Atvinnumálanefnd

22. fundur 25. maí 2016 kl. 16:00 - 18:30 Fundarsalur á 2. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Matthías Rögnvaldsson formaður
  • Elías Gunnar Þorbjörnsson
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson
  • Þorlákur Axel Jónsson
  • Sóley Björk Stefánsdóttir
  • Margrét Kristín Helgadóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Albertína Friðbjörg Elíasdóttir verkefnastjóri atvinnumála ritaði fundargerð
Dagskrá
Guðmundur Baldvin Guðmundsson B-lista mætti í forföllum Erlu Bjargar Guðmundsdóttur.
Þorlákur Axel Jónsson S-lista mætti í forföllum Jóhanns Jónssonar.

1.Fundir stjórnar SATA og atvinnumálanefndar

Málsnúmer 2016050187Vakta málsnúmer

Til fundarins mættu fulltrúar stjórnar Samtaka atvinnurekenda á Akureyri (SATA) til að ræða stöðu atvinnumála í sveitarfélaginu.

Fyrir hönd SATA mættu Árni V. Friðriksson formaður, Ingiríður Karlsdóttir, Hólmgrímur Bjarnason, Hjörtur Narfason og Jón Kjartan Jónsson til fundarins.



Atvinnumálanefnd þakkar fulltrúum stjórnar SATA fyrir fundinn. Fulltrúar stjórnar SATA yfirgáfu fundinn kl. 17.10.

2.Brothættar byggðir

Málsnúmer 2015070054Vakta málsnúmer

Helga Íris Ingólfsdóttir verkefnastjóri verkefnanna Hrísey, perla Eyjafjarðar og Glæðum Grímsey mætti til fundarins frá Hrísey í gegnum Skype. Helga Íris kynnti stöðu verkefnanna. Einnig var lögð fram endanleg stefnumótun fyrir Hrísey byggðaverkefnið Hrísey, perlu Eyjafjarðar til kynningar.
Atvinnumálanefnd þakkar kynninguna og vísar stefnumótun byggðaverkefnisins Hrísey, perla Eyjafjarðar til kynningar í bæjarráði.

Atvinnumálanefnd lýsir yfir ánægju sinni með störf verkefnastjóra, íbúa eyjanna og bjartsýni um verkefnið í heild sinni.

3.FabLab Akureyri

Málsnúmer 2014090260Vakta málsnúmer

Lagður fram til umfjöllunar og samþykktar samningur við Fabey um rekstur FabLab í Eyjafirði.
Atvinnumálanefnd samþykkir framlagðan samning með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum og vísar honum til kynningar í bæjarráði.

Atvinnumálanefnd fagnar þeim áfanga sem nú er að nást með stofnun FabLab í Verkmenntaskólanum á Akureyri.

4.Reglur um stuðning við frumkvöðla og fyrirtæki

Málsnúmer 2003010019Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað frá verkefnastjóra atvinnumála dagsett 25. maí 2016 varðandi reglur um stuðning við frumkvöðla og fyrirtæki.
Atvinnumálanefnd frestar erindinu til þarnæsta fundar.

5.Verkefni atvinnufulltrúa

Málsnúmer 2015070006Vakta málsnúmer

Verkefnisstjóri atvinnumála fór yfir helstu verkefni frá síðasta fundi.

Fundi slitið - kl. 18:30.