KA svæði - gervigrasvöllur

Málsnúmer 2012120333

Vakta málsnúmer

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar - 217. fundur - 14.12.2012

Rætt um væntanlegar framkvæmdir við gervigrasvöllinn.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar - 218. fundur - 21.12.2012

Rætt um komandi framkvæmdir við völlinn.

Njáll Trausti Friðbertsson D-lista óskar bókað:

Ég segi mig hér með úr verkefnisliði vegna framkvæmda við nýjan gervigrasvöll á félagssvæði Knattspyrnufélags Akureyrar, þar sem ég tel eðlilegt að meirihluti L-listans skipi sinn fulltrúa i verkefnisliðið í framhaldi af því hver framvinda verkefnisins hefur verið undanfarnar vikur eða frá það hóf sína vinnu. Meðal annars hafa forsvarsmenn L-listans ákveðið að fergja ekki malarpúðann undir vellinum á framkvæmdatíma. Eins og kemur fram í fundargerð (skjal AF-20121220) frá 20. desember. Ég tel að sá stutti framkvæmdatími sem er áætlaður fyrir verkefnið geti leitt til þess að framkvæmdin fari kostnaðarlega fram úr áætlun og standist ekki núverandi tímaáætlun sem komi niður á gæðum verkefnisins þegar til lengri tíma er litið.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar samþykkir að Oddur Helgi Halldórsson L-lista taki sæti í verkefnisliðinu.

Íþróttaráð - 124. fundur - 17.01.2013

Forstöðumaður íþróttamála kynnti stöðu framkvæmda við gervigrasvöll á svæði KA.

 

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar - 219. fundur - 18.01.2013

Lagður fram til kynningar verksamningur við G. Hjálmarsson dags. 21. desember 2012 um gröft og fyllingu á gervigrasvellinum.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar - 222. fundur - 22.03.2013

Farið yfir tilboð sem bárust vegna útboðs á snjóbræðslu- og hitalögnum í gervigrasvöll á íþróttasvæði KA. Sjá nánar í fylgigögnum.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar samþykkir að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda Bút ehf.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar - 222. fundur - 22.03.2013

Farið yfir tilboð sem bárust vegna útboðs á rafkerfi og flóðlýsingu fyrir gervigrasvöll á íþróttasvæði KA. Sjá nánar í fylgigögnum.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar samþykkir að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda Rafmenn ehf.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar - 222. fundur - 22.03.2013

Farið yfir tilboð sem bárust vegna útboðs á lóðafrágangi fyrir gervigrasvöll á íþróttasvæði KA. Sjá nánar í fylgigögnum.

Afgreiðslu frestað.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar - 223. fundur - 05.04.2013

Tekið fyrir að nýju, var áður á dagskrá á fundi stjórnar Fasteigna Akureyrarbæjar 22. mars 2013.
Farið yfir tilboð sem bárust vegna útboðs á lóðarfrágangi fyrir gervigrasvöll á íþróttasvæði KA. Lagt fram minnisblað dags. 4. apríl 2013 um málið.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar samþykkir að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda Túnþökusölu Kristins ehf.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar - 223. fundur - 05.04.2013

Lagðar fram til kynningar niðurstöður kaupa á gervigrasi fyrir völlinn ásamt samningnum við Metatron.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar samþykkir samninginn.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar - 223. fundur - 05.04.2013

Lögð fram stöðuskýrsla 1 vegna framkvæmdanna.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar - 224. fundur - 03.05.2013

Lagt fram bréf dags. 19. apríl 2013 frá Guðmundi V. Gunnarssyni, GV Gröfum ehf, þar sem óskað er svara vegna útboðs á lóðafrágangi við gervigrasvöllinn á KA svæðinu.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar telur að innkaupareglur Akureyrarbæjar hafi ekki verið brotnar og felur formanni og framkvæmdastjóra að svara erindinu.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar - 226. fundur - 07.06.2013

Farið yfir stöðuna á framkvæmdunum.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar - 246. fundur - 15.08.2014

Lagt fram skilamat dagsett 12. ágúst 2014 fyrir framkvæmdina.