Málsnúmer 2015040029Vakta málsnúmer
Tekið fyrir að nýju. 1. liður í fundargerð umhverfisnefndar dagsett 24. nóvember 2015:
Tekið fyrir erindi dagsett 23. september 2015 frá verkefnisstjórn um svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi 2015-2026, þar sem óskað er eftir samþykki sveitarstjórnar á áætluninni.
Umhverfisnefnd gerir ekki athugasemdir við áætlunina í heild sinni. Nefndin hvetur hinsvegar til þess að ákvarðanir verði teknar sem varða landið í heild s.s. staðsetningu brennslustöðva fyrir sóttnæman úrgang.
Umhverfisnefnd vísar samþykktinni til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Bæjarráð frestaði afgreiðslu á fundi sínum 10. desember sl.
Ólöf Harpa Jósefsdóttir forstöðumaður Flokkunar Eyjafjarðar ehf mætti á fund bæjarráðs undir þessum lið.
Sigríður Huld Jónsdóttir S-lista mætti í forföllum Loga Más Einarssonar.