Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar

224. fundur 03. maí 2013 kl. 08:15 - 09:25 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Oddur Helgi Halldórsson formaður
  • Helgi Snæbjarnarson
  • Sigríður María Hammer
  • Njáll Trausti Friðbertsson
  • Sigfús Arnar Karlsson
  • Bjarni Sigurðsson áheyrnarfulltrúi
  • Guðgeir Hallur Heimisson áheyrnarfulltrúi
  • Kristín Þóra Kjartansdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Guðríður Friðriksdóttir
  • Óskar Gísli Sveinsson
  • Dóra Sif Sigtryggsdóttir fundarritari
Dagskrá

1.Giljaskóli - breytingar á sérdeild 2013

Málsnúmer 2013040254Vakta málsnúmer

3. liður í fundargerð skólanefndar dags. 22. apríl 2013:
Erindi frá fræðslustjóra með ósk um samþykki skólanefndar fyrir framkvæmdum við sérdeild Giljaskóla sumarið 2013.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar samþykkir erindið.

2.Pálmholt - breytingar á eldhúsi og lóð 2013

Málsnúmer 2013040255Vakta málsnúmer

6. liður í fundargerð skólanefndar dags. 22. apríl 2013:
Erindi frá leikskólafulltrúa með ósk um samþykki skólanefndar fyrir framkvæmdum á Pálmholti sumarið 2013.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar samþykkir erindið og skal það rúmast innan ramma fjárhagsáætlunar 2013.

3.ÍBA f.h. Akurs vegna parketgólfs í íþróttahúsi Naustaskóla fyrir dansdeild félagsins

Málsnúmer 2013030129Vakta málsnúmer

4. liður í fundargerð íþróttaráðs dags. 21. mars 2013:
Erindi dags. 12. mars 2013 frá Íþróttabandalagi Akureyrar f.h. Íþróttafélagsins Akurs sem vill árétta að lagt verði parketgólf í íþróttahús Naustaskóla fyrir æfingaaðstöðu dansdeildar félagsins.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar móttekur erindið og vísar því til verkefnisliðs Naustaskóla.

4.KA svæði - gervigrasvöllur

Málsnúmer 2012120333Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf dags. 19. apríl 2013 frá Guðmundi V. Gunnarssyni, GV Gröfum ehf, þar sem óskað er svara vegna útboðs á lóðafrágangi við gervigrasvöllinn á KA svæðinu.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar telur að innkaupareglur Akureyrarbæjar hafi ekki verið brotnar og felur formanni og framkvæmdastjóra að svara erindinu.

5.Þórunnarstræti 99 - skammtímavistun fyrir fólk með fötlun

Málsnúmer 2012090189Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar niðurstöður á opnun tilboða í verklegar framkvæmdir í Þórunnarstræti 99. Alls bárust fjögur tilboð í verkið:
ÁK smíði - kr. 170.554.262 - 116%
Hyrna - kr. 170.907.391 - 117%
L&S verktakar - kr. 162.979.896 - 111%
Tréverk - kr. 170.083.433 - 116%
Kostnaðaráætlun - kr. 146.515.590 - 100%

6.KA heimili - hljóðdempun og hljóðkerfi

Málsnúmer 2013040006Vakta málsnúmer

Lagðar fram niðurstöður opnunar tilboða í smíði og uppsetningu á hljóðdempun í íþróttasal KA heimilisins.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar felur framkvæmdastjóra að fara í viðræður við lægstbjóðanda á grundvelli tilboðs.

7.Menningarhúsið Hof - stöðuskýrslur og skilamat

Málsnúmer 2009010167Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar skilamat á byggingu Hofs menningarhúss.

8.Verkfundargerðir FA 2013

Málsnúmer 2013010321Vakta málsnúmer

Eftirfarandi verkfundargerðir lagðar fram á fundinum:
KA svæði gervigrasvöllur - G. Hjálmarsson hf: 6.- 8. verkfundur dags. 5., 12., 19. og 26. apríl 2013.
Naustaskóli 2. áfangi - SS Byggir ehf: 38. verkfundur dags. 9. apríl 2013.

Fundi slitið - kl. 09:25.