FabLab Akureyri

Málsnúmer 2014090260

Vakta málsnúmer

Atvinnumálanefnd - 11. fundur - 21.10.2015

Lagður fram samningur vegna stofnunar Hollvinasamtaka Fabey, en tilgangur félagsins er er að koma á fót og reka stafræna smiðju, FabLab í Eyjafirði. Með rekstri á stafrænni smiðju FabLab í Eyjafirði er stefnt á að auka þekkingu skólafólks og almennings á persónumiðaðri framleiðslu og stafrænum framleiðsluaðferðum. Verkefninu er ætlað að auka áhuga á verk- og tækninámi í grunn- og framhaldsskólum, auka almennt tæknilæsi og tæknivitund og efla hæfni til nýsköpunar í námi og atvinnulífi. Markmið verkefnisins er enn fremur að skapa vettvang fyrir nýsköpun og efla samkeppnishæfni fyrirtækja, menntastofnana og nemenda.
Atvinnumálanefnd leggur til við bæjarstjórn að Akureyrarbær taki þátt í stofnun Hollvinasamtaka Fabey.
Þegar hér var komið yfirgaf Stefán Guðnason Æ-lista fundinn kl. 17:00.

Bæjarstjórn - 3381. fundur - 03.11.2015

2. liður í fundargerð atvinnumálanefndar dagsett 21. október 2015:

Lagður fram samningur vegna stofnunar Hollvinasamtaka Fabey, en tilgangur félagsins er er að koma á fót og reka stafræna smiðju, FabLab í Eyjafirði. Með rekstri á stafrænni smiðju FabLab í Eyjafirði er stefnt á að auka þekkingu skólafólks og almennings á persónumiðaðri framleiðslu og stafrænum framleiðsluaðferðum. Verkefninu er ætlað að auka áhuga á verk- og tækninámi í grunn- og framhaldsskólum, auka almennt tæknilæsi og tæknivitund og efla hæfni til nýsköpunar í námi og atvinnulífi. Markmið verkefnisins er enn fremur að skapa vettvang fyrir nýsköpun og efla samkeppnishæfni fyrirtækja, menntastofnana og nemenda.

Atvinnumálanefnd leggur til við bæjarstjórn að Akureyrarbær taki þátt í stofnun Hollvinasamtaka Fabey.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum að taka þátt í stofnun Hollvinasamtaka Fabey.

Atvinnumálanefnd - 22. fundur - 25.05.2016

Lagður fram til umfjöllunar og samþykktar samningur við Fabey um rekstur FabLab í Eyjafirði.
Atvinnumálanefnd samþykkir framlagðan samning með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum og vísar honum til kynningar í bæjarráði.

Atvinnumálanefnd fagnar þeim áfanga sem nú er að nást með stofnun FabLab í Verkmenntaskólanum á Akureyri.

Bæjarráð - 3508. fundur - 02.06.2016

3. liður í fundargerð atvinnumálanefndar dagsett 25. maí 2016:

Lagður fram til umfjöllunar og samþykktar samningur við Fabey um rekstur FabLab í Eyjafirði.

Atvinnumálanefnd samþykkir framlagðan samning með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum og vísar honum til kynningar í bæjarráði.

Atvinnumálanefnd fagnar þeim áfanga sem nú er að nást með stofnun FabLab í Verkmenntaskólanum á Akureyri.
Bæjarráð lýsir ánægju sinni með verkefnið.

Atvinnumálanefnd - 24. fundur - 24.08.2016

Verkefnastjóri atvinnumála fór yfir stöðu mála vegna FabLab Akureyri.

Stjórn Akureyrarstofu - 262. fundur - 04.10.2018

Erindi dagsett 21. september 2018 frá Sigríði Huld Jónsdóttur formanni stjórnar FabEY þar sem óskað er eftir áframhaldandi stuðningi Akureyrarbæjar við FabLab smiðju sem staðsett er í húsnæði VMA. Samningur um verkefnið rennur út um nk. áramót og er óskað eftir endurnýjun á samningi fyrir næstu þrjú ár.
Stjórn Akureyrarstofu þakkar erindið og þiggur boð um kynningu á starfseminni áður en ákvörðun er tekin.

Stjórn Akureyrarstofu - 263. fundur - 18.10.2018

Kynning á FabLab smiðjunni.

Jón Þór Sigurðsson verkefnastjóri FabLab smiðjunnar og Benedikt Barðason aðstoðarskólastjóri VMA tóku á móti stjórninni í húsakynnum FabLab smiðjunnar og kynntu starfsemina.
Stjórn Akureyrarstofu þakkar fyrir góða kynningu og fagnar því metnaðarfulla starfi sem unnið er á vegum FabLab smiðjunnar og hvetur Akureyringa til að kynna sér það starf sem þar fer fram.

Beiðni um endurnýjun samnings verður tekin fyrir á næsta fundi.
Fundi var áframhaldið í Rósenborg kl. 15:10.

Stjórn Akureyrarstofu - 265. fundur - 15.11.2018

Erindi dagsett 21. september 2018 frá Sigríði Huld Jónsdóttur formanni stjórnar FabEY þar sem óskað er eftir áframhaldandi stuðningi Akureyrarbæjar við FabLab smiðju sem staðsett er í húsnæði VMA. Samningur um verkefnið rennur út um nk. áramót og er óskað eftir endurnýjun á samningi fyrir næstu þrjú ár. Jafnframt er óskað eftir að framlag Akureyrarbæjar hækki um 1 m.kr. frá og með árinu 2019.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir að endurnýja samning við FabEY vegna FabLab smiðju í VMA til næstu þriggja ára. Stjórnin samþykkir einnig að stuðningur við starfsemina hækki úr 6,5 m.kr. í 7,5 m.kr. árlega. Jafnframt hvetur stjórn Akureyrarstofu stjórn FabEY til að marka sýn á hvernig starfsemi FabLab smiðjunnar getur orðið fjárhagslega sjálfbærari til framtíðar.Stjórnin ítrekar ánægju sína með starfsemina og hvetur nágrannasveitarfélög, Nýsköpunarmiðstöð Íslands og aðra hagsmunaðila til að styðja við og nýta sér starf FabLab smiðjunnar.

Stjórn Akureyrarstofu - 266. fundur - 29.11.2018

Lögð fram til samþykktar drög að endurnýjuðum samningi um stuðning Akureyrarbæjar við rekstur FabLab-smiðjunnar á Akureyri.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir drögin fyrir sitt leyti og vísar þeim til bæjarráðs.

Bæjarráð - 3621. fundur - 13.12.2018

Liður 3 í fundargerð stjórnar Akureyrarstofu dagsettri 29. nóvember 2018:

Lögð fram til samþykktar drög að endurnýjuðum samningi um stuðning Akureyrarbæjar við rekstur FabLab-smiðjunnar á Akureyri.

Stjórn Akureyrarstofu samþykkir drögin fyrir sitt leyti og vísar þeim til bæjarráðs.
Bæjarráð staðfestir ákvörðun stjórnar Akureyrarstofu.