Bæjarstjórn

3389. fundur 15. mars 2016 kl. 16:00 - 17:42 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
 • Matthías Rögnvaldsson forseti bæjarstjórnar
 • Ingibjörg Ólöf Isaksen
 • Sóley Björk Stefánsdóttir
 • Anna Hildur Guðmundsdóttir
 • Guðmundur Baldvin Guðmundsson
 • Logi Már Einarsson
 • Sigríður Huld Jónsdóttir
 • Eva Hrund Einarsdóttir
 • Gunnar Gíslason
 • Njáll Trausti Friðbertsson
 • Preben Jón Pétursson
Starfsmenn
 • Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri
 • Heiða Karlsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Dagný Magnea Harðardóttir skrifstofustjóri Ráðhúss
Dagskrá
Í upphafi fundar leitaði forseti afbrigða til að taka á dagskrá tillögu frá S-lista um breytingu á skipan varamanns í skipulagsnefnd sem bókað verður sem hluti af 1. lið á dagskrá og var það samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.

1.Bæjarstjórn Akureyrar - breytingar í nefndum 2014-2018

Málsnúmer 2014060234Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga V-lista um breytingu á skipan fulltrúa í barnaverndarnefnd:

Júlí Ósk Antonsdóttir tekur sæti Sigrúnar Sigurðardóttur.


Lögð fram tillaga Æ-lista um breytingu á skipan varamanns í bæjarráði:

Þorsteinn Hlynur Jónsson tekur sæti Áshildar Hlínar Valtýsdóttur.


Lögð fram tillaga S-lista um breytingu á skipan varamanns í skipulagsnefnd:

Tryggvi Gunnarsson tekur sæti Jóns Inga Cæsarssonar.

Bæjarstjórn samþykkir framlagðar tillögur með 11 samhljóða atkvæðum.

2.Bæjarstjórn Akureyrar - breytingar í nefndum 2014-2018 - fæðingarorlof

Málsnúmer 2014060234Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga L-listans um tímabundna breytingu á skipan fulltrúa framboðsins í bæjarstjórn vegna töku fæðingarorlofs, svohljóðandi:

Silja Dögg Baldursdóttir bæjarfulltrúi L-lista mun verða í fæðingarorlofi á tímabilinu 10. mars til og með 10. júní 2016.

Á framangreindu tímabili mun Anna Hildur Guðmundsdóttir taka sæti hennar sem aðalmaður í bæjarstjórn þar sem Eva Reykjalín Elvarsdóttir fyrsti varamaður er í fæðingarorlofi.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 samhljóða atkvæðum.

3.Austurbrú 2-12 - breytingar á ákvæðum deiliskipulags

Málsnúmer 2015110047Vakta málsnúmer

6. liður í fundargerð skipulagsnefndar dagsett 9. mars 2016:

Tillaga að deiliskipulagsbreytingu var auglýst frá 22. desember 2015 með athugasemdafresti til 3. febrúar 2016. Auglýsingar birtust í Lögbirtingablaði og Dagskránni. Skipulagsgögn voru aðgengileg í þjónustuanddyri Ráðhúss Akureyrar og á heimasíðu skipulagsdeildar.

Íbúafundur var haldinn þann 28. janúar 2016 þar sem tillaga að skipulaginu var kynnt almenningi.

Ein athugasemd barst:

1) Miðbæjarsamtökin á Akureyri, dagsett 29. janúar 2016.

Alfarið er lagst gegn því að bílastæðum í miðbænum fækki frá því sem nú er. Ekki hugnast þeim að stækka bílastæðin neðan við Samkomuhúsið til að koma til móts við bílastæðaþörf. Ef þessi tillaga verður samþykkt þá er komið fordæmi fyrir að sleppa, eða minnka verulega fjölda bílastæða á reitnum austan Skipagötu. Það geta rekstraraðilar í miðbæ Akureyrar aldrei sætt sig við.

Ein umsögn barst:

1) Norðurorka, dagsett 5. febrúar 2016.

Engin athugasemd er gerð.


Helgi Snæbjarnarson L-lista bar upp vanhæfi sitt í þessu máli og var það samþykkt. Vék hann af fundi við umræður og afgreiðslu málsins.

Svar við athugasemd:

Í gildandi deiliskipulagi eru 212 almenn bílastæði og í auglýstri deiliskipulagstillögu er ekki verið að gera breytingar á þeim. Ákvæði Aðalskipulags Akureyrar 2005-2018 um eitt stæði á hverja íbúð segir að "almennt skuli gera ráð fyrir" og er því ekki afgerandi kvöð.


Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.
Í upphafi þessa dagskrárliðar vakti Logi Már Einarsson S-lista á því athygli að hann teldi sig vanhæfan að fjalla um þennan lið.

Með vísan til 7. mgr. 20. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 var meint vanhæfi lagt upp til atkvæða fyrir bæjarstjórn og var það samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.

