Bæjarráð

3470. fundur 27. ágúst 2015 kl. 08:30 - 11:17 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson formaður
  • Logi Már Einarsson
  • Matthías Rögnvaldsson
  • Gunnar Gíslason
  • Margrét Kristín Helgadóttir
  • Sóley Björk Stefánsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri
  • Heiða Karlsdóttir fundarritari
Dagskrá

1.Háskólinn á Akureyri

Málsnúmer 2009060003Vakta málsnúmer

Rætt um málefni Háskólans á Akureyri.
Eyjólfur Guðmundsson rektor Háskólans á Akureyri mætti á fund bæjarráðs undir þessum lið.
Einnig sat Soffía Vagnsdóttir fræðslustjóri fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð þakkar Eyjólfi og Soffíu fyrir komuna á fundinn.

2.Gatnagerðargjöld - endurskoðun 2015

Málsnúmer 2015030040Vakta málsnúmer

3. liður í fundargerð skipulagsnefndar dagsett 19. ágúst 2015:
Formaður skipulagsnefndar í samráði við bæjarráð óskar eftir að nefndin taki aftur fyrir tillögu að breytingu á gjaldskrá gatnagerðargjalda, sem nefndin vísaði til afgreiðslu bæjarstjórnar á fundi 24. júní 2015, hvað varðar síðustu málsgrein gr. 4.3.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillaga að breytingu á gjaldskrá gatnagerðargjalda, breytt 19. ágúst 2015, verði samþykkt og bæjarlögmanni falið að annast gildistöku hennar með auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda.
Bæjarráð hefur fullnaðarafgreiðsluheimild í sumarleyfi bæjarstjórnar sbr. bókun í 3. lið fundargerðar bæjarstjórnar 2. júní 2015.
Bæjarráð samþykkir tillögu skipulagsnefndar.

3.Brothættar byggðir

Málsnúmer 2015070054Vakta málsnúmer

3. liður í fundargerð atvinnumálanefndar dagsett 11. ágúst 2015:
Lögð fram drög að starfslýsingu og auglýsingu eftir starfsmanni til að vinna að verkefninu Brothættum byggðum í Hrísey og Grímsey.
Atvinnumálanefnd samþykkir drög að starfslýsingu og auglýsingu fyrir sitt leyti og leggur til við bæjarráð að starfið verði auglýst sem fyrst.
Bæjarráð samþykkir að starfið verði auglýst og að gerður verði viðauki við fjárhagsáætlun að upphæð krónur 2.000.000 til að mæta kostnaði.

Fundi slitið - kl. 11:17.