Atvinnumálanefnd

11. fundur 21. október 2015 kl. 16:00 - 18:10 Fundarsalur á 2. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Matthías Rögnvaldsson formaður
  • Erla Björg Guðmundsdóttir
  • Þorlákur Axel Jónsson
  • Elías Gunnar Þorbjörnsson
  • Stefán Guðnason
  • Sóley Björk Stefánsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Albertína Friðbjörg Elíasdóttir fundarritari
Dagskrá
Þorlákur Axel Jónsson S-lista mætti í forföllum Jóhanns Jónssonar.
Stefán Guðnason Æ-lista mætti í forföllum Margrétar Kristínar Helgadóttur.

1.Brothættar byggðir

Málsnúmer 2015070054Vakta málsnúmer

Verkefnastjóri atvinnumála greindi frá fundum sem haldnir voru út í Grímsey fyrr í vikunni með fulltrúum útgerða og starfshópi ríkisstjórnarinnar.

2.FabLab Akureyri

Málsnúmer 2014090260Vakta málsnúmer

Lagður fram samningur vegna stofnunar Hollvinasamtaka Fabey, en tilgangur félagsins er er að koma á fót og reka stafræna smiðju, FabLab í Eyjafirði. Með rekstri á stafrænni smiðju FabLab í Eyjafirði er stefnt á að auka þekkingu skólafólks og almennings á persónumiðaðri framleiðslu og stafrænum framleiðsluaðferðum. Verkefninu er ætlað að auka áhuga á verk- og tækninámi í grunn- og framhaldsskólum, auka almennt tæknilæsi og tæknivitund og efla hæfni til nýsköpunar í námi og atvinnulífi. Markmið verkefnisins er enn fremur að skapa vettvang fyrir nýsköpun og efla samkeppnishæfni fyrirtækja, menntastofnana og nemenda.
Atvinnumálanefnd leggur til við bæjarstjórn að Akureyrarbær taki þátt í stofnun Hollvinasamtaka Fabey.
Þegar hér var komið yfirgaf Stefán Guðnason Æ-lista fundinn kl. 17:00.

3.Heimsókn rektors Háskólans á Akureyri

Málsnúmer 2015030265Vakta málsnúmer

Rektor Háskólans á Akureyri, Eyjólfur Guðmundsson, mætti til fundar með atvinnumálanefnd sem ræddi um mikilvægi háskólans sem hluta af atvinnustarfsemi sveitarfélagsins og landsbyggðarinnar allrar.
Atvinnumálanefnd þakkar Eyjólfi fyrir komuna á fundinn.
Atvinnumálanefnd lýsir yfir vonbrigðum með óeðlilega lág framlög til Háskólans á Akureyri, sérstaklega ef miðað er við aðrar háskólastofnanir í landinu.

Fundi slitið - kl. 18:10.