Logi Már Einarsson vék af fundi við umræðu og afgreiðslu málsins.


Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 10 samhljóða atkvæðum.

4.Ákvörðun um sameiginlegt mat eða ekki - Sprengisandslína og aðrar framkvæmdir

Málsnúmer 2015120103Vakta málsnúmer

11. liður í fundargerð skipulagsnefndar dagsett 24. febrúar 2016:

Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dagsett 4. desember 2015 þar sem óskað er eftir umsögn Akureyrarbæjar varðandi sameiginlegt mat Sprengisandslínu m.fl. Lagður fram tölvupóstur Skipulagsstofnunar dagsettur 4. febrúar 2016 þar sem umsagnarbeiðnin er ítrekuð. Lagður fram tölvupóstur Skipulagsstofnunar dagsettur 17. febrúar 2016 þar sem óskað er eftir afstöðu sveitarstjórnar.

Skipulagsnefnd telur að skilyrði laganna varðandi samráð við Akureyrarkaupstað sem leyfisveitanda séu uppfyllt.

Skipulagsnefnd vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Lögð fram tillaga að bókun svohljóðandi:


Bæjarstjórn Akureyrar telur eðlilegt að túlka 2. mgr. 5. gr. laga nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum þröngt enda má deila um hvort þær framkvæmdir sem tilteknar eru í bréfi Skipulagsstofnunar séu háðar hvor annarri þótt þær komi fram í kerfisáætlun. Samkvæmt áliti lögfræðisviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga er forsenda þess að heimildinni verði beitt sú að fyrir liggi með óyggjandi hætti að tekin hafi verið ákvörðun um fyrirhugaðar matsskyldar framkvæmdir þannig að leggja megi raunhæft mat á hvort þær eru háðar hvor annarri og feli í sér sammögnunarferli. Ljóst er hins vegar að krafan um sameiginlegt mat Sprengisandslínu og annarra framkvæmda mun tefja fyrir brýnum úrbótum í orkumálum á Norðausturlandi.

Bæjarstjórn Akureyrar leggst því gegn sameiginlegu umhverfismati.


Bæjarstjórn samþykkir framlagða bókun með 11 samhljóða atkvæðum.

5.Reglur um úthlutun leiguíbúða Akureyrarbæjar 2013 og 2016

Málsnúmer 2013040041Vakta málsnúmer

1. liður í fundargerð velferðarráðs dagsett 2. mars 2016:

Drög að endurskoðuðum reglum um leiguíbúðir Akureyrarbæjar og sérstakar húsaleigubætur lagðar fram.

Velferðarráð samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti og vísar þeim til bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn samþykkir framlagðar endurskoðaðar reglur um leiguíbúðir Akureyrarbæjar og reglur um sérstakar húsaleigubætur á Akureyri með 11 samhljóða atkvæðum.

6.Velferðarráð - gjaldskrá fyrir félagslegt húsnæði

Málsnúmer 2016020129Vakta málsnúmer

2. liður í fundargerð bæjarráðs dagsett 10. mars 2016:

2. liður í fundargerð velferðarráðs dagsett 2. mars 2016:

Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri Akureyrarbæjar og Jón Heiðar Daðason húsnæðisfulltrúi lögðu fram tillögu að gjaldskrá fyrir félagslegt leiguhúsnæði.

Velferðarráð samþykkir gjaldskrána fyrir sitt leyti og vísar málinu áfram til bæjarráðs.

Dan Jens og Jón Heiðar mættu á fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir gjaldskrána og vísar henni til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn samþykkir framlagða gjaldskrá fyrir félagslegt leiguhúsnæði með 11 samhljóða atkvæðum.

7.Starfsáætlun og stefnuumræða nefnda 2016 - samfélags- og mannréttindaráð

Málsnúmer 2016010065Vakta málsnúmer

Starfsáætlun og stefnuumræða samfélags- og mannréttindaráðs.

Siguróli Magni Sigurðsson varaformaður samfélags- og mannréttindaráðs gerði grein fyrir starfsáætlun ráðsins.

Almenn umræða.

8.Skýrsla bæjarstjóra

Málsnúmer 2010090095Vakta málsnúmer

Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri fór yfir helstu atriði í störfum sínum frá síðasta fundi bæjarstjórnar.
Eftirtaldar fundargerðir eru lagðar fram til kynningar:

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra 26. febrúar 2016
Atvinnumálanefnd 2. mars 2016
Bæjarráð 3. og 10. mars 2016
Skipulagsnefnd 9. mars 2016
Skólanefnd 7. mars 2016
Stjórn Akureyrarstofu 24. febrúar 2016
Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar 4. mars 2016
Umhverfisnefnd 8. mars 2016
Velferðarráð 2. mars 2016

Hægt er að nálgast fundargerðirnar á heimasíðu Akureyrarbæjar / www.akureyri.is /
Stjórnkerfið / Fundargerðir

Fundi slitið - kl. 17:42.