. desember 2015 frá velferðarnefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um húsaleigulög (réttarstaða leigjenda og leigusala), 399. mál 2015.
Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 14. janúar nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is.
Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: http://www.althingi.is/altext/145/s/0545.html

Fundi slitið - kl. 12:27.